Lífið

„Get ekki gengið ó­studd og fram­undan er mikil endur­hæfing“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ósk Gunnarsdóttir starfaði um árabil á útvarpstöðinni FM 957.
Ósk Gunnarsdóttir starfaði um árabil á útvarpstöðinni FM 957. Instagram

Ósk Gunnarsdóttir, markaðs- og viðburðastýra og últrarhlaupari, greinir frá því að hún hafi vaknað aðfaranótt laugardags með svima og dofa í hægri hlið líkamans. Hún getur enn ekki gengið óstudd og dvelur nú á taugalækningadeild Landspítalans. Frá þessu greinir hún á samfélagsmiðlum.

Í færslunni segir Ósk að hún hafi verið í rannsóknum frá því að atvikið átti sér stað. Niðurstaðan sé undirliggjandi taugaröskun í heila sem hafi blossað upp.

„Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing. Er nú á taugalækningadeild og tek einn dag í einu og er enn í allskyns rannsóknum,“ segir Ósk í færslunni.

Ósk er þekkt fyrir afrek sín í fjallahlaupum og tók meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í maí síðastliðnum þar sem hún hljóp 36 hringi eða rúmlega 240 kílómetra. Hún tók heilsuna föstum tökum fyrir fjórum árum eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fimm árum áður.

Ósk starfaði um árabil á útvarpstöðinni FM957 áður en hún snéri sér að markaðsstörfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.