Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Eiður Þór Árnason skrifar 29. október 2025 16:45 Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi út 142 milljónir króna í kjölfar dóma og úrskurða sem varða einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Vísir Íslenska ríkið greiddi mestar bætur vegna starfsmannamála innan Landspítala og Hafrannsóknarstofnunar á árunum 2015 til 2024. Nemur upphæðin um 239 milljónum króna en í heild greiddi ríkið 642 milljónir króna í kjölfar úrskurða eða dóma er varða ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á tímabilinu. Þvert á allar stofnanir voru samtals 437 milljónir króna greiddar í bætur. Til viðbótar bættust við tæpar 88 milljónir króna í vexti og 117 milljónir króna vegna máls- og lögfræðikostnaðar. Langmest hefur verið greitt vegna starfsmannamála innan Landspítala, eða 188 milljónir króna vegna sex ólíkra mála. Næst mest hefur ríkissjóður greitt vegna Hafrannsóknarstofnunar, eða rúma 51 milljón króna vegna 13 starfsmannamála. Það eru fleiri mál en hjá nokkurri annarri ríkisstofnun á tímabilinu. Þetta má lesa úr gögnum frá ríkislögmanni sem fréttastofa hefur undir höndum og upplýsingum úr svari við þingmannafyrirspurn. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mest greitt vegna ólögmætra uppsagna og brottreksturs Landspítalinn er einn stærsti vinnustaður landsins en í tilviki hans voru 113 milljónir króna greiddar út vegna uppsagna eða brottreksturs og tæpar 5 milljónir króna vegna mála er tengjast einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Hjá Hafrannsóknarstofnun voru rúmar 48 milljónir króna greiddar í kjölfar úrskurða eða dóma sem tengdust uppsögnum eða brottrekstri og tæpar 3 milljónir vegna eineltis, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember 2019 og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Að sögn stjórnenda var ákveðið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig myndi fagsviðum fækka úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Fljótlega viðurkenndi Hafró að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum bætur vegna málsins. Þá fór Björn Ævar Steinarsson í mál við íslenska ríkið og voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Samkvæmt gögnunum hafa þvert á allar stofnanir um 438 milljónir króna verið greiddar í tengslum við 55 mál er varða uppsagnir eða brottrekstur, 142 milljónir króna vegna 40 mála sem tengjast einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum, og tæpar 62 milljónir vegna 10 ólögmætra ráðninga. Alls hafa verið greiddar bætur vegna 105 mála á árunum 2015 til 2024. Litlar stofnanir ofarlega á lista Á tímabilinu var þriðja hæsta fjárhæðin greidd út vegna uppsagna, brottrekstur og ágreiningsmála hjá Skattinum og Tollstjóra eða tæplega 36 milljónir króna. Næst á eftir kemur Úrskurðarnefnd velferðarmála með rúmar 35 milljónir króna. Í fimmta sæti kemur Þjóðgarðurinn á Þingvöllum með um 25 milljónir króna en þar af var tæp 21 milljón króna var greidd út til Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur vegna ólögmætrar ráðningar Einars Á. E. Sæmundsen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Þetta er hæsta upphæðin sem ríkissjóður hefur greitt einstaklingi í bætur í kjölfar úrskurðar eða dóms er varðar ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á árunum 2015 til 2024. Til viðbótar voru um 4,5 milljónir króna greiddar til starfsmanns Þjóðgarðsins á Þingvöllum vegna máls sem tengdist einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningi. Nálgast má heildarlistann með upplýsingum um bætur sem greiddar hafa verið út vegna mála innan 45 ólíkra opinberra stofnanna hér fyrir neðan. Tengd skjöl Bætur_vegna_starfsmannamála_2015-2024PDF447KBSækja skjal Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómsmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Þvert á allar stofnanir voru samtals 437 milljónir króna greiddar í bætur. Til viðbótar bættust við tæpar 88 milljónir króna í vexti og 117 milljónir króna vegna máls- og lögfræðikostnaðar. Langmest hefur verið greitt vegna starfsmannamála innan Landspítala, eða 188 milljónir króna vegna sex ólíkra mála. Næst mest hefur ríkissjóður greitt vegna Hafrannsóknarstofnunar, eða rúma 51 milljón króna vegna 13 starfsmannamála. Það eru fleiri mál en hjá nokkurri annarri ríkisstofnun á tímabilinu. Þetta má lesa úr gögnum frá ríkislögmanni sem fréttastofa hefur undir höndum og upplýsingum úr svari við þingmannafyrirspurn. RÚV greindi fyrst frá málinu. Mest greitt vegna ólögmætra uppsagna og brottreksturs Landspítalinn er einn stærsti vinnustaður landsins en í tilviki hans voru 113 milljónir króna greiddar út vegna uppsagna eða brottreksturs og tæpar 5 milljónir króna vegna mála er tengjast einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Hjá Hafrannsóknarstofnun voru rúmar 48 milljónir króna greiddar í kjölfar úrskurða eða dóma sem tengdust uppsögnum eða brottrekstri og tæpar 3 milljónir vegna eineltis, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum. Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember 2019 og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Að sögn stjórnenda var ákveðið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig myndi fagsviðum fækka úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Fljótlega viðurkenndi Hafró að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum bætur vegna málsins. Þá fór Björn Ævar Steinarsson í mál við íslenska ríkið og voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Samkvæmt gögnunum hafa þvert á allar stofnanir um 438 milljónir króna verið greiddar í tengslum við 55 mál er varða uppsagnir eða brottrekstur, 142 milljónir króna vegna 40 mála sem tengjast einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum, og tæpar 62 milljónir vegna 10 ólögmætra ráðninga. Alls hafa verið greiddar bætur vegna 105 mála á árunum 2015 til 2024. Litlar stofnanir ofarlega á lista Á tímabilinu var þriðja hæsta fjárhæðin greidd út vegna uppsagna, brottrekstur og ágreiningsmála hjá Skattinum og Tollstjóra eða tæplega 36 milljónir króna. Næst á eftir kemur Úrskurðarnefnd velferðarmála með rúmar 35 milljónir króna. Í fimmta sæti kemur Þjóðgarðurinn á Þingvöllum með um 25 milljónir króna en þar af var tæp 21 milljón króna var greidd út til Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur vegna ólögmætrar ráðningar Einars Á. E. Sæmundsen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Þetta er hæsta upphæðin sem ríkissjóður hefur greitt einstaklingi í bætur í kjölfar úrskurðar eða dóms er varðar ágreining, uppsagnir eða brottrekstur opinberra starfsmanna á árunum 2015 til 2024. Til viðbótar voru um 4,5 milljónir króna greiddar til starfsmanns Þjóðgarðsins á Þingvöllum vegna máls sem tengdist einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningi. Nálgast má heildarlistann með upplýsingum um bætur sem greiddar hafa verið út vegna mála innan 45 ólíkra opinberra stofnanna hér fyrir neðan. Tengd skjöl Bætur_vegna_starfsmannamála_2015-2024PDF447KBSækja skjal
Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómsmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira