Körfubolti

Ó­líkar niður­stöður hjá lands­liðsmönnunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu.
Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/Hulda Margrét

Martin Hermannsson nældi í sigur með sínu mönnum í Alba Berlín á meðan Jón Axel Guðmundsson mátti þola tap á Spáni.

Martin hefur oft látið meira fyrir sér fara en hefði verið óþarfi í dag þar sem Alba Berlín vann þægilegan útisigur á Bonn, lokatölur 70-84.Martin skoraði níu stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst.

Alba Berlín er í 7. sæti með þrjá sigra eftir fimm leiki.

Jón Axel átti ágætis leik þegar hans menn í San Pablo Burgos lágu gegn stórliði Valencia, lokatölur 100-82 heimamönnum Valencia í vil. Jón Axel var venju samkvæmt í byrjunarliðinu. Skoraði hann átta stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fjögur fráköst.

San Pablo hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í harðri fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×