„Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2025 10:41 Diljá Mist furðar sig á viðhorfum ungra Miðflokkskvenna um konur og undrast að Þórarinn jánki þegjandi þegar gestir hans viðra forneskjulegar hugmyndir um frjósemisár og kveneðli. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét hlaðvarpsstjórnandann Þórarin Hjartarson heyra það fyrir að sitja þegjandi undir úreldu tali um að konur væru að eyða bestu árum sínum í skyndikynni og að afneita sínu kveneðli. Viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum væru eins og aftur úr fornöld og hvatti hún þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Diljá Mist var nýjasti gestur Þórarins í hlaðvarpi hans, Einni pælingu. Þau ræddu þar um kulnun, sveitastjórnarkosningar í vor, útlendingamál og kvenréttindi. Þórarinn spurði Diljá hvers vegna ungar konur væru orðnar svona spenntar fyrir Miðflokknum. Nefndi hann í því samhengi Hlédísi Maren Guðmundsdóttur félagsfræðing sem hefur gert sig gildandi í umræðunni, sagt að feðraveldið orsaki ekki kynbundið ofbeldi og notað frasann gellupólitík um sýndarsamstöðu kvenna um „baráttulausan femínisma“. „Ég held það sé aðeins uppblásið,“ sagði Diljá um fylgi kvenna við Miðflokkinn. „Þegar ung íhaldskona eins og ég er farin að fá hroll yfir málflutningi ungra kvenna sem kenna sig við Miðflokkinn þá held ég að það sé gott að þú nefnir það.“ Diljá lét Þórarin síðan heyra það vegna afstöðuleysis hans í samræðum við fyrri gesti hans þar sem rætt var um barneignir kvenna og eðli þeirra. Diljá gagnrýndi Þórarinn fyrir að sitja jánkandi undir fornri umræðu um kvenréttindi.Vísir/Vilhelm „Mér hefur nú þótt sumt sem hefur komið úr þessari átt hljóma bara eins og Halim Al að tala. Þegar það er verið að tala um það að konur séu að eyða sínum mikilvægustu frjósemisárum í skyndikynni. Þegar það er verið að tala um það að lækkun barneignatíðni megi rekja til þess að konur séu að afneita sínu kveneðli. Ég fæ bara raunverulega gæsahúð, bara óþægindatilfinningu,“ sagði Diljá. „Eins og talað úr mínum munni,“ svaraði Þórarinn og flissuðu þau bæði. „Tóti, ég var að fara að koma að þér. Því ég hef hlustað á þig sitja undir þessari orðræðu kinkandi kolli og ég hef hugsað: „Djöfull mun Tóti fá að finna fyrir því“,“ sagði Diljá þá. „Djöfull ætla ég að taka á honum,“ bætti Tóti við. Þórarinn er með hlaðvarpið Eina Pælingu.Vísir/Anton Brink „Nei, konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta. Þetta hljóta að vera þrjár vikur heima. Situr þú þarna undir þessu ótrúlega furðutali og bara: „Nákvæmlega, konurnar aftur heim“,“ sagði Diljá. „Ég bara les ekki í það þannig. Þegar ég er með viðmælendur þá er ég eiginlega alltaf kinkandi kolli út af því ég er að pæla í því sem þeir eru að segja,“ svaraði Þórarinn. Viðhorf aftur úr fornöld Diljá sagði hann eiga að skammast sín að sitja þegjandi undir slíkum málflutningi. Hún viðurkenndi sjálf að hafa í gegnum tíðina hrist höfuðið yfir „reiðum vinstrikonum“ og Höllu Gunnnarsdóttur sem vildi banna g-strengi. Önnur hlið á þeim teningi væri komin fram. „Nú finnst mér ég vera komin með klofning af einhverjum Framsóknarkonum sem eru bara að fara aftur til fornaldar með einhver viðhorf um það að konur eigi að nýta betur sín bestu frjósemisár,“ sagði Diljá. Hún velti því fyrir sér hvort konur sem töluðu svona hefðu reynslu af því að vera ungar konur með börn. Diljá hvetur ungar Miðflokkskonur til að víkka sjóndeildarhringinn.Vísir/Vilhelm „Það er búið að berjast fyrir þessum réttindum fyrir okkur, meðal annars með því að tryggja dagvistun barna og fæðingarorlofsréttindi. Þetta hefur verið mikið hugðarefni kvenna síðustu áratugi og við höfum náð ákveðnum stað. En hvað hefur síðan klikkað?“ sagði Diljá. Hún nefndi að karlar hefðu ekki stígið nægilega upp á heimilinu til að létta þar undir konum. Einnig nefndi hún breytta stöðu hjá ömmum og öfum sem hafi í gegnum tíðina sinnt barnapössun. Taldi Diljá að ræða mætti málin miklu betur en það væri enginn skortur á skömmum og skilaboðum til ungra kvenna um að þær ættu að vera meira með börnum sínum. „Ég hvet ungar konur sem kenna sig við Miðflokkinn til þess að víkka sjóndeildarhringinn í þessum efnum og kynna sér þetta betur,“ sagði Diljá svo. „Ég vissi ekki að ég væri kominn með Þorstein V í settið,“ sagði Þórarinn þá og vísaði í kynjafræðinginn Þorstein V. Einarsson. Jafnréttismál Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Segist ganga í söfnuð Votta Jehóva til að losna við jólaundirbúning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Diljá Mist var nýjasti gestur Þórarins í hlaðvarpi hans, Einni pælingu. Þau ræddu þar um kulnun, sveitastjórnarkosningar í vor, útlendingamál og kvenréttindi. Þórarinn spurði Diljá hvers vegna ungar konur væru orðnar svona spenntar fyrir Miðflokknum. Nefndi hann í því samhengi Hlédísi Maren Guðmundsdóttur félagsfræðing sem hefur gert sig gildandi í umræðunni, sagt að feðraveldið orsaki ekki kynbundið ofbeldi og notað frasann gellupólitík um sýndarsamstöðu kvenna um „baráttulausan femínisma“. „Ég held það sé aðeins uppblásið,“ sagði Diljá um fylgi kvenna við Miðflokkinn. „Þegar ung íhaldskona eins og ég er farin að fá hroll yfir málflutningi ungra kvenna sem kenna sig við Miðflokkinn þá held ég að það sé gott að þú nefnir það.“ Diljá lét Þórarin síðan heyra það vegna afstöðuleysis hans í samræðum við fyrri gesti hans þar sem rætt var um barneignir kvenna og eðli þeirra. Diljá gagnrýndi Þórarinn fyrir að sitja jánkandi undir fornri umræðu um kvenréttindi.Vísir/Vilhelm „Mér hefur nú þótt sumt sem hefur komið úr þessari átt hljóma bara eins og Halim Al að tala. Þegar það er verið að tala um það að konur séu að eyða sínum mikilvægustu frjósemisárum í skyndikynni. Þegar það er verið að tala um það að lækkun barneignatíðni megi rekja til þess að konur séu að afneita sínu kveneðli. Ég fæ bara raunverulega gæsahúð, bara óþægindatilfinningu,“ sagði Diljá. „Eins og talað úr mínum munni,“ svaraði Þórarinn og flissuðu þau bæði. „Tóti, ég var að fara að koma að þér. Því ég hef hlustað á þig sitja undir þessari orðræðu kinkandi kolli og ég hef hugsað: „Djöfull mun Tóti fá að finna fyrir því“,“ sagði Diljá þá. „Djöfull ætla ég að taka á honum,“ bætti Tóti við. Þórarinn er með hlaðvarpið Eina Pælingu.Vísir/Anton Brink „Nei, konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta. Þetta hljóta að vera þrjár vikur heima. Situr þú þarna undir þessu ótrúlega furðutali og bara: „Nákvæmlega, konurnar aftur heim“,“ sagði Diljá. „Ég bara les ekki í það þannig. Þegar ég er með viðmælendur þá er ég eiginlega alltaf kinkandi kolli út af því ég er að pæla í því sem þeir eru að segja,“ svaraði Þórarinn. Viðhorf aftur úr fornöld Diljá sagði hann eiga að skammast sín að sitja þegjandi undir slíkum málflutningi. Hún viðurkenndi sjálf að hafa í gegnum tíðina hrist höfuðið yfir „reiðum vinstrikonum“ og Höllu Gunnnarsdóttur sem vildi banna g-strengi. Önnur hlið á þeim teningi væri komin fram. „Nú finnst mér ég vera komin með klofning af einhverjum Framsóknarkonum sem eru bara að fara aftur til fornaldar með einhver viðhorf um það að konur eigi að nýta betur sín bestu frjósemisár,“ sagði Diljá. Hún velti því fyrir sér hvort konur sem töluðu svona hefðu reynslu af því að vera ungar konur með börn. Diljá hvetur ungar Miðflokkskonur til að víkka sjóndeildarhringinn.Vísir/Vilhelm „Það er búið að berjast fyrir þessum réttindum fyrir okkur, meðal annars með því að tryggja dagvistun barna og fæðingarorlofsréttindi. Þetta hefur verið mikið hugðarefni kvenna síðustu áratugi og við höfum náð ákveðnum stað. En hvað hefur síðan klikkað?“ sagði Diljá. Hún nefndi að karlar hefðu ekki stígið nægilega upp á heimilinu til að létta þar undir konum. Einnig nefndi hún breytta stöðu hjá ömmum og öfum sem hafi í gegnum tíðina sinnt barnapössun. Taldi Diljá að ræða mætti málin miklu betur en það væri enginn skortur á skömmum og skilaboðum til ungra kvenna um að þær ættu að vera meira með börnum sínum. „Ég hvet ungar konur sem kenna sig við Miðflokkinn til þess að víkka sjóndeildarhringinn í þessum efnum og kynna sér þetta betur,“ sagði Diljá svo. „Ég vissi ekki að ég væri kominn með Þorstein V í settið,“ sagði Þórarinn þá og vísaði í kynjafræðinginn Þorstein V. Einarsson.
Jafnréttismál Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Segist ganga í söfnuð Votta Jehóva til að losna við jólaundirbúning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira