Hafa uppgötvað djöflabýflugu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 14:03 Tegundin er nokkuð einstök í útliti. Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað nýja tegund býflugna sem er með lítil horn. Tegundin hefur fengið djöfullegt nafn, Lúsífer. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en þar kemur fram að innfædda býflugan hafi verið uppgötvuð af vísindamönnum þegar þeir skoðuðu sjaldgæft villiblóm sem vex aðeins á Bremer-svæðinu í Goldfields-héraði í vesturhluta Ástralíu, 470 kílómetra austur af Perth. Mjög sérkennileg og áberandi horn býflugunnar er aðeins að finna á kvendýrum býflugunnar. Vísindamenn velta enn vöngum yfir því til hvers þau eru en getgátur eru uppi um að þau geti notað þau til að verja sig eða til þess að safna frjókornum, blómasafa eða trjákvoðu. Meginrannsakandi tegundarinnar segist hafa fengið innblástur að nafni býflugunnar frá Netflix. Hún hafi verið að horfa á samnefnda seríu á þeim tíma. Um er að ræða fyrstu nýju tegundina sem fundist hefur á svæðinu í tuttugu ár. „Kvenbýflugan var með þessi ótrúlegu litlu horn í andlitinu,“ segir vísindamaðurinn dr. Kit Prendergast frá Curtin-háskóla. „Þegar ég var að skrifa lýsinguna á nýju tegundinni horfði ég á Netflix-þáttinn Lucifer á sama tíma og nafnið passaði bara fullkomlega. Ég er líka mikill aðdáandi Netflix-persónunnar Lucifer svo þetta var augljóst mál.“ Það er þó einungis kvenflugan sem ber hornin. Hún segir merkið einnig nefna ljósbera á latínu og henti því prýðilega sem vísun til mikilvægis þess að varpa ljósi á aðstæður býflugna og þörfina til að vernda þær og auka skilning á því hvernig plöntur í útrýmingarhættu eru frjóvgaðar. Í skýrslu um tegundina, sem birtist í Journal of Hymenoptera Research, var einnig kallað eftir því að svæðið þar sem nýja býflugnategundin og sjaldgæf villiblóm fundust, og svæðið í kring, yrði „formlega friðlýst og skráð sem verndarsvæði sem ekki má ryðja.“ „Þar sem nýja tegundin fannst á sama litla svæði og villiblómið sem er í útrýmingarhættu gætu báðar tegundir verið í hættu vegna rasks á búsvæðum og annarra ógnandi ferla eins og loftslagsbreytinga,“ segir hún og bætir við að mörg námuvinnslufyrirtæki taki ekki innlendar býflugur með í reikninginn þegar þau meta umhverfisáhrif starfsemi sinnar. „Þannig að við gætum verið að missa af óuppgötvuðum tegundum, þar á meðal þeim sem gegna mikilvægu hlutverki við að styðja við plöntur og vistkerfi í útrýmingarhættu. Án þess að vita hvaða innlendu býflugur eru til og á hvaða plöntum þær eru háðar, eigum við á hættu að tapa báðum áður en við gerum okkur grein fyrir að þær séu til staðar.“ Dýr Ástralía Skordýr Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en þar kemur fram að innfædda býflugan hafi verið uppgötvuð af vísindamönnum þegar þeir skoðuðu sjaldgæft villiblóm sem vex aðeins á Bremer-svæðinu í Goldfields-héraði í vesturhluta Ástralíu, 470 kílómetra austur af Perth. Mjög sérkennileg og áberandi horn býflugunnar er aðeins að finna á kvendýrum býflugunnar. Vísindamenn velta enn vöngum yfir því til hvers þau eru en getgátur eru uppi um að þau geti notað þau til að verja sig eða til þess að safna frjókornum, blómasafa eða trjákvoðu. Meginrannsakandi tegundarinnar segist hafa fengið innblástur að nafni býflugunnar frá Netflix. Hún hafi verið að horfa á samnefnda seríu á þeim tíma. Um er að ræða fyrstu nýju tegundina sem fundist hefur á svæðinu í tuttugu ár. „Kvenbýflugan var með þessi ótrúlegu litlu horn í andlitinu,“ segir vísindamaðurinn dr. Kit Prendergast frá Curtin-háskóla. „Þegar ég var að skrifa lýsinguna á nýju tegundinni horfði ég á Netflix-þáttinn Lucifer á sama tíma og nafnið passaði bara fullkomlega. Ég er líka mikill aðdáandi Netflix-persónunnar Lucifer svo þetta var augljóst mál.“ Það er þó einungis kvenflugan sem ber hornin. Hún segir merkið einnig nefna ljósbera á latínu og henti því prýðilega sem vísun til mikilvægis þess að varpa ljósi á aðstæður býflugna og þörfina til að vernda þær og auka skilning á því hvernig plöntur í útrýmingarhættu eru frjóvgaðar. Í skýrslu um tegundina, sem birtist í Journal of Hymenoptera Research, var einnig kallað eftir því að svæðið þar sem nýja býflugnategundin og sjaldgæf villiblóm fundust, og svæðið í kring, yrði „formlega friðlýst og skráð sem verndarsvæði sem ekki má ryðja.“ „Þar sem nýja tegundin fannst á sama litla svæði og villiblómið sem er í útrýmingarhættu gætu báðar tegundir verið í hættu vegna rasks á búsvæðum og annarra ógnandi ferla eins og loftslagsbreytinga,“ segir hún og bætir við að mörg námuvinnslufyrirtæki taki ekki innlendar býflugur með í reikninginn þegar þau meta umhverfisáhrif starfsemi sinnar. „Þannig að við gætum verið að missa af óuppgötvuðum tegundum, þar á meðal þeim sem gegna mikilvægu hlutverki við að styðja við plöntur og vistkerfi í útrýmingarhættu. Án þess að vita hvaða innlendu býflugur eru til og á hvaða plöntum þær eru háðar, eigum við á hættu að tapa báðum áður en við gerum okkur grein fyrir að þær séu til staðar.“
Dýr Ástralía Skordýr Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira