Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2025 21:21 Með Suðureyjargöngum verður búið að tengja saman allar stærstu og fjölmennustu eyjar Færeyja. grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Allir stjórnmálaflokkar á færeyska Lögþinginu náðu í gær samstöðu um veglínu fyrirhugaðra jarðganga til Suðureyjar og að bjóða verkið út. Þessi neðansjávargöng yrðu langstærsta mannvirkjagerð í sögu Færeyja. Í fréttum Sýnar var fjallað um magnaða jarðgangagerð Færeyinga. Frá árinu 1963 eru þeir búnir að grafa 27 jarðgöng, þarf af fern neðansjávargöng. Færeyingar byrjuðu samt ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir kynntu sér Hvalfjarðargöngin á Íslandi. Þeir grófu Vogagöng, sem tengdu flugvöllinn í Vogum við Þórshöfn. Norðureyjargöng tengdu Klakksvík við stærstu eyjarnar. Svo komu Austureyjargöng, yfir ellefu kílómetra löng og þau einu í heiminum með hringtorgi undir hafsbotni. Sandeyjargöng voru svo opnuð fyrir tveimur árum, nærri ellefu kílómetra löng. Og núna er framundan að láta stærsta drauminn rætast, jarðgöng til Suðureyjar, þar sem 4.500 manns búa, álíka margir og í Vestmannaeyjum. Þar hafa einkum tveir kostir verið til skoðunar. Annarsvegar leið 2A, 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leið 1A, 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Athyglisvert er að báðar leiðirnar gera ráð fyrir tengingu við Skúfey, þar sem aðeins 30 manns búa, þótt því fylgi umtalsverður kostnaðarauki. Stór áfangi náðist í gær þegar lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A. Jafnframt væri samstaða um að hefja hönnun ganganna og að bjóða verkið út. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A; 24,3 kílómetra löng göng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey. Þessi leið er talin kosta 94 milljarða íslenskra króna.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta er þó ekki ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Það er nefnilega skilyrt að þegar tilboð liggja fyrir, og menn sjá hina raunverulegu tölu, þá þarf aftur samþykki Lögþingsins til að hefja verkið. Sú ákvörðun gæti legið fyrir eftir tvö ár en það er talið taka átta ár að gera göngin. Þau gætu því verið komin í gagnið eftir tíu ár. Færeyjar Samgöngur Vegagerð Vegtollar Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um magnaða jarðgangagerð Færeyinga. Frá árinu 1963 eru þeir búnir að grafa 27 jarðgöng, þarf af fern neðansjávargöng. Færeyingar byrjuðu samt ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir kynntu sér Hvalfjarðargöngin á Íslandi. Þeir grófu Vogagöng, sem tengdu flugvöllinn í Vogum við Þórshöfn. Norðureyjargöng tengdu Klakksvík við stærstu eyjarnar. Svo komu Austureyjargöng, yfir ellefu kílómetra löng og þau einu í heiminum með hringtorgi undir hafsbotni. Sandeyjargöng voru svo opnuð fyrir tveimur árum, nærri ellefu kílómetra löng. Og núna er framundan að láta stærsta drauminn rætast, jarðgöng til Suðureyjar, þar sem 4.500 manns búa, álíka margir og í Vestmannaeyjum. Þar hafa einkum tveir kostir verið til skoðunar. Annarsvegar leið 2A, 28 kílómetra löng göng og talin kosta 104 milljarða íslenskra króna, og hinsvegar leið 1A, 24 kílómetra löng og áætluð kosta 94 milljarða íslenskra króna. Athyglisvert er að báðar leiðirnar gera ráð fyrir tengingu við Skúfey, þar sem aðeins 30 manns búa, þótt því fylgi umtalsverður kostnaðarauki. Stór áfangi náðist í gær þegar lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannessen, tilkynnti að allir flokkar á Lögþinginu hefðu náð samstöðu um að velja styttri og ódýrari leiðina, leið 1A. Jafnframt væri samstaða um að hefja hönnun ganganna og að bjóða verkið út. Valkostirnir tveir sem helst voru til skoðunar á göngum milli Sandeyjar og Suðureyjar. Niðurstaða flokkanna á Lögþinginu var að velja leið 1A; 24,3 kílómetra löng göng, með 1,5 kílómetra legg til að tengja Skúfey. Þessi leið er talin kosta 94 milljarða íslenskra króna.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta er þó ekki ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Það er nefnilega skilyrt að þegar tilboð liggja fyrir, og menn sjá hina raunverulegu tölu, þá þarf aftur samþykki Lögþingsins til að hefja verkið. Sú ákvörðun gæti legið fyrir eftir tvö ár en það er talið taka átta ár að gera göngin. Þau gætu því verið komin í gagnið eftir tíu ár.
Færeyjar Samgöngur Vegagerð Vegtollar Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00
Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. 31. júlí 2025 12:30
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50
Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent