Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2025 18:04 Stjórnendur telja að sjóðirnir verði sterkari saman. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Almenni/Vísir Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífsverk stefna að sameiningu eftir að sjóðfélagafundir beggja samþykktu tillögu þess efnis. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á samþykktum sameinaðs sjóðs. Gangi það eftir verður til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir upp á um 700 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðunum tveimur en sameinaður sjóður á að bera nafnið Almenni – Lífsverk, lífeyrissjóður og taka til starfa 1. janúar 2026. Vilja nýta stærðarhagkvæmni „Við erum þakklát fyrir góða þátttöku í kosningunum og traust sjóðfélaga,“ segir Eva Hlín Dereksdóttir, stjórnarformaður Lífsverks, í tilkynningu. „Niðurstaðan staðfestir að sjóðfélagar sjá tækifærin í sameiningunni og vilja að við nýtum stærðarhagkvæmni til að skapa þeim traust lífeyrisréttindi til framtíðar.“ Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður Almenna, tekur í sama streng. „Við erum mjög glöð með þessa niðurstöðu og þakklát fyrir stuðning sjóðfélaga. Með sameiningunni er stigið mikilvægt skref í átt að sterkari, skilvirkari og samkeppnishæfari lífeyrissjóði.“ Yfir áttatíu prósent hliðhollir Stjórnarformaður nýja sjóðsins verður áðurnefnd Eva Hlín og Sigríður varaformaður. Framkvæmdastjóri verður Gunnar Baldvinsson og skrifstofa sjóðsins til húsa að Dalvegi 30 í Kópavogi. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Kosið var um sameininguna í rafrænum kosningum og var metþátttaka hjá báðum sjóðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum hafi 1.605 sjóðfélagar greitt atkvæði og 87% samþykkt tillöguna. Hjá Lífsverki hafi svo 81% samþykkt og 929 greitt atkvæði. Nái aftur til ársins 1955 Sameinaði sjóðurinn á sér langar rætur og verður samsettur úr átta lífeyrissjóðum sem hafa runnið saman í gegnum tíðina, að sögn stjórnenda. Elstur þeirra sé Lífeyrissjóður verkfræðinga sem varð síðar Lífsverk og hann fengið starfsleyfi 29. apríl 1955. Elstur forvera Almenna lífeyrissjóðsins sé Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands sem hafi verið stofnaður 4. maí 1965. Aðrir lífeyrissjóðir sem hafi sameinast í Almenna – Lífsverk séu: ALVÍB, Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Lækna, og Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF. Lífeyrissjóðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Gangi það eftir verður til fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir upp á um 700 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðunum tveimur en sameinaður sjóður á að bera nafnið Almenni – Lífsverk, lífeyrissjóður og taka til starfa 1. janúar 2026. Vilja nýta stærðarhagkvæmni „Við erum þakklát fyrir góða þátttöku í kosningunum og traust sjóðfélaga,“ segir Eva Hlín Dereksdóttir, stjórnarformaður Lífsverks, í tilkynningu. „Niðurstaðan staðfestir að sjóðfélagar sjá tækifærin í sameiningunni og vilja að við nýtum stærðarhagkvæmni til að skapa þeim traust lífeyrisréttindi til framtíðar.“ Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður Almenna, tekur í sama streng. „Við erum mjög glöð með þessa niðurstöðu og þakklát fyrir stuðning sjóðfélaga. Með sameiningunni er stigið mikilvægt skref í átt að sterkari, skilvirkari og samkeppnishæfari lífeyrissjóði.“ Yfir áttatíu prósent hliðhollir Stjórnarformaður nýja sjóðsins verður áðurnefnd Eva Hlín og Sigríður varaformaður. Framkvæmdastjóri verður Gunnar Baldvinsson og skrifstofa sjóðsins til húsa að Dalvegi 30 í Kópavogi. Lífsverk er í dag til húsa í Kauphallarhúsinu við Laugaveg í Reykjavík. Kosið var um sameininguna í rafrænum kosningum og var metþátttaka hjá báðum sjóðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum hafi 1.605 sjóðfélagar greitt atkvæði og 87% samþykkt tillöguna. Hjá Lífsverki hafi svo 81% samþykkt og 929 greitt atkvæði. Nái aftur til ársins 1955 Sameinaði sjóðurinn á sér langar rætur og verður samsettur úr átta lífeyrissjóðum sem hafa runnið saman í gegnum tíðina, að sögn stjórnenda. Elstur þeirra sé Lífeyrissjóður verkfræðinga sem varð síðar Lífsverk og hann fengið starfsleyfi 29. apríl 1955. Elstur forvera Almenna lífeyrissjóðsins sé Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands sem hafi verið stofnaður 4. maí 1965. Aðrir lífeyrissjóðir sem hafi sameinast í Almenna – Lífsverk séu: ALVÍB, Lífeyrissjóður arkitekta, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna, Lífeyrissjóður FÍH, Lífeyrissjóður Lækna, og Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF.
Lífeyrissjóðir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira