Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Byggðamál Sæunn Gísladóttir Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar