Lífið

Hélt að allir væru ætt­leiddir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Simone Biles er sigursælasta fimleikakona sögunnar.
Simone Biles er sigursælasta fimleikakona sögunnar. Photo by Naomi Baker/Getty Images)

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er óhrædd við að hleypa fylgjendum sínum inn í líf sitt. Í nýlegu TikTok-myndbandi deildi hún nokkrum persónulegum upplýsingum um sjálfa sig sem líklega fæstir vita.

Þar á meðal sagði Biles frá þeim fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir.

„Ég hef farið í þrjár fegrunaraðgerðir, og þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra,“ sagði hún í myndbandinu. Simone staðfesti að hún hefði farið í brjóstastækkun, sem flestir fylgjendur hennar vissu nú þegar af. Auk þess hefur hún gengist undir aðgerð á eyrnasneplum og á augnlokum.

Í myndbandinu nefndi hún einnig að hún horfði nánast aldrei á bíómyndir sem barn og hafi því ekki enn séð klassískar myndir á borð við Galdrakarlinn OZ, The Notebook eða Forrest Gump.

Þá sagði hún frá því að þegar hún var lítil hafi hún verið sannfærð um að allt fólk væri ættleitt, þar sem bæði hún og systir hennar eru ættleiddar.

Biles nefndi einnig að fimleikar hafi verið hennar fyrsta og eina íþrótt sem hún hefur stundað.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

@simonebilesowens

take your guesses 👀

♬ original sound - Simone Biles





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.