Körfubolti

Martin stiga­hæstur á leið í undan­úr­slit

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson er kominn í undanúrslit í þýska bikarnum.
Martin Hermannsson er kominn í undanúrslit í þýska bikarnum. Vísir/Hulda Margrét

Martin Hermannsson var að vanda í aðalhlutverki þegar Alba Berlín vann öruggan sigur gegn Jena í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld, 91-78.

Berlínarliðið lagði grunninn að sigrinum með mögnuðum þriðja leikhluta þar sem liðið fékk aðeins á sig sex stig en skoraði 25, eftir að gestirnir höfðu verið sex stigum yfir í hálfleik, 51-45.

Martin var annar af stigahæstu mönnum Alba Berlín með 18 stig en hann tók einnig fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.

Skotnýting Martins hefur þó verið betri því hann setti niður fjögur af ellefu tveggja stiga skotum sínum, en líka tvö af fjórum þriggja stiga skotum.

Alba Berlín er síðasta liðið inn í undanúrslit bikarsin en áður höfðu Bayern, Bamberg og Oldenburg komist áfram.

Þess má geta að Alba Berlín situr í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, með fjóra sigra úr sex leikjum, en er þó aðeins með einum sigri meira en Jena sem er í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×