Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Árni Sæberg skrifar 30. október 2025 09:13 Reiknuð húsaleiga hækkaði talsvert milli mánaða. Vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september. Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Áhrif af gjaldþroti Play koma að litlu leyti inn í útreikning neysluverðs í mánuðinum. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2025, sé 661,4 stig og hækki um 0,47 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 527,7 stig og hækki um 0,36 prósent frá september 2025. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkaði um 0,9 prósent og haft 0,19 prósentustiga áhrif á verðbólgu til hækkunar. „Í ljósi umræðu um áhrif gjaldþrots eins flugfélags á verð hjá öðrum flugfélögum er rétt að benda á að flugverð í vísitölu neysluverðs er mælt með tveggja, fjögura og átta vikna fyrirvara og mælingarnar notaðar til útreikninga í þeim mánuði sem ferðin á sér stað. Þetta þýðir að flugverð sem notað var til útreikninga í október var mælt í ágúst, september og október þannig að einungis hluti mælinganna fór fram eftir að fréttir bárust af gjaldþroti Play,“ segir í tilkynningunni. Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,3 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,3 prósent. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í október 2025, sem sé 661,4 stig, gildi til verðtryggingar í desember 2025. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birtir næstu yfirlýsingu sína um stýrivexti þann 19. nóvember næstkomandi. Verðlag Gjaldþrot Play Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2025, sé 661,4 stig og hækki um 0,47 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 527,7 stig og hækki um 0,36 prósent frá september 2025. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkaði um 0,9 prósent og haft 0,19 prósentustiga áhrif á verðbólgu til hækkunar. „Í ljósi umræðu um áhrif gjaldþrots eins flugfélags á verð hjá öðrum flugfélögum er rétt að benda á að flugverð í vísitölu neysluverðs er mælt með tveggja, fjögura og átta vikna fyrirvara og mælingarnar notaðar til útreikninga í þeim mánuði sem ferðin á sér stað. Þetta þýðir að flugverð sem notað var til útreikninga í október var mælt í ágúst, september og október þannig að einungis hluti mælinganna fór fram eftir að fréttir bárust af gjaldþroti Play,“ segir í tilkynningunni. Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,3 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,3 prósent. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í október 2025, sem sé 661,4 stig, gildi til verðtryggingar í desember 2025. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birtir næstu yfirlýsingu sína um stýrivexti þann 19. nóvember næstkomandi.
Verðlag Gjaldþrot Play Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira