Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2025 07:31 Írar eru að komast að því hversu gott sé að hafa Heimi í sínu horni Vísir/Getty Eftir magnaða sigra írska landsliðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar gegn Portúgal og Ungverjalandi, sem sjá til þess að HM draumurinn lifir, telur blaðamaður þar í landi að áhrif Heimis á landsliðið og sigrarnir muni lifa með Írum um ókomna tíð. „Það eru engar ýkjur að segja að stemningin hjá írsku þjóðinni í heild sinni hafi tekið breytingum eftir það sem hefur átt sér stað síðustu fjóra til fimm daga eða svo, “ segir Gordon Manning, blaðamaður The Irish Times í samtali við íþróttadeild. „Þetta er magnað. Írska landsliðið hefur sótt stærri sigra sögulega séð, bæði á heims- og Evrópumótum, en ég man ekki eftir svona fjögurra daga tímabil þar sem að við vinnum Portúgal 2-0 á heimavelli og svo Ungverjaland 3-2 á útivelli þar sem að sigurmarkið kemur á lokaandartökum leiksins. Svona hlutir henda Írland ekki, við erum yfirleitt á hinni hlið peningsins, einhvers konar boxpúði fyrir aðrar þjóðir til þess að kýla. Andrúmsloftið hér er töfrum líkast eftir þessa leiki.“ Ótrúlegt hve margt hefur breyst á svo skömmum tíma Samheldni og baráttuandi hafi alltaf einkennt landslið Írlands en úrslitin höfðu ekki verið að skila sér. „Liðið hefur verið að skila slæmum úrslitum. Trúin meðal írsku þjóðarinnar gagnvart því að liðinu tækist að snúa genginu við var ekki mikil en hún virðist svo sannarlega hafa verið til staðar í landsliðshópnum. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hversu mikið hefur breyst á svo skömmum tíma eftir þessa tvo leiki. Trúin á það hverju þetta lið getur áorkað hefur breyst á einni nóttu.“ Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Heimir hafi sjálfur yfir að skipa stóískri ró sem virðist hafa smitað út frá sér í leikmannahópinn þegar að illa gekk en eftir fyrri hluta undankeppninnar var Írland í botnsæti síns riðils sem innihélt landslið Portúgal, Ungverjalands og Armeníu. „Heimir sagði sjálfur að Írland þyrfti á kraftaverki að halda eftir að hafa tapað gegn Armeníu á útivelli í öðrum leik undankeppninnar. Eftir þann leik trúðu ekki margir að hann myndi enn vera landsliðsþjálfari Írlands eftir nýafstaðinn landsleikjaglugga. Það virtist var óumflýjanlegt að tími Heimis með liðið myndi líða undir lok. Tapið gegn Armeníu var hrikalegt fyrir Írland en það sem að Heimir hefur komið með í kjölfarið, og þið á Íslandi gætuð kannast við, er þessi stóíska ró. Það kemur honum ekkert úr jafnvægi og hann lætur hvorki draga sig upp í skýjaborgir eða niður í dimma dali. Þessi ró hans hefur hjálpað bæði honum og liðinu að finna sér leið úr vandræðunum.“ Allir á Google þegar Heimir var ráðinn Gagnrýnin í garð Heimis eftir fyrstu leikina í undankeppninni var mikil og hikuðu sérfræðingar og fyrrum knattspyrnuhetjur Íra ekki við að fleygja því fram í umræðuna í fjölmiðlum ytra að Eyjamanninn ætti að reka. Heimir gerði þó það sem hann gerir jafnan best, að láta umræðuna sem vind um eyru sín þjóta og láta verkin tala inn á vellinum. Magnaður endasprettur sá til þess að Írland er á leið í umspil um sæti á HM næsta árs. Heimir Hallgrímsson með sínu þjálfarateymiVísir/Getty „Það vissi enginn hver hann var þegar hann kom inn fyrst. Þjálfaraleit írska sambandsins var langdregin eftir að Stephen Kenny steig til hliðar. Þegar að Heimir var kynntur sem næsti landsliðsþjálfari fóru næstum allir á Google til þess að fletta því upp hvaða maður þetta væri. Hann kom inn sem óþekkt stærð, tók við hópi leikmanna sem hafði ekki tekist að heilla. Væntingarnar voru ekki miklar en þó búist við því að liðið myndi vinna leiki á móti þjóðum eins og Armeníu og vera samkeppnishæft í riðlinum. Eftir tapið gegn Armenum kom pressan og Heimir sagði að liðið þyrfti á kraftaverki að halda.“ Og viðræður um nýjan samning voru settar á ís að beiðni Heimis sem var spurður út í framtíð sína í starfi. „Útlitið var ekki bjart og fyrir nýafstaðinn landsleikjaglugga leit þetta út þannig að þetta væru síðustu leikir Heimis í starfi. Gjörsamlega galið að hugsa út í það núna. Nú vonum við að hann geti tryggt okkur sæti á HM næsta árs.“ Írar virði margt í fari Heimis Verðið á hlutabréfum í Heimi hafi rokið upp eftir sigurleiki Írlands. „Hann er maðurinn sem bauð Ronaldo í birginn, maðurinn sem stýrði Írlandi til sigurs í mögnuðum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Ég tel að írsku þjóðinni hafi alltaf líkað vel við ákveðna hluti í fari Heimis. Hann er vingjarnlegur og heiðarlegur maður og írska þjóðin kann að virða það. En úrslitin til að byrja með urðu til þess að útlitið var ekki bjart. Samningur Heimis gildir fram yfir þessa undankeppni og útlitið var á þá leið að samstarfið myndi líða undir lok eftir riðlakeppnina en þessi úrslit hafa breytt öllu. Bæði fyrir Heimi og liðið.“ Boltinn hjá Eyjamanninum Núgildandi samningur Heimis og írska knattspyrnusambandsins rennur sitt skeið eftir komandi umspil og telur Gordon það í höndum Heimis núna hvort samstarfið verði framlengt eður ei. „Tilfinningin á Írlandi í dag er á þá leið að það er eins og liðið sé búið að tryggja sér sæti á HM. Sem er skrítið því fram undan eru tveir stórleikir áður en við það sæti er tryggt. Þessir umspilsleikir í mars munu auðvitað hafa sitt að segja um framhaldið á þessu samstarfi en úrslitin hjá liðinu í nýafstöðnum glugga er hægt að nota sem sterk rök fyrir því að ákvörðunin um áframhaldandi samstarf liggi hjá Heimi sjálfum. Ekki nema að úrslitin í umspilinu verði algjörlega hörmuleg.“ Heimir og Caomin Kelleher, markvörður írska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn síðastliðinn.Vísir/Getty „Heimir hefur örugglega unnið sér inn framlengingu á sínum samningi, ef það er það sem að hann vill. Það sem honum hefur tekist að áorka undanfarna daga með þessu írska landsliði, það er engum orðum ofaukið þegar ég segi að þau muni hafa áhrif á komandi kynslóðir, um þessa leiki verður talað um ókomna tíð.“ Áhuginn tekur kipp Mikil fótboltahefð hefur ávallt verið ríkjandi á Írlandi en undanfarnir áratugir þó verið tíðindalitlir. Yngsta kynslóð Íra hefur ekki upplifað það sem Gordon sjálfur upplifði á sínum yngri árum. Það gæti verið að fara breytast. Stuðningurinn við írska landsliðið hefur ávallt verið til staðar en er að aukast til muna um þessar mundirVísir/Getty „Það hefur alltaf verið stuðningur til staðar við írska landsliðið en liðinu hefur ekki tekist að tryggja sig inn á HM síðan árið 2002. Nokkrar kynslóðir krakka hafa núna alist upp án þess að hafa upplifað að sjá Írland á HM. Þið á Íslandi upplifðuð hvernig það er árið 2018, sú upplifun er töfrum líkust. Ég er svo heppinn að hafa verið fæddur þegar að Írland tryggði sig inn á HM árið 1990, svo aftur 1994 og 2002. En margir Írar hafa ekki upplifað neitt slíkt, heldur beðið átekta eftir því að geta stutt lið sem getur gefið þeim von um HM sæti. Þetta lið hefur nú veitt þeim þá von.“ Trúin meðal írsku þjóðarinnar eykst og það sést á sölu ársmiða á heimaleiki írska landsliðsins á næsta ári. „Opnað var fyrir umsókn um ársmiða á heimaleiki írska landsliðsins í síðustu viku, undirtektirnar voru ekki miklar. En strax um kvöldið eftir sigurinn gegn Ungverjumi veit ég að löng röð myndaðist af fólki sem vildi kaupa ársmiða. Allt hefur breyst. Stuðningur við írska landsliðið hefur alltaf verið mikill en hann hefur aukist til muna núna. Þetta er risastórt fyrir yngri kynslóðina hér, að geta stutt þetta lið og átt fyrirmyndir til þess að líta upp til.“ Írar höfðu ríka ástæðu til að fagna í leikslok gegn Ungverjum, farmiði í umspil um HM sæti í höfnVísir/Getty Ekki bara jákvæðir punktar Enn eru þó uppi spurningarmerki á varðandi ýmsa þætti í leik írska landsliðsins. „Það eru mörg spurningarmerki uppi varðandi þetta lið. Við getum ekki fengið mörk frá miðjumönnunum okkar. Það voru átta eða níu miðjumenn í síðasta landsliðshópi og ég held að aðeins einn þeirra hafi áður skorað mark í landsleik fyrir Írland. Það er vandamál. Við erum með nokkra mjög góða varnarmenn en þeir hafa gerst sekir um einbeitingarleysi sem hefur gert andstæðingum okkar kleift að skora á okkur mörk. En samheldnin í hópnum virðist vera mikil sem og trúin, leikmenn trúa því að þeir geta náð á HM. En leiðin fram undan er löng. Fyrir nokkrum vikum síðan var útlitið ekki bjart. Það hefur margt breyst núna en það hvernig við höfum sótt síðustu sigurleiki, og sú staðreynd á móti hvaða liðum þeir sigrar komu, hefur kveikt vonar neista hjá írsku þjóðinni.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Írland Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir Sjá meira
„Það eru engar ýkjur að segja að stemningin hjá írsku þjóðinni í heild sinni hafi tekið breytingum eftir það sem hefur átt sér stað síðustu fjóra til fimm daga eða svo, “ segir Gordon Manning, blaðamaður The Irish Times í samtali við íþróttadeild. „Þetta er magnað. Írska landsliðið hefur sótt stærri sigra sögulega séð, bæði á heims- og Evrópumótum, en ég man ekki eftir svona fjögurra daga tímabil þar sem að við vinnum Portúgal 2-0 á heimavelli og svo Ungverjaland 3-2 á útivelli þar sem að sigurmarkið kemur á lokaandartökum leiksins. Svona hlutir henda Írland ekki, við erum yfirleitt á hinni hlið peningsins, einhvers konar boxpúði fyrir aðrar þjóðir til þess að kýla. Andrúmsloftið hér er töfrum líkast eftir þessa leiki.“ Ótrúlegt hve margt hefur breyst á svo skömmum tíma Samheldni og baráttuandi hafi alltaf einkennt landslið Írlands en úrslitin höfðu ekki verið að skila sér. „Liðið hefur verið að skila slæmum úrslitum. Trúin meðal írsku þjóðarinnar gagnvart því að liðinu tækist að snúa genginu við var ekki mikil en hún virðist svo sannarlega hafa verið til staðar í landsliðshópnum. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hversu mikið hefur breyst á svo skömmum tíma eftir þessa tvo leiki. Trúin á það hverju þetta lið getur áorkað hefur breyst á einni nóttu.“ Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Heimir hafi sjálfur yfir að skipa stóískri ró sem virðist hafa smitað út frá sér í leikmannahópinn þegar að illa gekk en eftir fyrri hluta undankeppninnar var Írland í botnsæti síns riðils sem innihélt landslið Portúgal, Ungverjalands og Armeníu. „Heimir sagði sjálfur að Írland þyrfti á kraftaverki að halda eftir að hafa tapað gegn Armeníu á útivelli í öðrum leik undankeppninnar. Eftir þann leik trúðu ekki margir að hann myndi enn vera landsliðsþjálfari Írlands eftir nýafstaðinn landsleikjaglugga. Það virtist var óumflýjanlegt að tími Heimis með liðið myndi líða undir lok. Tapið gegn Armeníu var hrikalegt fyrir Írland en það sem að Heimir hefur komið með í kjölfarið, og þið á Íslandi gætuð kannast við, er þessi stóíska ró. Það kemur honum ekkert úr jafnvægi og hann lætur hvorki draga sig upp í skýjaborgir eða niður í dimma dali. Þessi ró hans hefur hjálpað bæði honum og liðinu að finna sér leið úr vandræðunum.“ Allir á Google þegar Heimir var ráðinn Gagnrýnin í garð Heimis eftir fyrstu leikina í undankeppninni var mikil og hikuðu sérfræðingar og fyrrum knattspyrnuhetjur Íra ekki við að fleygja því fram í umræðuna í fjölmiðlum ytra að Eyjamanninn ætti að reka. Heimir gerði þó það sem hann gerir jafnan best, að láta umræðuna sem vind um eyru sín þjóta og láta verkin tala inn á vellinum. Magnaður endasprettur sá til þess að Írland er á leið í umspil um sæti á HM næsta árs. Heimir Hallgrímsson með sínu þjálfarateymiVísir/Getty „Það vissi enginn hver hann var þegar hann kom inn fyrst. Þjálfaraleit írska sambandsins var langdregin eftir að Stephen Kenny steig til hliðar. Þegar að Heimir var kynntur sem næsti landsliðsþjálfari fóru næstum allir á Google til þess að fletta því upp hvaða maður þetta væri. Hann kom inn sem óþekkt stærð, tók við hópi leikmanna sem hafði ekki tekist að heilla. Væntingarnar voru ekki miklar en þó búist við því að liðið myndi vinna leiki á móti þjóðum eins og Armeníu og vera samkeppnishæft í riðlinum. Eftir tapið gegn Armenum kom pressan og Heimir sagði að liðið þyrfti á kraftaverki að halda.“ Og viðræður um nýjan samning voru settar á ís að beiðni Heimis sem var spurður út í framtíð sína í starfi. „Útlitið var ekki bjart og fyrir nýafstaðinn landsleikjaglugga leit þetta út þannig að þetta væru síðustu leikir Heimis í starfi. Gjörsamlega galið að hugsa út í það núna. Nú vonum við að hann geti tryggt okkur sæti á HM næsta árs.“ Írar virði margt í fari Heimis Verðið á hlutabréfum í Heimi hafi rokið upp eftir sigurleiki Írlands. „Hann er maðurinn sem bauð Ronaldo í birginn, maðurinn sem stýrði Írlandi til sigurs í mögnuðum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Ég tel að írsku þjóðinni hafi alltaf líkað vel við ákveðna hluti í fari Heimis. Hann er vingjarnlegur og heiðarlegur maður og írska þjóðin kann að virða það. En úrslitin til að byrja með urðu til þess að útlitið var ekki bjart. Samningur Heimis gildir fram yfir þessa undankeppni og útlitið var á þá leið að samstarfið myndi líða undir lok eftir riðlakeppnina en þessi úrslit hafa breytt öllu. Bæði fyrir Heimi og liðið.“ Boltinn hjá Eyjamanninum Núgildandi samningur Heimis og írska knattspyrnusambandsins rennur sitt skeið eftir komandi umspil og telur Gordon það í höndum Heimis núna hvort samstarfið verði framlengt eður ei. „Tilfinningin á Írlandi í dag er á þá leið að það er eins og liðið sé búið að tryggja sér sæti á HM. Sem er skrítið því fram undan eru tveir stórleikir áður en við það sæti er tryggt. Þessir umspilsleikir í mars munu auðvitað hafa sitt að segja um framhaldið á þessu samstarfi en úrslitin hjá liðinu í nýafstöðnum glugga er hægt að nota sem sterk rök fyrir því að ákvörðunin um áframhaldandi samstarf liggi hjá Heimi sjálfum. Ekki nema að úrslitin í umspilinu verði algjörlega hörmuleg.“ Heimir og Caomin Kelleher, markvörður írska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn síðastliðinn.Vísir/Getty „Heimir hefur örugglega unnið sér inn framlengingu á sínum samningi, ef það er það sem að hann vill. Það sem honum hefur tekist að áorka undanfarna daga með þessu írska landsliði, það er engum orðum ofaukið þegar ég segi að þau muni hafa áhrif á komandi kynslóðir, um þessa leiki verður talað um ókomna tíð.“ Áhuginn tekur kipp Mikil fótboltahefð hefur ávallt verið ríkjandi á Írlandi en undanfarnir áratugir þó verið tíðindalitlir. Yngsta kynslóð Íra hefur ekki upplifað það sem Gordon sjálfur upplifði á sínum yngri árum. Það gæti verið að fara breytast. Stuðningurinn við írska landsliðið hefur ávallt verið til staðar en er að aukast til muna um þessar mundirVísir/Getty „Það hefur alltaf verið stuðningur til staðar við írska landsliðið en liðinu hefur ekki tekist að tryggja sig inn á HM síðan árið 2002. Nokkrar kynslóðir krakka hafa núna alist upp án þess að hafa upplifað að sjá Írland á HM. Þið á Íslandi upplifðuð hvernig það er árið 2018, sú upplifun er töfrum líkust. Ég er svo heppinn að hafa verið fæddur þegar að Írland tryggði sig inn á HM árið 1990, svo aftur 1994 og 2002. En margir Írar hafa ekki upplifað neitt slíkt, heldur beðið átekta eftir því að geta stutt lið sem getur gefið þeim von um HM sæti. Þetta lið hefur nú veitt þeim þá von.“ Trúin meðal írsku þjóðarinnar eykst og það sést á sölu ársmiða á heimaleiki írska landsliðsins á næsta ári. „Opnað var fyrir umsókn um ársmiða á heimaleiki írska landsliðsins í síðustu viku, undirtektirnar voru ekki miklar. En strax um kvöldið eftir sigurinn gegn Ungverjumi veit ég að löng röð myndaðist af fólki sem vildi kaupa ársmiða. Allt hefur breyst. Stuðningur við írska landsliðið hefur alltaf verið mikill en hann hefur aukist til muna núna. Þetta er risastórt fyrir yngri kynslóðina hér, að geta stutt þetta lið og átt fyrirmyndir til þess að líta upp til.“ Írar höfðu ríka ástæðu til að fagna í leikslok gegn Ungverjum, farmiði í umspil um HM sæti í höfnVísir/Getty Ekki bara jákvæðir punktar Enn eru þó uppi spurningarmerki á varðandi ýmsa þætti í leik írska landsliðsins. „Það eru mörg spurningarmerki uppi varðandi þetta lið. Við getum ekki fengið mörk frá miðjumönnunum okkar. Það voru átta eða níu miðjumenn í síðasta landsliðshópi og ég held að aðeins einn þeirra hafi áður skorað mark í landsleik fyrir Írland. Það er vandamál. Við erum með nokkra mjög góða varnarmenn en þeir hafa gerst sekir um einbeitingarleysi sem hefur gert andstæðingum okkar kleift að skora á okkur mörk. En samheldnin í hópnum virðist vera mikil sem og trúin, leikmenn trúa því að þeir geta náð á HM. En leiðin fram undan er löng. Fyrir nokkrum vikum síðan var útlitið ekki bjart. Það hefur margt breyst núna en það hvernig við höfum sótt síðustu sigurleiki, og sú staðreynd á móti hvaða liðum þeir sigrar komu, hefur kveikt vonar neista hjá írsku þjóðinni.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Írland Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir Sjá meira