Manchester United með lið í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 12:03 Nú geta körfuboltamenn einnig farið að dreyma um að spila fyrir Manchester United. Getty/Sarah Stier/ Manchester United er sagt hafa samþykkt að stofna körfuboltalið sem mun taka þátt í NBA Europe, en félagið átti áður körfuboltalið á níunda áratugnum. Meðeigandinn Sir Jim Ratcliffe leitar nú að fleiri tekjustofnum fyrir félagið og horfir greinilega á aðrar íþróttir samkvæmt þessum fréttum. Nýja keppnin, sem kallast NBA Europe, eða Evrópudeild NBA, er væntanleg árið 2027 og verður fyrsta varanlega stækkun deildarinnar utan Norður-Ameríku. Markmið verkefnisins er að sameina úrvalslið í Evrópu undir merkjum NBA og skapa sérleyfiskerfi sem styður við núverandi landsdeildir en opnar um leið fyrir ný viðskiptatækifæri víðs vegar um álfuna. „Þetta er ný deild sem verður góð fyrir kerfið og mun færa okkur fjármagn og skemmtun. Á fimmtíu milljarða dala markaði er viðskiptavirði evrópsks körfubolta aðeins tvö hundruð milljónir dala. NBA-deild er einmitt tækifæri til að auka samkeppnishæfni og stækka hópinn. Ef Manchester United, vinsælasta fótboltalið heims, hefur þegar sagt já, þá hlýtur að vera ástæða fyrir því,“ sagði Gianni Petrucci forseti ítalska körfuboltasambandsins við Corriere dello Sport. Áætlanirnar gera ráð fyrir að stórar evrópskar borgir, þar á meðal Manchester, verði heimili tíu til tólf stofnliða og að NBA Europe gæti farið af stað í byrjun tímabilsins 2027/28. Manchester United yrði ekki fyrsti evrópski fótboltarisinn til að taka körfuboltanum opnum örmum. Real Madrid og FC Barcelona reka bæði úrvalskörfuboltalið sem keppa í Liga ACB á Spáni og EuroLeague. Bayern München rekur farsæla körfuboltadeild í Þýskalandi, á meðan LDLC ASVEL Villeurbanne í Frakklandi hefur tengsl við Paris Saint-Germain. Það er ekki bara Manchester United sem myndi hagnast á samningnum. Samstarf við fótboltafélög býður upp á flýtileið að vörumerkjaþekkingu fyrir NBA Europe, þar sem félög eins og United státa nú þegar af alþjóðlegum vinsældum sem þýðir að körfuboltinn getur laðað að sér fótboltaaðdáendur með lágmarksmarkaðsátaki. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) NBA Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
Meðeigandinn Sir Jim Ratcliffe leitar nú að fleiri tekjustofnum fyrir félagið og horfir greinilega á aðrar íþróttir samkvæmt þessum fréttum. Nýja keppnin, sem kallast NBA Europe, eða Evrópudeild NBA, er væntanleg árið 2027 og verður fyrsta varanlega stækkun deildarinnar utan Norður-Ameríku. Markmið verkefnisins er að sameina úrvalslið í Evrópu undir merkjum NBA og skapa sérleyfiskerfi sem styður við núverandi landsdeildir en opnar um leið fyrir ný viðskiptatækifæri víðs vegar um álfuna. „Þetta er ný deild sem verður góð fyrir kerfið og mun færa okkur fjármagn og skemmtun. Á fimmtíu milljarða dala markaði er viðskiptavirði evrópsks körfubolta aðeins tvö hundruð milljónir dala. NBA-deild er einmitt tækifæri til að auka samkeppnishæfni og stækka hópinn. Ef Manchester United, vinsælasta fótboltalið heims, hefur þegar sagt já, þá hlýtur að vera ástæða fyrir því,“ sagði Gianni Petrucci forseti ítalska körfuboltasambandsins við Corriere dello Sport. Áætlanirnar gera ráð fyrir að stórar evrópskar borgir, þar á meðal Manchester, verði heimili tíu til tólf stofnliða og að NBA Europe gæti farið af stað í byrjun tímabilsins 2027/28. Manchester United yrði ekki fyrsti evrópski fótboltarisinn til að taka körfuboltanum opnum örmum. Real Madrid og FC Barcelona reka bæði úrvalskörfuboltalið sem keppa í Liga ACB á Spáni og EuroLeague. Bayern München rekur farsæla körfuboltadeild í Þýskalandi, á meðan LDLC ASVEL Villeurbanne í Frakklandi hefur tengsl við Paris Saint-Germain. Það er ekki bara Manchester United sem myndi hagnast á samningnum. Samstarf við fótboltafélög býður upp á flýtileið að vörumerkjaþekkingu fyrir NBA Europe, þar sem félög eins og United státa nú þegar af alþjóðlegum vinsældum sem þýðir að körfuboltinn getur laðað að sér fótboltaaðdáendur með lágmarksmarkaðsátaki. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
NBA Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira