Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. október 2025 14:53 Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Þór Pálsson giftu sig 6. september síðastliðinn. Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir fagnaði fertugsafmæli sínu með vinkvennaferð þar sem allar vinkonurnar fengu sér eins húðflúr. Fanney lét líka flúra á sig brúðkaupsdaginn en ruglaðist aðeins í ríminu. Þáttastjórnendur Brennslunnar fengu ábendingu frá dyggum hlustanda að Fanney Ýr, sem á fertugsafmæli í dag, hefði gert nokkuð óvenjulega skissu nýverið þannig að þeir heyrðu hljóðið í henni. Útvarpsmennirnir tóku fyrst afmælissönginn fyrir Fanneyju og spurðu hana síðan út í nýafstaðna vinkonuferð og viðburðaríkt ár hennar í ár. Þú giftir þig á árinu, hver var dagsetningin? „Heyrðu, ég gifti mig 6. september,“ sagði Fanney. Það er fallegur dagur, eitthvað sem maður vill ekki gleyma. Jafnvel eitthvað sem maður myndi flúrað á sig. Hefurðu nokkuð flúrað eitthvað á þig? „Ekkert nýlega nema ranga dagsetningu á brúðkaupsdeginum mínum,“ sagði Fanney og hló. Stelpurnar sumarlegar í vinkvennaferðinni. Hvað gerðist eiginlega? „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég hefði verið dauðadrukkin en það var bara alls ekki þannig,“ sagði hún. „Svo var ég bara ógeðslega ánægð að skrifa niður brúðkaupsdaginn minn og skrifa niður 6. október.“ 06/10 bara? „Ef ég hefði bara gert það, ég skrifaði „október“,“ sagði Fanney. Húflúrið sé að sögn Fanneyjar því frekar stórt. „Mér til varnar þá á ég rosalega góða vinkonu sem var með mér úti sem á afmæli þennan dag,“ bætti Fanney við. „Hvað er eiginlega að þér?“ Stjórnendum Brennslunnar lék þó forvitni á að vita hvort Fanney hafi ekki sýnt vinkonum sínum væntanlegt húðflúrið áður en kom að sjálfri aðgerðinni. „Ég gerði það reyndar og þeim fannst þetta geggjað,“ sagði Fanney. Brúðkaupshjónin voru einkar glæsileg. Hvorki brúðurin né vinkonurnar föttuðu ruglinginn og því fór sem fór. Þrátt fyrir klúðrið naut Fanney ferðarinnar og ætlar sér ekki að breyta húðflúrinu, sagan sé einfaldlega of góð. Síðustu daga hafi fjöldi fólks í kringum hana beðið um að fá að sjá húðflúrið. Þú ert ennþá gift? „Honum fannst þetta ekkert rosalega fyndið til að byrja með, svo hringdi hann í mig aftur og sagði: Hvað er eiginlega að þér?,“ sagði Fanney og hló dátt. „Hann kannski fær að vera með mér næst þegar ég set svona á mig,“ sagði hún að lokum. Húðflúr Grín og gaman Brúðkaup Tímamót Brennslan FM957 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Þáttastjórnendur Brennslunnar fengu ábendingu frá dyggum hlustanda að Fanney Ýr, sem á fertugsafmæli í dag, hefði gert nokkuð óvenjulega skissu nýverið þannig að þeir heyrðu hljóðið í henni. Útvarpsmennirnir tóku fyrst afmælissönginn fyrir Fanneyju og spurðu hana síðan út í nýafstaðna vinkonuferð og viðburðaríkt ár hennar í ár. Þú giftir þig á árinu, hver var dagsetningin? „Heyrðu, ég gifti mig 6. september,“ sagði Fanney. Það er fallegur dagur, eitthvað sem maður vill ekki gleyma. Jafnvel eitthvað sem maður myndi flúrað á sig. Hefurðu nokkuð flúrað eitthvað á þig? „Ekkert nýlega nema ranga dagsetningu á brúðkaupsdeginum mínum,“ sagði Fanney og hló. Stelpurnar sumarlegar í vinkvennaferðinni. Hvað gerðist eiginlega? „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég hefði verið dauðadrukkin en það var bara alls ekki þannig,“ sagði hún. „Svo var ég bara ógeðslega ánægð að skrifa niður brúðkaupsdaginn minn og skrifa niður 6. október.“ 06/10 bara? „Ef ég hefði bara gert það, ég skrifaði „október“,“ sagði Fanney. Húflúrið sé að sögn Fanneyjar því frekar stórt. „Mér til varnar þá á ég rosalega góða vinkonu sem var með mér úti sem á afmæli þennan dag,“ bætti Fanney við. „Hvað er eiginlega að þér?“ Stjórnendum Brennslunnar lék þó forvitni á að vita hvort Fanney hafi ekki sýnt vinkonum sínum væntanlegt húðflúrið áður en kom að sjálfri aðgerðinni. „Ég gerði það reyndar og þeim fannst þetta geggjað,“ sagði Fanney. Brúðkaupshjónin voru einkar glæsileg. Hvorki brúðurin né vinkonurnar föttuðu ruglinginn og því fór sem fór. Þrátt fyrir klúðrið naut Fanney ferðarinnar og ætlar sér ekki að breyta húðflúrinu, sagan sé einfaldlega of góð. Síðustu daga hafi fjöldi fólks í kringum hana beðið um að fá að sjá húðflúrið. Þú ert ennþá gift? „Honum fannst þetta ekkert rosalega fyndið til að byrja með, svo hringdi hann í mig aftur og sagði: Hvað er eiginlega að þér?,“ sagði Fanney og hló dátt. „Hann kannski fær að vera með mér næst þegar ég set svona á mig,“ sagði hún að lokum.
Húðflúr Grín og gaman Brúðkaup Tímamót Brennslan FM957 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira