Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 10:31 John Elkann, forseti Ferrari, vill að sínir ökumenn fari að einbeita sér meira að akstrinum. Getty/David Davies Lewis Hamilton og Charles Leclerc hafa verið yfirlýsingaglaðir í viðtölum og svo virðist vera sem yfirmaður þeirra sé orðinn þreyttur á því. John Elkann, forseti Ferrari, hefur beðið ökumenn Formúlu 1-liðsins, þá Hamilton og Leclerc, um að einbeita sér meira að því að keyra bílinn en að tala. Yfirlýsingar Elkanns koma í kjölfar hræðilegrar helgar hjá liðinu. Hvorugur bíllinn náði að ljúka kappakstrinum í Brasilíu. Elkann segist vilja að Hamilton og Leclerc einbeiti sér nú að þeim þremur keppnishelgum sem eftir eru af vonbrigðatímabilinu 2025. 🚨 | John Elkann: “We need drivers who think more about Ferrari and less about themselves.” pic.twitter.com/nRvayc0C8i— La Gazzetta Ferrari (@GazzettaFerrari) November 10, 2025 „Það er algjörlega nauðsynlegt að ökumenn okkar einbeiti sér að akstrinum og tali minna. Það eru enn mikilvægar keppnir eftir og það er ekki ómögulegt að ná öðru sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða,“ sagði Elkann. Elkann lét þessi orð falla á styrktarsamkomu fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Mílanó og Cortina á næsta ári. Elkann mun enn fremur hafa bent á að Ferrari njóti velgengni á öðrum sviðum svo lengi sem unnið er sem lið, eins og hann orðaði það. „Við þurfum ökumenn sem hugsa ekki um sjálfa sig, heldur um Ferrari,“ sagði Elkann. Ferrari er nú í fjórða sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða í Formúlu 1. Næsta keppni er í Las Vegas. I back my team. I back myself. I will not give up. Not now, not then, not ever. Thank you, Brazil, always 🇧🇷 pic.twitter.com/bU4gAdCOb4— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 10, 2025 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
John Elkann, forseti Ferrari, hefur beðið ökumenn Formúlu 1-liðsins, þá Hamilton og Leclerc, um að einbeita sér meira að því að keyra bílinn en að tala. Yfirlýsingar Elkanns koma í kjölfar hræðilegrar helgar hjá liðinu. Hvorugur bíllinn náði að ljúka kappakstrinum í Brasilíu. Elkann segist vilja að Hamilton og Leclerc einbeiti sér nú að þeim þremur keppnishelgum sem eftir eru af vonbrigðatímabilinu 2025. 🚨 | John Elkann: “We need drivers who think more about Ferrari and less about themselves.” pic.twitter.com/nRvayc0C8i— La Gazzetta Ferrari (@GazzettaFerrari) November 10, 2025 „Það er algjörlega nauðsynlegt að ökumenn okkar einbeiti sér að akstrinum og tali minna. Það eru enn mikilvægar keppnir eftir og það er ekki ómögulegt að ná öðru sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða,“ sagði Elkann. Elkann lét þessi orð falla á styrktarsamkomu fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Mílanó og Cortina á næsta ári. Elkann mun enn fremur hafa bent á að Ferrari njóti velgengni á öðrum sviðum svo lengi sem unnið er sem lið, eins og hann orðaði það. „Við þurfum ökumenn sem hugsa ekki um sjálfa sig, heldur um Ferrari,“ sagði Elkann. Ferrari er nú í fjórða sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða í Formúlu 1. Næsta keppni er í Las Vegas. I back my team. I back myself. I will not give up. Not now, not then, not ever. Thank you, Brazil, always 🇧🇷 pic.twitter.com/bU4gAdCOb4— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 10, 2025
Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira