Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 09:00 Robbie Keane var heldur betur kátur á bar í Búdapest eftir leikinn. Getty/Stephen McCarthy/Adam Pretty/ Öll írska þjóðin fagnaði í gær vel árangri karlalandsliðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og líka þeir sem eru með vinnu í Ungverjalandi. Írar enduðu HM-drauma heimamanna í Ungverjalandi með 3-2 endurkomusigri í Búdapest í gær. Írar tóku þar með annað sætið af Ungverjum og fara í umspilið um laus sæti á HM næsta sumar. Ungverjar voru í dauðafæri á að taka annað sætið í riðlinum en Heimir og lærisveinar Heimis unnu þrjá síðustu leiki sína. Ótrúleg endurkoma hjá liði og þjálfara sem höfðu fengið sinn væna skammt af gagnrýni allt þetta ár. Troy Parrott var hetja írska liðsins en hann skoraði tvisvar í sigri á Portúgal og svo öll þrjú mörkin í sigrinum á Ungverjalandi í gær. Robbie Keane skoraði sjálfur 68 mörk í 146 landsleikjum fyrir Íra en hann er núna þjálfari ungverska liðsins Ferencváros. Eftir leikinn var Keane mættur til að fagna sigri með stuðningsmönnum írska landsliðsins sem höfðu ferðast til Búdapest. Þar sást Keane fara upp á svið á bar í Búdapest og syngja sigursöngva við góðar undirtektir. Hann söng meðal annars einn til heiðurs umræddum Troy Parrott. Hann söng „There's Only Troy Parrott“ við jólalagið heimsfræga „Winter Wonderland“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Það á síðan eftir að koma í ljós hvernig þetta fer í vinnuveitendur hans hjá Ferencváros, hvað þá leikmenn hans sem voru að spila með ungverska landsliðinu. Something great about the manager of the reigning champs in Hungary leading Gibney's in a rendition of 'There's Only Troy Parrott' pic.twitter.com/7xHMe0posD— Balls.ie (@ballsdotie) November 16, 2025 HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Írar enduðu HM-drauma heimamanna í Ungverjalandi með 3-2 endurkomusigri í Búdapest í gær. Írar tóku þar með annað sætið af Ungverjum og fara í umspilið um laus sæti á HM næsta sumar. Ungverjar voru í dauðafæri á að taka annað sætið í riðlinum en Heimir og lærisveinar Heimis unnu þrjá síðustu leiki sína. Ótrúleg endurkoma hjá liði og þjálfara sem höfðu fengið sinn væna skammt af gagnrýni allt þetta ár. Troy Parrott var hetja írska liðsins en hann skoraði tvisvar í sigri á Portúgal og svo öll þrjú mörkin í sigrinum á Ungverjalandi í gær. Robbie Keane skoraði sjálfur 68 mörk í 146 landsleikjum fyrir Íra en hann er núna þjálfari ungverska liðsins Ferencváros. Eftir leikinn var Keane mættur til að fagna sigri með stuðningsmönnum írska landsliðsins sem höfðu ferðast til Búdapest. Þar sást Keane fara upp á svið á bar í Búdapest og syngja sigursöngva við góðar undirtektir. Hann söng meðal annars einn til heiðurs umræddum Troy Parrott. Hann söng „There's Only Troy Parrott“ við jólalagið heimsfræga „Winter Wonderland“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Það á síðan eftir að koma í ljós hvernig þetta fer í vinnuveitendur hans hjá Ferencváros, hvað þá leikmenn hans sem voru að spila með ungverska landsliðinu. Something great about the manager of the reigning champs in Hungary leading Gibney's in a rendition of 'There's Only Troy Parrott' pic.twitter.com/7xHMe0posD— Balls.ie (@ballsdotie) November 16, 2025
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira