Fundinum lokið án niðurstöðu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2025 12:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Ívar/Vilhelm Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira