LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 07:53 LeBron James var sáttur með að vera kominn aftur í búningi Los Angeles Lakers og aftur inn á völlinn. Um leið setti hann met með því að byrja sitt 23. tímabil í NBA. Getty/Ronald Martinez LeBron James lék sinn fyrsta leik á þessu NBA-tímabili í 140-126 sigri á Utah Jazz í nótt og hóf þar með sitt 23. keppnistímabil í deildinni, sem er met. Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews) NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews)
NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira