Lífið

Lauf­ey til­nefnd til Grammy-verðlauna

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þetta er í annað skipti sem Laufey hlýtur tilnefningu til Grammy-verðlauna.
Þetta er í annað skipti sem Laufey hlýtur tilnefningu til Grammy-verðlauna. Getty

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki heðfbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína A Matter of Time. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börbru Streisand.

Greint var frá tilnefningum til Grammy-verðlaunanna á næsta ári fyrr í dag. Verðlaunin eru veitt af hagsmunasamtökum tónlistarfólks í Bandaríkjunum og eru þau virtustu sinnar tegundar á heimsvísu. Kendrick Lamar hlaut flestar tilnefningar þetta árið en Lady Gaga, Bad Bunny og Sabrina Carpenter eru fylgja fast á eftir honum.

Laufey Lín er tilnefnd í flokki hefðbundinnar popptónlistar en í þeim flokki hlaut hún Grammy-verðlaun árið 2024 fyrir breiðskífu sína Bewitched. Þá var samkeppni hennar lítið síðri en hún hreppti verðlaunin fram yfir Bruce Springsteen, Rickie Lee Jones og Pentatonix.

Fyrir næstu verðlaunaafhendingu eru líkt og fyrr segir sannkallaðar goðsagnir tilnefndar. Elton John er tilnefndur fyrir plötu sína Who Believes in Angels? Lady Gaga er tilnefnd fyrir plötu sína Harlequin og Barbra Streisand er tilnefnd fyrir plötuna The Secret of Life: Partners, Volume 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.