Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Eiður Þór Árnason skrifar 29. október 2025 16:45 Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi út 142 milljónir króna í kjölfar dóma og úrskurða sem varða einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Vísir Íslenska ríkið greiddi mestar bætur vegna starfsmannamála innan Landspítala og Hafrannsóknarstofnunar á árunum 2015 til 2024. Nemur upphæðin um 239 milljónum króna en í heild greiddi ríkið 642 milljónir króna í kjölfar úrskurða eða dóma er varða ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á tímabilinu. Þvert á allar stofnanir voru samtals 437 milljónir króna greiddar í bætur. Til viðbótar bættust við tæpar 88 milljónir króna í vexti og 117 milljónir króna vegna máls- og lögfræðikostnaðar. Langmest hefur verið greitt vegna starfsmannamála innan Landspítala, eða 188 milljónir króna vegna sex ólíkra mála. Næst mest hefur ríkissjóður greitt vegna Hafrannsóknarstofnunar, eða rúma 51 milljón króna vegna 13 starfsmannamála. Það eru fleiri mál en hjá nokkurri annarri ríkisstofnun á tímabilinu. Þetta má lesa úr gögnum frá ríkislögmanni sem fréttastofa hefur undir höndum og upplýsingum úr svari við þingmannafyrirspurn. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mest greitt vegna ólögmætra uppsagna og brottreksturs Landspítalinn er einn stærsti vinnustaður landsins en í tilviki hans voru 113 milljónir króna greiddar út vegna uppsagna eða brottreksturs og tæpar 5 milljónir króna vegna mála er tengjast einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Hjá Hafrannsóknarstofnun voru rúmar 48 milljónir króna greiddar í kjölfar úrskurða eða dóma sem tengdust uppsögnum eða brottrekstri og tæpar 3 milljónir vegna eineltis, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember 2019 og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Að sögn stjórnenda var ákveðið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig myndi fagsviðum fækka úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Fljótlega viðurkenndi Hafró að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum bætur vegna málsins. Þá fór Björn Ævar Steinarsson í mál við íslenska ríkið og voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Samkvæmt gögnunum hafa þvert á allar stofnanir um 438 milljónir króna verið greiddar í tengslum við 55 mál er varða uppsagnir eða brottrekstur, 142 milljónir króna vegna 40 mála sem tengjast einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum, og tæpar 62 milljónir vegna 10 ólögmætra ráðninga. Alls hafa verið greiddar bætur vegna 105 mála á árunum 2015 til 2024. Litlar stofnanir ofarlega á lista Á tímabilinu var þriðja hæsta fjárhæðin greidd út vegna uppsagna, brottrekstur og ágreiningsmála hjá Skattinum og Tollstjóra eða tæplega 36 milljónir króna. Næst á eftir kemur Úrskurðarnefnd velferðarmála með rúmar 35 milljónir króna. Í fimmta sæti kemur Þjóðgarðurinn á Þingvöllum með um 25 milljónir króna en þar af var tæp 21 milljón króna var greidd út til Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur vegna ólögmætrar ráðningar Einars Á. E. Sæmundsen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Þetta er hæsta upphæðin sem ríkissjóður hefur greitt einstaklingi í bætur í kjölfar úrskurðar eða dóms er varðar ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á árunum 2015 til 2024. Til viðbótar voru um 4,5 milljónir króna greiddar til starfsmanns Þjóðgarðsins á Þingvöllum vegna máls sem tengdist einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningi. Nálgast má heildarlistann með upplýsingum um bætur sem greiddar hafa verið út vegna mála innan 45 ólíkra opinberra stofnanna hér fyrir neðan. Tengd skjöl Bætur_vegna_starfsmannamála_2015-2024PDF447KBSækja skjal Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómsmál Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Þvert á allar stofnanir voru samtals 437 milljónir króna greiddar í bætur. Til viðbótar bættust við tæpar 88 milljónir króna í vexti og 117 milljónir króna vegna máls- og lögfræðikostnaðar. Langmest hefur verið greitt vegna starfsmannamála innan Landspítala, eða 188 milljónir króna vegna sex ólíkra mála. Næst mest hefur ríkissjóður greitt vegna Hafrannsóknarstofnunar, eða rúma 51 milljón króna vegna 13 starfsmannamála. Það eru fleiri mál en hjá nokkurri annarri ríkisstofnun á tímabilinu. Þetta má lesa úr gögnum frá ríkislögmanni sem fréttastofa hefur undir höndum og upplýsingum úr svari við þingmannafyrirspurn. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mest greitt vegna ólögmætra uppsagna og brottreksturs Landspítalinn er einn stærsti vinnustaður landsins en í tilviki hans voru 113 milljónir króna greiddar út vegna uppsagna eða brottreksturs og tæpar 5 milljónir króna vegna mála er tengjast einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Hjá Hafrannsóknarstofnun voru rúmar 48 milljónir króna greiddar í kjölfar úrskurða eða dóma sem tengdust uppsögnum eða brottrekstri og tæpar 3 milljónir vegna eineltis, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember 2019 og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Að sögn stjórnenda var ákveðið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig myndi fagsviðum fækka úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Fljótlega viðurkenndi Hafró að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum bætur vegna málsins. Þá fór Björn Ævar Steinarsson í mál við íslenska ríkið og voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Samkvæmt gögnunum hafa þvert á allar stofnanir um 438 milljónir króna verið greiddar í tengslum við 55 mál er varða uppsagnir eða brottrekstur, 142 milljónir króna vegna 40 mála sem tengjast einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum, og tæpar 62 milljónir vegna 10 ólögmætra ráðninga. Alls hafa verið greiddar bætur vegna 105 mála á árunum 2015 til 2024. Litlar stofnanir ofarlega á lista Á tímabilinu var þriðja hæsta fjárhæðin greidd út vegna uppsagna, brottrekstur og ágreiningsmála hjá Skattinum og Tollstjóra eða tæplega 36 milljónir króna. Næst á eftir kemur Úrskurðarnefnd velferðarmála með rúmar 35 milljónir króna. Í fimmta sæti kemur Þjóðgarðurinn á Þingvöllum með um 25 milljónir króna en þar af var tæp 21 milljón króna var greidd út til Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur vegna ólögmætrar ráðningar Einars Á. E. Sæmundsen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Þetta er hæsta upphæðin sem ríkissjóður hefur greitt einstaklingi í bætur í kjölfar úrskurðar eða dóms er varðar ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á árunum 2015 til 2024. Til viðbótar voru um 4,5 milljónir króna greiddar til starfsmanns Þjóðgarðsins á Þingvöllum vegna máls sem tengdist einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningi. Nálgast má heildarlistann með upplýsingum um bætur sem greiddar hafa verið út vegna mála innan 45 ólíkra opinberra stofnanna hér fyrir neðan. Tengd skjöl Bætur_vegna_starfsmannamála_2015-2024PDF447KBSækja skjal
Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómsmál Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent