„Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. nóvember 2025 19:01 Hermann Hreiðarsson er nýr þjálfari Vals og var tekinn tali á Hlíðarenda. Vísir/Bjarni „Stórkostlegt. Ég er hrikalega spenntur,“ segir Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, um nýja starfið. Hann skrifaði undir þriggja ára samning á Hlíðarenda í dag. „Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
„Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira