Innlent

Skjálfti í Bárðar­bungu mældist um fjórir að stærð

Eiður Þór Árnason skrifar
Vatn við Bárðarbungu.
Vatn við Bárðarbungu. Vísir/RAX

Skjálfti varð í Bárðarbungu klukkan 16:46 í dag og var hann 5,3 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati en síðar færður niður í 4,1 eftir nánari yfirferð. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Engin tilkynning hafði borist til Veðurstofunnar klukkan 17 um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Að sögn náttúruvársérfræðings varð síðast skjálfti yfir 5 að stærð á þessum slóðum þann 27. júlí síðastliðinn og annar þann 22. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í janúar á þessu ári varð snörp en skammvinn jarðskjálftahrina í Bárðarbungu þar sem stærsti skjálftinn mældist 4,9 að stærð. 

Bárðarbunga er eitt öflugasta eldstöðvakerfi landsins. Það er einnig viðamesta eldstöðvarkerfi landsins,og er allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt.

Fréttin hefur verið uppfærð með yfirfarinni stærð skjálftans.


Tengdar fréttir

Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu

Skjálfti af stærðinni 4,0 mældist í austanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 21:59 í kvöld. Tíu eftirskjálftar hafa síðan mælst.

3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu

Skjálfti af stærðinni 3,9 mældist í norðaustanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 4:44 í morgun. Einn eftirskjálfti hefur mælst.

Bárðarbunga sennilega öflugasta eldstöðvarkerfi landsins

Bárðarbunga er sennilega öflugasta eldstöðvakerfi landsins og í undirbúningi fyrir næsta gos. Ásamt því að vera hugsanlega það öflugasta er Bárðarbunga einnig viðamesta eldstöðvarkerfi landsins, allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×