„Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. nóvember 2025 19:01 Hermann Hreiðarsson er nýr þjálfari Vals og var tekinn tali á Hlíðarenda. Vísir/Bjarni „Stórkostlegt. Ég er hrikalega spenntur,“ segir Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, um nýja starfið. Hann skrifaði undir þriggja ára samning á Hlíðarenda í dag. „Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira