„Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2025 15:23 Íris E. Gísladóttir og Sigurður Gunnar Magnússon, tveir af stofnendum Evolytes. vísir/sigurjón Stóra stærðfræðikeppnin hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn framtaksins þorðu að vona. Krakkar um allt land hafa svarað tugi þúsunda stærðfræðidæma. Fréttastofa kíkti í heimsókn í Ísaksskóla þar sem það var svo sannarlega leikur að læra. Keppnin hófst í dag og fer þannig fram að krakkar efla stærðfræðikunnáttu sína með því að keppa í tölvuleik, svo virðist sem leikurinn hafi slegið í gegn en búið er að leysa hátt í 60 þúsund dæmi það sem af er degi. Í leiknum safna spilendur sérstökum dýrum sem stökkbreytast og keppa með stærðfræðina að vopni.vísir/sigurjón Keppnin er á vegum Evolytes og Andvara farsældarhraðalls og stendur yfir næstu 40 daga. Um níu þúsund nemendur úr 149 skólum taka þátt í keppninni. Þrír bestu skólarnir frá verðlaun þegar keppninni lýkur loks. Eins og leikar standa leiðir Hvassaleitisskóli listann en þar hefur að meðaltali hver nemandi svarað 90 dæmum á fyrsta degi keppninnar. Í Ísaksskóla voru krakkar límdir við skjáinn en samtal við þau og stofnendur Evolyte er hægt að sjá hér fyrir neðan. „Evolytes er bara leikur sem gerir mann geðveikt frábæran í stærðfræði. Við leggjum af stað í alls konar skemmtileg ævintýri sem ein af fjórum sögupersónum sem við getum valið okkar að spila og kynnumst alls konar margslungnum og skemmtilegum dýrum. Þau elska að keppa í stærðfræði og ef við gefum þeim nóg að borða og leikum við þau þá stökkbreytast þau líka,“ sagði Sigurður Gunnar Magnússon, einn stofnenda Evolytes. „Þau eru mjög æst í stærðfræði og við teljum þetta vera mjög jákvætt. Meira að segja erum við búin að sýna fram á það að þau sem hafa mjög neikvætt viðhorf fá áhuga á sex til tíu vikum,“ sagði Íris E. Gísladóttir, einn stofnenda Evolytes. Nemendur í Ísaksskóla hæstánægðir.vísir/sigurjón Framtakið hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn leiksins þorðu að vona. „Þetta fór algjörlega fram úr okkar björtustu vonum. Þau eru búin að ná í fyrstu sameiginlegu verðlaunin sem að krakkar geta safnað fyrir og við héldum í fyrsta lagi að það gæti gerst á morgun. Það var pínu svona óðagot uppi á skrifstofu að reyna að bæta við. Við þurfum greinilega að hafa fleiri verðlaun fyrir þau, greinilega,“ sagði Íris. Er leikur að læra? „Svo sannarlega!“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Keppnin hófst í dag og fer þannig fram að krakkar efla stærðfræðikunnáttu sína með því að keppa í tölvuleik, svo virðist sem leikurinn hafi slegið í gegn en búið er að leysa hátt í 60 þúsund dæmi það sem af er degi. Í leiknum safna spilendur sérstökum dýrum sem stökkbreytast og keppa með stærðfræðina að vopni.vísir/sigurjón Keppnin er á vegum Evolytes og Andvara farsældarhraðalls og stendur yfir næstu 40 daga. Um níu þúsund nemendur úr 149 skólum taka þátt í keppninni. Þrír bestu skólarnir frá verðlaun þegar keppninni lýkur loks. Eins og leikar standa leiðir Hvassaleitisskóli listann en þar hefur að meðaltali hver nemandi svarað 90 dæmum á fyrsta degi keppninnar. Í Ísaksskóla voru krakkar límdir við skjáinn en samtal við þau og stofnendur Evolyte er hægt að sjá hér fyrir neðan. „Evolytes er bara leikur sem gerir mann geðveikt frábæran í stærðfræði. Við leggjum af stað í alls konar skemmtileg ævintýri sem ein af fjórum sögupersónum sem við getum valið okkar að spila og kynnumst alls konar margslungnum og skemmtilegum dýrum. Þau elska að keppa í stærðfræði og ef við gefum þeim nóg að borða og leikum við þau þá stökkbreytast þau líka,“ sagði Sigurður Gunnar Magnússon, einn stofnenda Evolytes. „Þau eru mjög æst í stærðfræði og við teljum þetta vera mjög jákvætt. Meira að segja erum við búin að sýna fram á það að þau sem hafa mjög neikvætt viðhorf fá áhuga á sex til tíu vikum,“ sagði Íris E. Gísladóttir, einn stofnenda Evolytes. Nemendur í Ísaksskóla hæstánægðir.vísir/sigurjón Framtakið hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn leiksins þorðu að vona. „Þetta fór algjörlega fram úr okkar björtustu vonum. Þau eru búin að ná í fyrstu sameiginlegu verðlaunin sem að krakkar geta safnað fyrir og við héldum í fyrsta lagi að það gæti gerst á morgun. Það var pínu svona óðagot uppi á skrifstofu að reyna að bæta við. Við þurfum greinilega að hafa fleiri verðlaun fyrir þau, greinilega,“ sagði Íris. Er leikur að læra? „Svo sannarlega!“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira