Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 15:47 Patrick Beverley lék í NBA-deildinni í tólf ár og var þekktur fyrir góðan varnarleik. Getty/Stacy Revere Patrick Beverley, fyrrverandi bakvörður í NBA-deildinni í körfubolta, var handtekinn á föstudag í Texas, grunaður um alvarlega líkamsárás. Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig
NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira