Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 07:02 Sigurður lýsir því hvernig dómsmálið, og allt ferlið í kringum það, hafi neytt hann til að horfast í augu við sjálfan sig. Skjáskot/Bókakjallarinn „Skömmin var svo mikil að ég einhvern veginn bara lokaðist inni í fangelsi hugans í þessi átta ár,“ segir Sigurður Árni Reynisson kennari. Sigurður var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa, í starfi sínu sem lögreglumaður, ráðist á fanga í klefa á Hverfisgötu og beitt hann ofbeldi. Hann missti í kjölfarið vinnuna og sökk djúpt niður. Í dag hefur hann byggt upp líf sitt að nýju. Sigurður Árni er viðmælandi Þórhalls Gunnarssonar í sjónvarps – og hlaðvarpsþættinum Bókakjallarinn. Áður en Sigurður hóf starfsferil sinn innan lögreglunnar hafði hann gengið í gegnum ýmislegt; hann átti erfitt uppdráttar í grunnskóla sökum athyglisbrests og lesblindu og hann fór að eigin sögn „frekar illa út úr skólakerfinu.“ Hann sökk djúpt í áfengis- og fíkniefnaneyslu á unglingsárum en þegar hann var orðinn 23 ára varð ákveðinn vendipunktur sem leiddi til þess að hann tók líf sitt í gegn. „Ég var þarna ungur og „fit“ drengur, var kominn með konu og barn og ég náði ekki að fúnkera í samfélaginu. Það rímaði einhvern veginn ekkert við það sem ég átti að gera, ég gat ekki tekið ábyrgð, gat ekki haldið vinnu. Þannig að það var svona andlegt skipbrot sem kom mér inn í það. Það var bara: „ Heyrðu, ég ætla bara að fara inn í meðferð.“ Sigurður segir að það hafi alltaf verið hans draumur að verða lögreglumaður, Eftir að hann sneri við blaðinu starfaði hann um tíma sem fasteignasali en fékk svo algjörlega nóg af því starfi og tók sér frí í heilt sumar. Það var þá sem að einhver kastaði fram hugmyndinni: „Af hverju ferðu ekki bara í lögregluna?“ Sigurður taldi hins vegar ólíklegt að það gæti orðið að veruleika þar sem að hann var maður með ákveðna fortíð; hafði verið í smáglæpum sem unglingur og gist fangageymslur lögreglu oftar en einu sinni. „En síðan verður úr því að félagi minn, Kalli Vals, hringir í mig og segir: „Heyrðu, ég frétti það að þú værir einhvers staðar í hvíld núna og mig vantar fangavörð. Getur þú aðstoðað mig?“ Og ég sagði bara: „Heyrðu, ókei, ég prufa þetta bara.“ Það endaði síðan með því að Sigurður fór í Lögregluskólann, en á þeim tíma var námið til eins árs þar sem það var ekki búið að færa það upp á háskólastig. Hann starfaði síðan í rúman áratug hjá lögreglunni, meðal annars með sérsveit ríkislögreglustjóra og sem rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild. Allt til ársins 2016. Missti stjórn á sér Í þættinum rifjar Sigurður upp þennan örlagaríka dag. Félagi Sigurðar í lögreglunni bað hann um að koma niður á lögreglustöð þennan morgun, vegna manns sem hafði verið handtekinn nóttina áður. Sá maður hafði lent í harkalegum áflogum við annan mann og endaði á því að stinga hann. Yfirheyrslur yfir manninum gengu illa sökum þess hversu æstur hann var og var hann því settur aftur inn í fangaklefa. Síðla parts þennan dag kom að því að fara með manninn niður í héraðsdóm þar sem fara átti fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum og það kom í hlut Sigurðar og félaga hans að fylgja honum í dómshúsið. Í þættinum lýsir Sigurðir því hvernig sjálfsmynd hans gjörbreyttist í kjölfar atviksins árið 2016. Hann var ekki lengur „Siggi lögga.