Innlent

Leið­beinandinn á­kærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar

Árni Sæberg skrifar
Sérfræðingar frá skóla- og frístundasviði hafa aðstoðað starfsfólk Múlaborgar frá því að málið kom upp.
Sérfræðingar frá skóla- og frístundasviði hafa aðstoðað starfsfólk Múlaborgar frá því að málið kom upp. Vísir/Anton Brink

Starfsmaður leikskólans Múlaborgar sætir ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið grunaður um brot gegn fleiri en tíu börnum.

Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn sé ákærður fyrir að hafa tvisvar sinnum á árinu 2025 á leikskólanum haft önnur kynferðismök en samræði við stúlku. 

Hann hafi misnotaði freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni, brugðist trausti hennar og trúnaði sem starfsmaður leikskólans og í annað skiptið jafnframt notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum svefndrunga.

Þá segir í ákærunni að fyrir hönd stúlkunnar sé maðurinn krafinn um miskabætur að fjárhæð sjö milljóna króna.

Ákæra á hendur manninum var þingfest í morgun. Þinghöld í málinu eru háð fyrir luktum dyrum og því liggur afstaða hans til sakarefnis ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×