Kim féll Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. nóvember 2025 15:48 Kim ætlar sér að ná lögmannsréttindum sama hvað hún þarf oft að þreyta prófið. Getty Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum. Kim greindi frá því á Instagram-hringrás sinni um helgina að hún hefði fallið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníu sem hún tók síðastliðinn júlí. Hún hyggst reyna við það aftur. „Ég held áfram á fullu þar til ég næ prófinu. Ég ætla ekki að stytta mér leið eða gefast upp – bara halda áfram að læra og leggja hart að mér,“ sagði Kim. Sjá einnig: Kim náði lögfræðiprófinu í fjórðu tilraun Hún þakkaði öllum sem höfðu hvatt hana áfram síðustu ár og sagði niðurstöðuna einungis frekari hvatningu til dáða. „Ég var svo nálægt því að ná prófinu og það hvetur mig bara áfram,“ sagði hún jafnframt í myndbandinu og stefnir greinilega ótrauð áfram. Þekkir það að falla Lögmannsréttindum í Bandaríkjunum er háttað þannig að maður þarf að þreyta próf í hverju ríki fyrir sig til að geta starfað þar sem lögmaður. Próf í Kaliforníu þykir með þeim erfiðari, sem dæmi náðu aðeins 53.8 prósent þeirra sem tóku prófið í júlí 2024, sem var síðasta próf á undan þessu. Kim mun ekki geta reynt aftur við prófið fyrr en í febrúar 2026 og þar á eftir í júlí 2026. Niðurstöðurnar eru síðan birtar þremur mánuðum síðar, maí og nóvember. Þetta er í fyrsta skiptið sem Kim tekur prófið en hún náði svokölluðu „baby bar“-prófi, sem er í raun próf laganema á fyrsta ári, árið 2021 eftir að hafa fallið á því þrisvar á tveimur árum. Hún lauk síðan lögfræðinámi sínu í maí á þessu ári eftir sex ára nám. Hún fylgdi þar í fótspor föður síns, stjörnulögfræðingsins Robert Kardashian, sem er þekktastur fyrir að hafa verið lögmaður OJ Simpson í frægu dómsmáli hans. Fyrir utan lögfræðinámið leikur Kim um þessar mundir lögfræðinginn Allura Grant í sjónvarpsþáttunum All's Fair. Þættirnir voru nýverið sýndir á Disney+ og hafa fengið hörmungardóma hjá gagnrýnendum. Lögmennska Raunveruleikaþættir Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06 Kim féll á prófinu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi. 28. maí 2021 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Kim greindi frá því á Instagram-hringrás sinni um helgina að hún hefði fallið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníu sem hún tók síðastliðinn júlí. Hún hyggst reyna við það aftur. „Ég held áfram á fullu þar til ég næ prófinu. Ég ætla ekki að stytta mér leið eða gefast upp – bara halda áfram að læra og leggja hart að mér,“ sagði Kim. Sjá einnig: Kim náði lögfræðiprófinu í fjórðu tilraun Hún þakkaði öllum sem höfðu hvatt hana áfram síðustu ár og sagði niðurstöðuna einungis frekari hvatningu til dáða. „Ég var svo nálægt því að ná prófinu og það hvetur mig bara áfram,“ sagði hún jafnframt í myndbandinu og stefnir greinilega ótrauð áfram. Þekkir það að falla Lögmannsréttindum í Bandaríkjunum er háttað þannig að maður þarf að þreyta próf í hverju ríki fyrir sig til að geta starfað þar sem lögmaður. Próf í Kaliforníu þykir með þeim erfiðari, sem dæmi náðu aðeins 53.8 prósent þeirra sem tóku prófið í júlí 2024, sem var síðasta próf á undan þessu. Kim mun ekki geta reynt aftur við prófið fyrr en í febrúar 2026 og þar á eftir í júlí 2026. Niðurstöðurnar eru síðan birtar þremur mánuðum síðar, maí og nóvember. Þetta er í fyrsta skiptið sem Kim tekur prófið en hún náði svokölluðu „baby bar“-prófi, sem er í raun próf laganema á fyrsta ári, árið 2021 eftir að hafa fallið á því þrisvar á tveimur árum. Hún lauk síðan lögfræðinámi sínu í maí á þessu ári eftir sex ára nám. Hún fylgdi þar í fótspor föður síns, stjörnulögfræðingsins Robert Kardashian, sem er þekktastur fyrir að hafa verið lögmaður OJ Simpson í frægu dómsmáli hans. Fyrir utan lögfræðinámið leikur Kim um þessar mundir lögfræðinginn Allura Grant í sjónvarpsþáttunum All's Fair. Þættirnir voru nýverið sýndir á Disney+ og hafa fengið hörmungardóma hjá gagnrýnendum.
Lögmennska Raunveruleikaþættir Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06 Kim féll á prófinu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi. 28. maí 2021 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Losnar úr fangelsi eftir að Kim Kardashian talaði máli hennar við Trump Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mildað lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson og mun hún losna úr fangelsi fljótlega. 6. júní 2018 18:06
Kim féll á prófinu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið í lögfræðinámi undanfarið ár en á dögunum greindi hún frá því í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashian að hún hefði fallið á lögfræðiprófi sem gæfi henni ákveðin réttindi. 28. maí 2021 12:30