Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 16:01 Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar