Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2025 22:11 Örn Kjærnested hefur starfað að byggingu íbúðarhúsa í hartnær hálfa öld. Myndin er tekin við golfskála Mosfellsbæjar. Fjær sjást Geldinganes til vinstri og Gunnunes og Álfsnes til hægri. Sigurjón Ólason Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka. Í fréttum Sýnar má sjá hvernig Sundabrautin teiknast inn á landakortið og opnar þannig möguleikana á nýjum íbúðahverfum. Geldinganes er á við hálft Grafarvogshverfið, svo koma Gunnunes og Álfsnes, sem er risastórt, og loks Kjalarnes. „Sundabraut mun náttúrlega ekki gera neitt nema vaxtamörk sveitarfélaganna verði stækkuð og þeim breytt. Kjalarnesið, Álfsnesið og Gunnunesið, þetta eru allt tilvalin hverfi fyrir íbúðabyggð,” segir Örn. Hann telur höfuðborgarsvæðið í raun lítið byggt. „Það er alveg gríðarlegt land sem er óbyggt og tækifæri til þess að auka byggð verulega. Og ég myndi halda að bara þessi svæði, sem við erum búin að nefna hér, þetta gæti verið svona þrjátíu til fjörutíu prósenta stækkun á höfuðborgarsvæðinu.” Örn hefur starfað í byggingageiranum frá árinu 1977 og byggt vel á þriðja þúsund íbúða á nærri hálfrar aldar ferli, fyrst hjá Byggung í Mosfellsbæ. Hann stýrði lengi verktakafyrirtækinu Álftárósi en hefur undanfarin ár verið að byggja Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Hann segir byggingalandið sem opnast mjög gott og telur áhyggjur af vindafari á nesjunum óþarfar. Reynslan hafi sýnt að byggð bæti veðurfar. „Besta leiðin til þess að fá gott veðurfar er að byggja lágreista byggð. Vegna þess að ef við byggjum há hús, þá drögum við vindinn niður í hverfin. Og það er akkúrat það sem við því miður höfum verið að gera síðustu ár.” Veglínan um Álfsnes. Fjær er Geldinganes. Hér sést vel það mikla byggingarland sem verður aðgengilegra með Sundabraut.Efla Með Sundabraut muni svæði eins og Álfsnes færast mun nær borgarmiðjunni. Leiðin úr Álfsnesi og niður í miðbæ og leiðin úr Mosfellsbæ séu jafnlangar. „Þannig að allt það sem bætist við hérna á Álfsnesinu og Geldinganesinu það er nær borginni heldur en Mosfellsbær.” En á hvaða svæði myndi hann vilja byrja á? „Ég mundi segja að bæði Geldinganesið og Álfsnesið ættu að fara í uppbyggingu nú þegar. Síðan ætti Kjalarnesið að koma í framhaldi af því,” segir Örn Kjærnested. Örn skammar meðal annars sveitarfélög og fjárfesta fyrir að halda uppi lóðaverði í ítarlegra viðtali sem sjá má hér: Sundabraut Byggingariðnaður Skipulag Jarða- og lóðamál Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Borgarstjórn Tengdar fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41 Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Í fréttum Sýnar má sjá hvernig Sundabrautin teiknast inn á landakortið og opnar þannig möguleikana á nýjum íbúðahverfum. Geldinganes er á við hálft Grafarvogshverfið, svo koma Gunnunes og Álfsnes, sem er risastórt, og loks Kjalarnes. „Sundabraut mun náttúrlega ekki gera neitt nema vaxtamörk sveitarfélaganna verði stækkuð og þeim breytt. Kjalarnesið, Álfsnesið og Gunnunesið, þetta eru allt tilvalin hverfi fyrir íbúðabyggð,” segir Örn. Hann telur höfuðborgarsvæðið í raun lítið byggt. „Það er alveg gríðarlegt land sem er óbyggt og tækifæri til þess að auka byggð verulega. Og ég myndi halda að bara þessi svæði, sem við erum búin að nefna hér, þetta gæti verið svona þrjátíu til fjörutíu prósenta stækkun á höfuðborgarsvæðinu.” Örn hefur starfað í byggingageiranum frá árinu 1977 og byggt vel á þriðja þúsund íbúða á nærri hálfrar aldar ferli, fyrst hjá Byggung í Mosfellsbæ. Hann stýrði lengi verktakafyrirtækinu Álftárósi en hefur undanfarin ár verið að byggja Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Hann segir byggingalandið sem opnast mjög gott og telur áhyggjur af vindafari á nesjunum óþarfar. Reynslan hafi sýnt að byggð bæti veðurfar. „Besta leiðin til þess að fá gott veðurfar er að byggja lágreista byggð. Vegna þess að ef við byggjum há hús, þá drögum við vindinn niður í hverfin. Og það er akkúrat það sem við því miður höfum verið að gera síðustu ár.” Veglínan um Álfsnes. Fjær er Geldinganes. Hér sést vel það mikla byggingarland sem verður aðgengilegra með Sundabraut.Efla Með Sundabraut muni svæði eins og Álfsnes færast mun nær borgarmiðjunni. Leiðin úr Álfsnesi og niður í miðbæ og leiðin úr Mosfellsbæ séu jafnlangar. „Þannig að allt það sem bætist við hérna á Álfsnesinu og Geldinganesinu það er nær borginni heldur en Mosfellsbær.” En á hvaða svæði myndi hann vilja byrja á? „Ég mundi segja að bæði Geldinganesið og Álfsnesið ættu að fara í uppbyggingu nú þegar. Síðan ætti Kjalarnesið að koma í framhaldi af því,” segir Örn Kjærnested. Örn skammar meðal annars sveitarfélög og fjárfesta fyrir að halda uppi lóðaverði í ítarlegra viðtali sem sjá má hér:
Sundabraut Byggingariðnaður Skipulag Jarða- og lóðamál Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Borgarstjórn Tengdar fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41 Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41
Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37
Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00