Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar 28. október 2025 17:02 Það hefur verið reglulega ýjað að því að breyta fyrirkomulagi í fjölda kennsludaga og lengd náms á svo til öllum skólastigum. Að stytta sumarfrí og fjölga kennsludögum í grunnskólum, aukin krafa um að börn byrji fyrr á leikskólum, og þá hugmyndir um að þau myndu líka byrja fyrr í grunnskóla. Það hefur líka verið talað um að taka út 10. bekkinn og byrja fyrr í framhaldsskóla, nú og stytta hann líka. Það hefur gengið eftir í framhaldsskólunum þegar hann var styttur úr fjórum í þrjú ár 2014. En á sama tíma erum við sífellt að gera kröfur um lengra háskólanám. Er það ekki frekar öfugsnúið? Einu sinni þótti fullgott að hafa klárað gaggó, svo þegar fram liðu tímar var stúdentinn næsti staðall, svo bakkalár og núna er lenskan að enginn sé gjaldgengur nema vera með meistaragráðu. Hvar endar það, það hafa ekki allir tíma til að verða doktorar, sem myndi auk þess útþynna virði doktorsgráðunnar. Ég er auðvitað að færa í stílinn, en þetta er samt eitthvað sem ég tel áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að lengd háskólanáms sé langt frá því að vera ávísun á hærri tekjur. Er ekki hagkvæmara fyrir samfélagið að skila nemendum vel undirbúnum fyrr út úr skólakerfinu og þeir geti þá valið sér háskólanám seinna þegar þau eru komin með reynslu af atvinnulífinu og vita þá í alvörunni hvað þau vilja leggja fyrir sig? Eða þarf að endurskoða háskólanám svo það sé í meiri tengingu við atvinnulífið og hæft sé að sinna fullri vinnu með því? Er sjálfbært að obbi landsmanna sé í besta falli að standa upp af skólabekk hálf þrítug að aldri? Hvað finnst ykkur, kæru lesendur? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið reglulega ýjað að því að breyta fyrirkomulagi í fjölda kennsludaga og lengd náms á svo til öllum skólastigum. Að stytta sumarfrí og fjölga kennsludögum í grunnskólum, aukin krafa um að börn byrji fyrr á leikskólum, og þá hugmyndir um að þau myndu líka byrja fyrr í grunnskóla. Það hefur líka verið talað um að taka út 10. bekkinn og byrja fyrr í framhaldsskóla, nú og stytta hann líka. Það hefur gengið eftir í framhaldsskólunum þegar hann var styttur úr fjórum í þrjú ár 2014. En á sama tíma erum við sífellt að gera kröfur um lengra háskólanám. Er það ekki frekar öfugsnúið? Einu sinni þótti fullgott að hafa klárað gaggó, svo þegar fram liðu tímar var stúdentinn næsti staðall, svo bakkalár og núna er lenskan að enginn sé gjaldgengur nema vera með meistaragráðu. Hvar endar það, það hafa ekki allir tíma til að verða doktorar, sem myndi auk þess útþynna virði doktorsgráðunnar. Ég er auðvitað að færa í stílinn, en þetta er samt eitthvað sem ég tel áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að lengd háskólanáms sé langt frá því að vera ávísun á hærri tekjur. Er ekki hagkvæmara fyrir samfélagið að skila nemendum vel undirbúnum fyrr út úr skólakerfinu og þeir geti þá valið sér háskólanám seinna þegar þau eru komin með reynslu af atvinnulífinu og vita þá í alvörunni hvað þau vilja leggja fyrir sig? Eða þarf að endurskoða háskólanám svo það sé í meiri tengingu við atvinnulífið og hæft sé að sinna fullri vinnu með því? Er sjálfbært að obbi landsmanna sé í besta falli að standa upp af skólabekk hálf þrítug að aldri? Hvað finnst ykkur, kæru lesendur? Höfundur er kennari.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun