„Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. október 2025 07:03 Jóhann Kristófer braust fram á sjónarsviðið fyrir um tíu árum síðan og hefur auðgað menningarlífið með tónlist sinni, sjónvarpsþáttum og leikverkum. Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni. Jóhann Kristófer braust fram á sjónarsviðið 2015 sem hluti af rapptríóinu Sturla Atlas með Sigurbjarti Sturla Atlasyni og Loga Pedro Stefánssyni. Sveitin var ferskur andblær í íslensku rappsenuna og gaf út fjórar plötur frá 2015 til 2017. Jóhann hóf sóló-feril sinn sem Joey Christ í júlí 2017 þegar hann gaf út tvær plötur með átta daga millibili, Anxiety City og Joey. Sú fyrri var á ensku líkt og mest allt efni Sturla Atlas fram að þessu en á Joey rappaði hann á hinu ástkæra ylhýra ásamt góðum gestum. Átta dagar liðu milli útgáfu Anxiety City og Joey. Tveimur árum síðar kom út framhaldið, Joey 2, þar sem hann takmarkaði gestaganginn og rappaði einn. Covid-sumarið 2020 kom stuttskífan Bestur út en síðan þá hefur engin plata komið frá rapparanum, einungis smáskífur og tilfallandi vers. Joey Christ hefur nú svarað kallinu með hinni umfangsmiklu Joey 3. Í tilefni af útgáfunni heyrði blaðamaður hljóðið í Jóhanni Kristófer og spurði hann út í plötuna, síðustu fimm ár og menningarástandið. Fyrirtæki, tvö börn og nóg af Æði „Þetta er langstærsta plata sem ég hef gert, hún er sautján lög og það hefur eiginlega liðið heil mannsævi frá því ég gaf út síðast þannig það er mjög gaman að stíga aftur á kreik núna í breyttu menningarlegu landslagi,“ segir Jóhann um plötuna. Jóhann er menningarbarn úr miðbænum. Er þetta búið að vera svona lengi að marínerast eða tókstu þér pásu? „Ég fór út í fyrirtækjarekstur, eignaðist tvö börn og hef verið að sýsla í hinu og þessu. En ég er búinn að vera að vinna statt og stöðugt í stúdíóinu síðan ég gaf út síðustu plötu. Eitt af lögunum sem er á þessari plötu varð til fyrir fimm árum,“ segir Jóhann. Meginþorri vinnunnar við plötuna hafi þó átt sér stað síðastliðin þrjú ár. „Þó það sé langt síðan ég gaf út plötu finn ég að ég hef verið að iðka formið allan tímann. Ég hef ekki setið auðum höndum, fer reglulega í stúdíóið og er alltaf að skrifa. Það er svo gaman að finna fyrir bætingunni.“ Frelsi hlustandans og frelsissvipting áhorfandans Síðustu fimm ár hefur Jóhann tekið þátt í stofnun Útvarps 101 og framleiðslufyrirtækisins 101 Productions, gert þrjár seríur af raunveruleikaþáttunum Æði, leikið í fjölda sjónvarpsþátta og sett upp leiksýningarnar Sýningin okkar og Rómantísk gamanmynd. Er þetta allt sama sköpunin eða setur maður sig í ólíkar stellingar? „Það er töluverður munur á að gera sviðslistir og gefa út músík. Sviðslistin er list augnabliksins og þar eru reglurnar allt aðrar. Auðvitað er maður alltaf að tala inn í ákveðinn tíðaranda hvort sem maður gerir eitthvað í sjónvarpi, á sviði eða í tónlist,“ segir Jóhann. Jóhann Kristófer segir sviðslistir vera stærstu ást sína. „Það er áferðarmunur á tónlistinni, maður er að vinna í einhverri tilfinningu og að búa til augnablik sem fólk tekur með sér á sínum forsendum. Á sviðinu þá er maður með fólk í smá hálstaki og búinn að frelsissvipta þau,“ bætir hann við. Neytandinn sé með meiri stjórn í tónlistinni. „Sá sem hlustar er hetjan í sögunni. Ég er bara miðlari sem set hlutina í samhengi, vonar að fólk finni tengingu og reynir að tappa inn á einhverja tíðni sem fær fólk til að hugsa og setja líf sitt í nýtt samhengi,“ segir hann. „Þegar ég geri Æði þá er ég með aðeins stærri striga og get leikið mér frjálslegar. Maður getur unnið með eitthvað almennt meðan músíkin er miklu persónulegri því það er svo mikil afhjúpun fólgin í því að skrifa niður eitthvað sem maður er að hugsa og syngja það,“ bætir hann við. Sama hvað Jóhann gerir segist hann alltaf vera í ákveðinni rannsókn: „Það sem drífur mig áfram er samtími minn og hvað er að vera manneskja í dag.“ Allar persónulegar hræringar hafi áhrif á sköpunarverkið Síðustu ár hafa verið mikill umbrotatími, bæði í listinni og einkalífinu. Nokkrum mánuðum eftir að Bestur kom út eignuðust Jóhann og unnusta hans, Alma Gytha Huntingdon-Williams, son í desember 2020 og tveimur árum síðar bættist við dóttir. Jóhann Kristófer segir muninn á tónlist og sviðslist töluverðan. Fyrr á þessu ári skildu hins vegar leiðir hjá Jóhanni og Ölmu eftir margra ára samband. Skiljanlega er erfitt að snerta á slíku en blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort Jóhann taki slík persónuleg málefni inn í tónlistina. „Ég held það sé algjörlega óumflýjanlegt, allavega þegar maður er að vinna á þessum miðum,“ segir Jóhann. „Ég legg ekki af stað í að ætla að fjalla um mitt persónulega líf en það gerist óhjákvæmilega. Ég er rosalega lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði. Allar persónulegar hræringar, hvort sem það eru barneignir eða aðrir mótandi atburðir, hafa áhrif á sköpunarverkið.“ Setti sér engar skorður Joey 3 er sautján lög að lengd sem telst nokkuð langt, sérstaklega á tímum athyglisbrests og gríðarlegs tónlistarframboðs. Jóhann segist sitja á miklu meira efni, mesta snilldin komi gjarnan fram þegar maður telur sig vera búinn. „Oftast þegar maður heldur að maður sé búinn þá er það sem kemur næst, eitthvað sem er þess virði að kanna og þarf að komast út,“ segir hann. Jóhann er mikill tískuspekúlant og tekur gjarnan sénsa. „Hagkerfi athyglinnar er þannig í dag að ég er ekki að fara að standa og falla með því að fólk hlusti á plötuna alltaf alla í gegn.“ Neyslan á tónlist sé gjörbreytt en með því að hafa plötuna svona langa býður Jóhann fólki upp á tækifæri til að virkilega gefa sér tíma í að hlusta. „Það er eitthvað sem maður er að reyna að stemma stigu við, þessari rosalega quick-fix-menningu þar sem allt er svo hverfult,“ segir hann. Listamenn setja sér gjarnan skorður af ótta við að neytandinn fái leið á listinni. Jóhann segist hafa forðast allt slíkt: „Ég ætla að gera það sem ég ætla að gera og fólk hlustar á það á sínum tíma.“ Jafnframt hafi hann hugsað mikið til einnar af sínum fyrstu plötum, Joey 1, við gerð þeirrar nýju. „Ég hef gert mér grein fyrir því hverjir eru mínir styrkleikar, það er að fá fólk saman og búa til eitthvað samhengi. Ég er leikstjóri og mér fannst það kjarna fyrstu plötuna.“ Hann fór því aftur í þennan leikstjórnargír en sé um leið orðinn mun færari tónlistarmaður en hann var fyrir átta árum síðan. Þarft að líta þér nær ef þú kannast ekki við neinn Umslag Joey 3 hefur þegar vakið athygli og var í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir skömmu. Þar má sjá mynd innan úr Kringlunni og gríðarlegan fjölda þekktra Íslendinga úr menningarlífinu. Umslagið kjarnar grunnhugmynd plötunnar. „Það eru allir í sínum skotgröfum bæði í pólitískri og menningarlegri umræðu. Ég er að reyna að búa til brú og brúa menningarlegt ástand með ákveðnum þverskurði,“ segir hann. Á umslagi Joey 3 má sjá fjölda þekktra andlita. Myndlistarmaðurinn Þórður Hans Baldursson er listrænn stjórnandi plötunnar, sá um hönnun hennar og fékk hugmyndina að umslaginu. Jóhann vill reyna að ná utan um list sína á plötunni og telur það hafa tekist bæði í hljóðheiminum og á umslaginu. „Þetta er menningarlegur þverskurður eins og ég sé hann. Innanborðs er fullt af fólki sem hefur áhrif á mig en líka fólk sem ég þekki minna en ég geri mér grein fyrir að hefur áhrif á umræðuna og stefnur í stemmingu í samfélaginu.“ Er það áfellisdómur yfir fólki ef það er ekki á plötunni? „Það eru mjög margir sem spurðu: „Hvar er ég?“ Ég get ekki svarað því hvar þú ert en ég myndi segja að flestir ættu sér fulltrúa á þessu umslagi. Ef þú horfir á þetta og sérð engan sem þú þekkir eða tengir við á neinu leveli þá held ég að þú þurfir að líta þér nær.“ Óvæntur plötusnúður lýsir hlustendum veginn Platan er pródúseruð mestmegnis af Matta, Matthíasi Eyfjörð sem er einn stærsti pródusent bransans í dag. Jóhann segir plötuna ekki síður „showcase“ fyrir Matta. „Platan er út um allt hvað hljóðheim varðar, við erum að vinna með underground-rapp-dót sem er vinsælt í Bandaríkjunum og Evrópu - lög sem ég hef ekki heyrt í íslenskri meginstraumstónlist, svo er það klassískt poppað dót, sígildara rapp, danstónlist og hálfgerðar ballöður,“ segir Jóhann. Þó lögin séu mörg hver mjög ólík þá sé samt skýr rauður þráður hvað varðar sýn og listfengni á plötunni: „Maður er að reyna að prófa að tékka í mörg box og sjá hvort samhengið sem ég, Joey Christ, sem listamaður meiki sens þar.“ Jóhann vill fá fólk upp úr skotgröfunum. Á plötunni er sömuleiðis fjöldi góðra tónlistarmanna sem hlustendur þekkja, rapparinn Birnir, popparinn Flóni, ungstirni á borð við Daniil og Alaska1876 en líka reynsluboltar eins og Alvia og Krabba Mane. Þó er eitt býsna óvenjulegt nafn sem kemur talsvert fyrir á plötunni. „Í Bandaríkjunum er lenska fyrir því að vera með útvarpsplötusnúða sem eru eins konar þulir á rappplötum sem tala yfir lögin og kynna þau inn. Þetta hefur ekki verið lenskan á Íslandi en á þessari plötu er þulur sem kemur fyrir á nokkrum stöðum,“ segir Jóhann. „Það er enginn annar en Rikki G.“ „Ég er bara miðbæjar-nepobaby og vildi fá einhvern sem kæmi úr öðrum geira og væri með aðeins annað tungutak. Hann kom upp í stúdíó og tók, með fótboltaþulsröddinni, geggjaðar kynningar og frasa, sem eru eins og lím í gegnum plötuna.“ Vera Rikka á plötunni sé annar liður í því að byggja menningarlegar brýr. „Eins mikið og fjölmiðlar og pólitískir leiðtogar vilja halda því fram að við séum í einhverjum átök þá erum við samt, í lok dags, öll í sama bátnum, saman í liði og búum á þessari eyju,“ segir hann. „Að Rikki G væri á Joey 3 að lýsa veginn fannst mér vera falleg myndlíking fyrir mína sýn sem listamaður og hvað ég hef fram að færa.“ Tónlist Reykjavík Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Æði þættina Rapparinn og leikstjórinn Jóhann Kristófer er maðurinn á bak við Æði seríurnar fimm. Það urðu straumhvörf í lífi hans árið 2017 þegar að hann ákvað að svara kalli Patreks Jaime um raunveruleikaþátt og ekkert varð eins aftur. Blaðamaður spjallaði við Jóhann og fékk að heyra meira frá viðburðaríku lífi hans, sögunni á bak við Æði þættina og ferlinu. 22. febrúar 2024 07:00 „Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31 Joey Christ snýr aftur með nýja plötu Platan Joey 2 kom út á miðnætti. 25. apríl 2019 15:24 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Sjá meira
Jóhann Kristófer braust fram á sjónarsviðið 2015 sem hluti af rapptríóinu Sturla Atlas með Sigurbjarti Sturla Atlasyni og Loga Pedro Stefánssyni. Sveitin var ferskur andblær í íslensku rappsenuna og gaf út fjórar plötur frá 2015 til 2017. Jóhann hóf sóló-feril sinn sem Joey Christ í júlí 2017 þegar hann gaf út tvær plötur með átta daga millibili, Anxiety City og Joey. Sú fyrri var á ensku líkt og mest allt efni Sturla Atlas fram að þessu en á Joey rappaði hann á hinu ástkæra ylhýra ásamt góðum gestum. Átta dagar liðu milli útgáfu Anxiety City og Joey. Tveimur árum síðar kom út framhaldið, Joey 2, þar sem hann takmarkaði gestaganginn og rappaði einn. Covid-sumarið 2020 kom stuttskífan Bestur út en síðan þá hefur engin plata komið frá rapparanum, einungis smáskífur og tilfallandi vers. Joey Christ hefur nú svarað kallinu með hinni umfangsmiklu Joey 3. Í tilefni af útgáfunni heyrði blaðamaður hljóðið í Jóhanni Kristófer og spurði hann út í plötuna, síðustu fimm ár og menningarástandið. Fyrirtæki, tvö börn og nóg af Æði „Þetta er langstærsta plata sem ég hef gert, hún er sautján lög og það hefur eiginlega liðið heil mannsævi frá því ég gaf út síðast þannig það er mjög gaman að stíga aftur á kreik núna í breyttu menningarlegu landslagi,“ segir Jóhann um plötuna. Jóhann er menningarbarn úr miðbænum. Er þetta búið að vera svona lengi að marínerast eða tókstu þér pásu? „Ég fór út í fyrirtækjarekstur, eignaðist tvö börn og hef verið að sýsla í hinu og þessu. En ég er búinn að vera að vinna statt og stöðugt í stúdíóinu síðan ég gaf út síðustu plötu. Eitt af lögunum sem er á þessari plötu varð til fyrir fimm árum,“ segir Jóhann. Meginþorri vinnunnar við plötuna hafi þó átt sér stað síðastliðin þrjú ár. „Þó það sé langt síðan ég gaf út plötu finn ég að ég hef verið að iðka formið allan tímann. Ég hef ekki setið auðum höndum, fer reglulega í stúdíóið og er alltaf að skrifa. Það er svo gaman að finna fyrir bætingunni.“ Frelsi hlustandans og frelsissvipting áhorfandans Síðustu fimm ár hefur Jóhann tekið þátt í stofnun Útvarps 101 og framleiðslufyrirtækisins 101 Productions, gert þrjár seríur af raunveruleikaþáttunum Æði, leikið í fjölda sjónvarpsþátta og sett upp leiksýningarnar Sýningin okkar og Rómantísk gamanmynd. Er þetta allt sama sköpunin eða setur maður sig í ólíkar stellingar? „Það er töluverður munur á að gera sviðslistir og gefa út músík. Sviðslistin er list augnabliksins og þar eru reglurnar allt aðrar. Auðvitað er maður alltaf að tala inn í ákveðinn tíðaranda hvort sem maður gerir eitthvað í sjónvarpi, á sviði eða í tónlist,“ segir Jóhann. Jóhann Kristófer segir sviðslistir vera stærstu ást sína. „Það er áferðarmunur á tónlistinni, maður er að vinna í einhverri tilfinningu og að búa til augnablik sem fólk tekur með sér á sínum forsendum. Á sviðinu þá er maður með fólk í smá hálstaki og búinn að frelsissvipta þau,“ bætir hann við. Neytandinn sé með meiri stjórn í tónlistinni. „Sá sem hlustar er hetjan í sögunni. Ég er bara miðlari sem set hlutina í samhengi, vonar að fólk finni tengingu og reynir að tappa inn á einhverja tíðni sem fær fólk til að hugsa og setja líf sitt í nýtt samhengi,“ segir hann. „Þegar ég geri Æði þá er ég með aðeins stærri striga og get leikið mér frjálslegar. Maður getur unnið með eitthvað almennt meðan músíkin er miklu persónulegri því það er svo mikil afhjúpun fólgin í því að skrifa niður eitthvað sem maður er að hugsa og syngja það,“ bætir hann við. Sama hvað Jóhann gerir segist hann alltaf vera í ákveðinni rannsókn: „Það sem drífur mig áfram er samtími minn og hvað er að vera manneskja í dag.“ Allar persónulegar hræringar hafi áhrif á sköpunarverkið Síðustu ár hafa verið mikill umbrotatími, bæði í listinni og einkalífinu. Nokkrum mánuðum eftir að Bestur kom út eignuðust Jóhann og unnusta hans, Alma Gytha Huntingdon-Williams, son í desember 2020 og tveimur árum síðar bættist við dóttir. Jóhann Kristófer segir muninn á tónlist og sviðslist töluverðan. Fyrr á þessu ári skildu hins vegar leiðir hjá Jóhanni og Ölmu eftir margra ára samband. Skiljanlega er erfitt að snerta á slíku en blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort Jóhann taki slík persónuleg málefni inn í tónlistina. „Ég held það sé algjörlega óumflýjanlegt, allavega þegar maður er að vinna á þessum miðum,“ segir Jóhann. „Ég legg ekki af stað í að ætla að fjalla um mitt persónulega líf en það gerist óhjákvæmilega. Ég er rosalega lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði. Allar persónulegar hræringar, hvort sem það eru barneignir eða aðrir mótandi atburðir, hafa áhrif á sköpunarverkið.“ Setti sér engar skorður Joey 3 er sautján lög að lengd sem telst nokkuð langt, sérstaklega á tímum athyglisbrests og gríðarlegs tónlistarframboðs. Jóhann segist sitja á miklu meira efni, mesta snilldin komi gjarnan fram þegar maður telur sig vera búinn. „Oftast þegar maður heldur að maður sé búinn þá er það sem kemur næst, eitthvað sem er þess virði að kanna og þarf að komast út,“ segir hann. Jóhann er mikill tískuspekúlant og tekur gjarnan sénsa. „Hagkerfi athyglinnar er þannig í dag að ég er ekki að fara að standa og falla með því að fólk hlusti á plötuna alltaf alla í gegn.“ Neyslan á tónlist sé gjörbreytt en með því að hafa plötuna svona langa býður Jóhann fólki upp á tækifæri til að virkilega gefa sér tíma í að hlusta. „Það er eitthvað sem maður er að reyna að stemma stigu við, þessari rosalega quick-fix-menningu þar sem allt er svo hverfult,“ segir hann. Listamenn setja sér gjarnan skorður af ótta við að neytandinn fái leið á listinni. Jóhann segist hafa forðast allt slíkt: „Ég ætla að gera það sem ég ætla að gera og fólk hlustar á það á sínum tíma.“ Jafnframt hafi hann hugsað mikið til einnar af sínum fyrstu plötum, Joey 1, við gerð þeirrar nýju. „Ég hef gert mér grein fyrir því hverjir eru mínir styrkleikar, það er að fá fólk saman og búa til eitthvað samhengi. Ég er leikstjóri og mér fannst það kjarna fyrstu plötuna.“ Hann fór því aftur í þennan leikstjórnargír en sé um leið orðinn mun færari tónlistarmaður en hann var fyrir átta árum síðan. Þarft að líta þér nær ef þú kannast ekki við neinn Umslag Joey 3 hefur þegar vakið athygli og var í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir skömmu. Þar má sjá mynd innan úr Kringlunni og gríðarlegan fjölda þekktra Íslendinga úr menningarlífinu. Umslagið kjarnar grunnhugmynd plötunnar. „Það eru allir í sínum skotgröfum bæði í pólitískri og menningarlegri umræðu. Ég er að reyna að búa til brú og brúa menningarlegt ástand með ákveðnum þverskurði,“ segir hann. Á umslagi Joey 3 má sjá fjölda þekktra andlita. Myndlistarmaðurinn Þórður Hans Baldursson er listrænn stjórnandi plötunnar, sá um hönnun hennar og fékk hugmyndina að umslaginu. Jóhann vill reyna að ná utan um list sína á plötunni og telur það hafa tekist bæði í hljóðheiminum og á umslaginu. „Þetta er menningarlegur þverskurður eins og ég sé hann. Innanborðs er fullt af fólki sem hefur áhrif á mig en líka fólk sem ég þekki minna en ég geri mér grein fyrir að hefur áhrif á umræðuna og stefnur í stemmingu í samfélaginu.“ Er það áfellisdómur yfir fólki ef það er ekki á plötunni? „Það eru mjög margir sem spurðu: „Hvar er ég?“ Ég get ekki svarað því hvar þú ert en ég myndi segja að flestir ættu sér fulltrúa á þessu umslagi. Ef þú horfir á þetta og sérð engan sem þú þekkir eða tengir við á neinu leveli þá held ég að þú þurfir að líta þér nær.“ Óvæntur plötusnúður lýsir hlustendum veginn Platan er pródúseruð mestmegnis af Matta, Matthíasi Eyfjörð sem er einn stærsti pródusent bransans í dag. Jóhann segir plötuna ekki síður „showcase“ fyrir Matta. „Platan er út um allt hvað hljóðheim varðar, við erum að vinna með underground-rapp-dót sem er vinsælt í Bandaríkjunum og Evrópu - lög sem ég hef ekki heyrt í íslenskri meginstraumstónlist, svo er það klassískt poppað dót, sígildara rapp, danstónlist og hálfgerðar ballöður,“ segir Jóhann. Þó lögin séu mörg hver mjög ólík þá sé samt skýr rauður þráður hvað varðar sýn og listfengni á plötunni: „Maður er að reyna að prófa að tékka í mörg box og sjá hvort samhengið sem ég, Joey Christ, sem listamaður meiki sens þar.“ Jóhann vill fá fólk upp úr skotgröfunum. Á plötunni er sömuleiðis fjöldi góðra tónlistarmanna sem hlustendur þekkja, rapparinn Birnir, popparinn Flóni, ungstirni á borð við Daniil og Alaska1876 en líka reynsluboltar eins og Alvia og Krabba Mane. Þó er eitt býsna óvenjulegt nafn sem kemur talsvert fyrir á plötunni. „Í Bandaríkjunum er lenska fyrir því að vera með útvarpsplötusnúða sem eru eins konar þulir á rappplötum sem tala yfir lögin og kynna þau inn. Þetta hefur ekki verið lenskan á Íslandi en á þessari plötu er þulur sem kemur fyrir á nokkrum stöðum,“ segir Jóhann. „Það er enginn annar en Rikki G.“ „Ég er bara miðbæjar-nepobaby og vildi fá einhvern sem kæmi úr öðrum geira og væri með aðeins annað tungutak. Hann kom upp í stúdíó og tók, með fótboltaþulsröddinni, geggjaðar kynningar og frasa, sem eru eins og lím í gegnum plötuna.“ Vera Rikka á plötunni sé annar liður í því að byggja menningarlegar brýr. „Eins mikið og fjölmiðlar og pólitískir leiðtogar vilja halda því fram að við séum í einhverjum átök þá erum við samt, í lok dags, öll í sama bátnum, saman í liði og búum á þessari eyju,“ segir hann. „Að Rikki G væri á Joey 3 að lýsa veginn fannst mér vera falleg myndlíking fyrir mína sýn sem listamaður og hvað ég hef fram að færa.“
Tónlist Reykjavík Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Æði þættina Rapparinn og leikstjórinn Jóhann Kristófer er maðurinn á bak við Æði seríurnar fimm. Það urðu straumhvörf í lífi hans árið 2017 þegar að hann ákvað að svara kalli Patreks Jaime um raunveruleikaþátt og ekkert varð eins aftur. Blaðamaður spjallaði við Jóhann og fékk að heyra meira frá viðburðaríku lífi hans, sögunni á bak við Æði þættina og ferlinu. 22. febrúar 2024 07:00 „Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31 Joey Christ snýr aftur með nýja plötu Platan Joey 2 kom út á miðnætti. 25. apríl 2019 15:24 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Sjá meira
Maðurinn á bak við Æði þættina Rapparinn og leikstjórinn Jóhann Kristófer er maðurinn á bak við Æði seríurnar fimm. Það urðu straumhvörf í lífi hans árið 2017 þegar að hann ákvað að svara kalli Patreks Jaime um raunveruleikaþátt og ekkert varð eins aftur. Blaðamaður spjallaði við Jóhann og fékk að heyra meira frá viðburðaríku lífi hans, sögunni á bak við Æði þættina og ferlinu. 22. febrúar 2024 07:00
„Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31