“Skjáskot/Bókakjallarinn Félagi Sigurðar lagði til að Sigurður færi og næði í manninn í klefann. Félaginn ætlaði að ná í lögreglubílinn á meðan. „Það voru svona fyrstu mistökin að ég færi einn þarna, af því að það er ekki samkvæmt reglum. En þetta var svona: „Siggi, þú ert sérsveitarmaður og þú hræðist ekki neinn.“ Eitthvað svona. Þessi ímynd sem maður hafði,“ rifjar Sigurður upp. „Ég fer og opna klefann hjá honum og það fyrsta sem hann segir við mig er: „Ætlið þið að fara að setja mig í fangelsi þarna, helvítis aumingjarnir ykkar?“ Og ég bara fæ þetta beint í andlitið. Ég sé að það er mikill óróleiki í honum og ég finn að kemur ótti, og mér var ekki alveg sama.“ Maðurinn var að sögn Sigurðar afar æstur á þessum tímapunkti og átti Sigurður að eigin sögn fullt í fangi með að hafa stjórn á honum, sem hann þurfti að gera einn síns liðs. Hann lýsir því hvernig hegðun mannsins kveikti á einhvers konar ofsafengum viðbrögðum hjá sér og olli því að hann fór yfir strikið. „Síðan, þegar ég næ honum loksins niður þá snöggreiðist ég og er bara: „Hver djöfulinn ertu að gera? Ertu að rífa kjaft við mig?“ Ég tek hann þarna, tek í hálsmálið á honum, og sný hann einhvern veginn svona niður í gólfið og set hnefann fyrir ofan hann og segi bara: „Ef þú verður ekki eins og maður, þá rota ég þig!“ Ég dreg hann síðan þarna eftir gólfinu og fer með hann inn í lyftu og síðan bara út í bíl. Síðan förum við með hann niður í héraðsdóm og þaðan er hann sendur upp á Litla Hraun og við keyrum hann þaðan. Það var svona „basically it.“ Var ekki lengur „Siggi lögga“ Atvikið átti hins vegar eftir að draga verulegan dilk á eftir sér. Umræddur fangi lagði fram kæru á hendur Sigurði og hélt því fram að Sigurður hefði beitt sig ofbeldi þennan dag. Sigurður gekkst við þeim ásökunum og viðurkenndi að hafa gengið „alltof langt“ eins og hann orðar það. Málið rataði fyrir héraðsdóm sem dæmdi Sigurð í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta. Það liðu síðan átta ár þar til málið rataði fyrir Landsrétt sem mildaði dóminn yfir Sigurði í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. En í millitíðinni hrundi líf Sigurðar; hann missti vinnuna og sjálfsmyndin var algjörlega í molum. „Þetta náttúrulega bara kláraði lífið eins og ég þekkti það, það má eiginlega segja það.“ Sigurður tekur fram að hann hafi haft þétt stuðningsnet á bak við sig, fjölskylda og vinir hafi alltaf staðið við bakið á honum og allir hafi verið boðnir og búnir til þess að hjálpa. En vissulega hafi málið þó einnig lagst afar þungt á alla í kringum hann. Hann lýsir því hvernig sjálfstraust hans varð að engu; hann fór að efast um sjálfan sig og hver hann væri og dró sig algjörlega til hlés. Á meðan málið var enn þá í dómskerfinu skráði hann sig í sálfræðinám, sem var í raun hans afsökun fyrir því að forðast samskipti við fólk. Hann gat setið einn heima hjá sér undir því yfirskini að hann væri að læra. „Sjálfsmyndin mín var náttúrulega svo rosalega mikið byggð á því hver ég var: Ég var „Siggi lögga.“ Allir þekktu mig sem Sigga löggu,“ segir Sigurður og bætir við að þetta hafi haft þau áhrif að hann gat ekki lengur mætt á viðburði, mannamót og verið í aðstæðum þar sem hann hafði áður verið keikur og stoltur. Ímynd hans innan lögreglunnar hafi beðið það mikla hnekki. „Ég gat ekki komið inn á lögreglustöð, ég gat ekki hitt lögreglumenn. Ég skammaðist mín svo mikið.“ Skjáskot/Bókakjallarinn Algjörlega berskjaldaður Sigurður lauk seinna meir sálfræðinámi og í dag starfar hann í Lágafellsskóla þar sem hann er að kenna tólf ára drengjum og nýtir óspart eigin þekkingu og reynslu. Aðspurður segir Sigurður að þessi lífsreynsla hafi haft mótandi áhrif á hann – og þau áhrif hafi ekki endilega verið neikvæð. Hann sé ekki sami maður í dag og áður, og reynslan hafi til að mynda fengið hann til að temja sér umburðarlyndi, þolinmæði og skilning á sjálfum sér, enda sé vart annað hægt. Hann var ekki lengur Siggi lögga og þurfti því að finna sjálfan sig upp á nýtt. „Og ég tek bara þá ákvörðun í gegnum þetta allt að það eina sem myndi hjálpa mér væri að vera bara algjörlega, hundrað prósent heiðarlegur. Sem þýðir að ef þér líður illa, þá verður þú bara að segja að þér líði illa. Vera algjörlega berskjaldaður. Gráta bara ef þú þarft að gráta og allt þetta.“ Sigurður lýsir því þannig að þegar niðurstaða Landsréttar lá fyrir á sínum tíma og hann fékk uppreist æru, þá hafi það verið ákveðinn skellur. Hann brotnaði saman. „Ég upplifði svo mikinn sársauka. Nokkrum dögum eftir að dómurinn féll þá sat ég fyrir framan konuna mína, grúfði andlitið svona niður og bara grét af sársauka. Þetta voru átta ár af alls konar tilfinningum sem komu upp. En síðan, þegar þú ert búinn að ganga í gegnum þennan sársauka, þá allt í einu kemur þessi skilningur og þessi reynsla svona einhvern veginn „meikar sense“: „Af hverju var ég að lenda í þessu?“ Og það er svo mikill fullnaðarsigur og við það, þá bara rís ég aftur upp – sem „bara“ manneskjan Siggi. Enginn titill.“ Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Sigurður Árni er viðmælandi Þórhalls Gunnarssonar í sjónvarps – og hlaðvarpsþættinum Bókakjallarinn. Áður en Sigurður hóf starfsferil sinn innan lögreglunnar hafði hann gengið í gegnum ýmislegt; hann átti erfitt uppdráttar í grunnskóla sökum athyglisbrests og lesblindu og hann fór að eigin sögn „frekar illa út úr skólakerfinu.“ Hann sökk djúpt í áfengis- og fíkniefnaneyslu á unglingsárum en þegar hann var orðinn 23 ára varð ákveðinn vendipunktur sem leiddi til þess að hann tók líf sitt í gegn. „Ég var þarna ungur og „fit“ drengur, var kominn með konu og barn og ég náði ekki að fúnkera í samfélaginu. Það rímaði einhvern veginn ekkert við það sem ég átti að gera, ég gat ekki tekið ábyrgð, gat ekki haldið vinnu. Þannig að það var svona andlegt skipbrot sem kom mér inn í það. Það var bara: „ Heyrðu, ég ætla bara að fara inn í meðferð.“ Sigurður segir að það hafi alltaf verið hans draumur að verða lögreglumaður, Eftir að hann sneri við blaðinu starfaði hann um tíma sem fasteignasali en fékk svo algjörlega nóg af því starfi og tók sér frí í heilt sumar. Það var þá sem að einhver kastaði fram hugmyndinni: „Af hverju ferðu ekki bara í lögregluna?“ Sigurður taldi hins vegar ólíklegt að það gæti orðið að veruleika þar sem að hann var maður með ákveðna fortíð; hafði verið í smáglæpum sem unglingur og gist fangageymslur lögreglu oftar en einu sinni. „En síðan verður úr því að félagi minn, Kalli Vals, hringir í mig og segir: „Heyrðu, ég frétti það að þú værir einhvers staðar í hvíld núna og mig vantar fangavörð. Getur þú aðstoðað mig?“ Og ég sagði bara: „Heyrðu, ókei, ég prufa þetta bara.“ Það endaði síðan með því að Sigurður fór í Lögregluskólann, en á þeim tíma var námið til eins árs þar sem það var ekki búið að færa það upp á háskólastig. Hann starfaði síðan í rúman áratug hjá lögreglunni, meðal annars með sérsveit ríkislögreglustjóra og sem rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild. Allt til ársins 2016. Missti stjórn á sér Í þættinum rifjar Sigurður upp þennan örlagaríka dag. Félagi Sigurðar í lögreglunni bað hann um að koma niður á lögreglustöð þennan morgun, vegna manns sem hafði verið handtekinn nóttina áður. Sá maður hafði lent í harkalegum áflogum við annan mann og endaði á því að stinga hann. Yfirheyrslur yfir manninum gengu illa sökum þess hversu æstur hann var og var hann því settur aftur inn í fangaklefa. Síðla parts þennan dag kom að því að fara með manninn niður í héraðsdóm þar sem fara átti fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum og það kom í hlut Sigurðar og félaga hans að fylgja honum í dómshúsið. Í þættinum lýsir Sigurðir því hvernig sjálfsmynd hans gjörbreyttist í kjölfar atviksins árið 2016. Hann var ekki lengur „Siggi lögga.“Skjáskot/Bókakjallarinn Félagi Sigurðar lagði til að Sigurður færi og næði í manninn í klefann. Félaginn ætlaði að ná í lögreglubílinn á meðan. „Það voru svona fyrstu mistökin að ég færi einn þarna, af því að það er ekki samkvæmt reglum. En þetta var svona: „Siggi, þú ert sérsveitarmaður og þú hræðist ekki neinn.“ Eitthvað svona. Þessi ímynd sem maður hafði,“ rifjar Sigurður upp. „Ég fer og opna klefann hjá honum og það fyrsta sem hann segir við mig er: „Ætlið þið að fara að setja mig í fangelsi þarna, helvítis aumingjarnir ykkar?“ Og ég bara fæ þetta beint í andlitið. Ég sé að það er mikill óróleiki í honum og ég finn að kemur ótti, og mér var ekki alveg sama.“ Maðurinn var að sögn Sigurðar afar æstur á þessum tímapunkti og átti Sigurður að eigin sögn fullt í fangi með að hafa stjórn á honum, sem hann þurfti að gera einn síns liðs. Hann lýsir því hvernig hegðun mannsins kveikti á einhvers konar ofsafengum viðbrögðum hjá sér og olli því að hann fór yfir strikið. „Síðan, þegar ég næ honum loksins niður þá snöggreiðist ég og er bara: „Hver djöfulinn ertu að gera? Ertu að rífa kjaft við mig?“ Ég tek hann þarna, tek í hálsmálið á honum, og sný hann einhvern veginn svona niður í gólfið og set hnefann fyrir ofan hann og segi bara: „Ef þú verður ekki eins og maður, þá rota ég þig!“ Ég dreg hann síðan þarna eftir gólfinu og fer með hann inn í lyftu og síðan bara út í bíl. Síðan förum við með hann niður í héraðsdóm og þaðan er hann sendur upp á Litla Hraun og við keyrum hann þaðan. Það var svona „basically it.“ Var ekki lengur „Siggi lögga“ Atvikið átti hins vegar eftir að draga verulegan dilk á eftir sér. Umræddur fangi lagði fram kæru á hendur Sigurði og hélt því fram að Sigurður hefði beitt sig ofbeldi þennan dag. Sigurður gekkst við þeim ásökunum og viðurkenndi að hafa gengið „alltof langt“ eins og hann orðar það. Málið rataði fyrir héraðsdóm sem dæmdi Sigurð í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta. Það liðu síðan átta ár þar til málið rataði fyrir Landsrétt sem mildaði dóminn yfir Sigurði í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. En í millitíðinni hrundi líf Sigurðar; hann missti vinnuna og sjálfsmyndin var algjörlega í molum. „Þetta náttúrulega bara kláraði lífið eins og ég þekkti það, það má eiginlega segja það.“ Sigurður tekur fram að hann hafi haft þétt stuðningsnet á bak við sig, fjölskylda og vinir hafi alltaf staðið við bakið á honum og allir hafi verið boðnir og búnir til þess að hjálpa. En vissulega hafi málið þó einnig lagst afar þungt á alla í kringum hann. Hann lýsir því hvernig sjálfstraust hans varð að engu; hann fór að efast um sjálfan sig og hver hann væri og dró sig algjörlega til hlés. Á meðan málið var enn þá í dómskerfinu skráði hann sig í sálfræðinám, sem var í raun hans afsökun fyrir því að forðast samskipti við fólk. Hann gat setið einn heima hjá sér undir því yfirskini að hann væri að læra. „Sjálfsmyndin mín var náttúrulega svo rosalega mikið byggð á því hver ég var: Ég var „Siggi lögga.“ Allir þekktu mig sem Sigga löggu,“ segir Sigurður og bætir við að þetta hafi haft þau áhrif að hann gat ekki lengur mætt á viðburði, mannamót og verið í aðstæðum þar sem hann hafði áður verið keikur og stoltur. Ímynd hans innan lögreglunnar hafi beðið það mikla hnekki. „Ég gat ekki komið inn á lögreglustöð, ég gat ekki hitt lögreglumenn. Ég skammaðist mín svo mikið.“ Skjáskot/Bókakjallarinn Algjörlega berskjaldaður Sigurður lauk seinna meir sálfræðinámi og í dag starfar hann í Lágafellsskóla þar sem hann er að kenna tólf ára drengjum og nýtir óspart eigin þekkingu og reynslu. Aðspurður segir Sigurður að þessi lífsreynsla hafi haft mótandi áhrif á hann – og þau áhrif hafi ekki endilega verið neikvæð. Hann sé ekki sami maður í dag og áður, og reynslan hafi til að mynda fengið hann til að temja sér umburðarlyndi, þolinmæði og skilning á sjálfum sér, enda sé vart annað hægt. Hann var ekki lengur Siggi lögga og þurfti því að finna sjálfan sig upp á nýtt. „Og ég tek bara þá ákvörðun í gegnum þetta allt að það eina sem myndi hjálpa mér væri að vera bara algjörlega, hundrað prósent heiðarlegur. Sem þýðir að ef þér líður illa, þá verður þú bara að segja að þér líði illa. Vera algjörlega berskjaldaður. Gráta bara ef þú þarft að gráta og allt þetta.“ Sigurður lýsir því þannig að þegar niðurstaða Landsréttar lá fyrir á sínum tíma og hann fékk uppreist æru, þá hafi það verið ákveðinn skellur. Hann brotnaði saman. „Ég upplifði svo mikinn sársauka. Nokkrum dögum eftir að dómurinn féll þá sat ég fyrir framan konuna mína, grúfði andlitið svona niður og bara grét af sársauka. Þetta voru átta ár af alls konar tilfinningum sem komu upp. En síðan, þegar þú ert búinn að ganga í gegnum þennan sársauka, þá allt í einu kemur þessi skilningur og þessi reynsla svona einhvern veginn „meikar sense“: „Af hverju var ég að lenda í þessu?“ Og það er svo mikill fullnaðarsigur og við það, þá bara rís ég aftur upp – sem „bara“ manneskjan Siggi. Enginn titill.“
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira