Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar 8. nóvember 2025 13:31 Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun