Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2025 23:39 Fyrirhuguðum fundi Trump og Pútín var frestað um óákveðinn tíma í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. Trump tilkynnti um refsiaðgerðirnar á skrifstofu sinni í dag en í gær var fyrirhuguðum fundi Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Búdapest frestað um óákveðinn tíma. Daginn áður höfnuðu Rússar tillögu Trump um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt yrði að hefja almennilegar friðarviðræður. Í dag fundaði Trump með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO um áframhaldandi friðarviðræður og tilkynnti um aðgerðirnar í kjölfar fundarins. Hann hefur að undanförnu þrýst á Rússlands- og Úkraínustjórn að verða við kröfum hins ríkisins, til skiptis. Samkvæmt umfjöllun Reuters eru tveir stærstu olíuframleiðendur Rússlands undir í refsiaðgerðunum, Rosneft og Lukoil. „Þar sem Pútín neitar að binda enda á þetta tilgangslausa stríð verður lagt viðskiptabann á tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands sem fjármagna stríðsmaskínu kremlstjórnarinnar. Ráðuneytið er reiðubúið til að ráðast í frekari aðgerðir ef nauðsynlegt,“ segir í færslu Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna á X. Fyrr í dag var greint frá því að Rússlandsher hefði drepið minnst sex og sært fleiri í loftárásum á Úkraínu í nótt. Þá eru sjálfsprengidrónar sagðir hafa hæft leikskóla í Karkív. Trump sagðist jafnframt í lok fundarins með Rutte vera opinn fyrir því að afturkalla aðgerðirnar ef Rússar samþykki að binda enda á stríðið. „Í hvert skipti sem ég tala við Vladimír eigum við góð samtöl. Við komumst bara aldrei að neinni niðurstöðu,“ sagði Trump. Bretlandsstjórn fyrirskipaði í síðustu viku refsiaðgerðir gegn Rosneft og Lukoil en það fyrrnefnda er í ríkiseigu. Evrópusambandið hefur sömuleiðis lagt viðskiptaþvinganir á Rosneft. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bandaríkin Donald Trump Viðskiptaþvinganir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Trump tilkynnti um refsiaðgerðirnar á skrifstofu sinni í dag en í gær var fyrirhuguðum fundi Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Búdapest frestað um óákveðinn tíma. Daginn áður höfnuðu Rússar tillögu Trump um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt yrði að hefja almennilegar friðarviðræður. Í dag fundaði Trump með Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO um áframhaldandi friðarviðræður og tilkynnti um aðgerðirnar í kjölfar fundarins. Hann hefur að undanförnu þrýst á Rússlands- og Úkraínustjórn að verða við kröfum hins ríkisins, til skiptis. Samkvæmt umfjöllun Reuters eru tveir stærstu olíuframleiðendur Rússlands undir í refsiaðgerðunum, Rosneft og Lukoil. „Þar sem Pútín neitar að binda enda á þetta tilgangslausa stríð verður lagt viðskiptabann á tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands sem fjármagna stríðsmaskínu kremlstjórnarinnar. Ráðuneytið er reiðubúið til að ráðast í frekari aðgerðir ef nauðsynlegt,“ segir í færslu Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna á X. Fyrr í dag var greint frá því að Rússlandsher hefði drepið minnst sex og sært fleiri í loftárásum á Úkraínu í nótt. Þá eru sjálfsprengidrónar sagðir hafa hæft leikskóla í Karkív. Trump sagðist jafnframt í lok fundarins með Rutte vera opinn fyrir því að afturkalla aðgerðirnar ef Rússar samþykki að binda enda á stríðið. „Í hvert skipti sem ég tala við Vladimír eigum við góð samtöl. Við komumst bara aldrei að neinni niðurstöðu,“ sagði Trump. Bretlandsstjórn fyrirskipaði í síðustu viku refsiaðgerðir gegn Rosneft og Lukoil en það fyrrnefnda er í ríkiseigu. Evrópusambandið hefur sömuleiðis lagt viðskiptaþvinganir á Rosneft.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bandaríkin Donald Trump Viðskiptaþvinganir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira