Lífið

Fyndnustu dýralífsmyndir ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjórar af fyndnustu dýralífsmyndum ársins.
Fjórar af fyndnustu dýralífsmyndum ársins. Nikon Comedy Wildlife Awards

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Nikon Comedy Wildlife Photography Awards birtu í dag þær myndir sem keppa til úrslita þetta árið. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Enn eitt árið bárust fleiri myndir en höfðu gert áður og voru þær nærri því tíu þúsund talsins og frá ljósmyndurum í 108 löndum.

Fyrstu verðlaun eru safaríferð í Kenía og einnig er hægt að vinna myndavélar og annan búnað.

Frekari upplýsingar má finna á vef NCPWA.

Í sumar voru birtar tíu af myndum sem borist höfðu í keppnina. Einungis þrjár þeirra eru þó á listanum hér að neðan.

Sjá einnig: Tíu af fyndnustu dýralífsmyndunum

Bestu myndir síðasta árs má svo finna hér að neðan.

NCWPA eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og þetta árið vinna forsvarsmenn keppninnar með Whitley Fund for Nature samtökunum í Bretlandi. Það eru samtök sem vinna að dýravernd um heiminn allan.

Verðlaunakeppnin er haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards, sem snýst um skondnar myndir af gæludýrum fólks.

Sjá einnig: Fyndnustu gæludýramyndir ársins

Sigurvegarar keppninnar verða opinberaðir í desember.

Þessi mynd ber titilinn „Hvar er aftur hreiðrið mitt?“.Alison Tuck/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þessir kumpánar hyggja á eitthvað slæmt.Andrew Mortimer/Nikon Comedy Wildlife Awards

„Þessa pósu kalla ég flatamaga manneskju.“Andrey Giljov/Nikon Comedy Wildlife Awards

Það getur verið ósköp eðlilegt að vera ósáttur við myndatöku.Annette Kirby/Nikon Comedy Wildlife Awards

Franskur ljósmyndari fangaði þessa sprengjuárás mávs á örn hér á Íslandi. Mér sýnist við ekkert þurfa á NATO að halda hér á landi.Antoine Rezer/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þessi bíður sallarólegur eftir því að vera kysstur af einhverri skvísu.Beate Ammer/Nikon Comedy Wildlife Awards

„Ha?! Af hverju finnst þér ég þurfa að fara til tannlæknis?“Bingqian Gao/Nikon Comedy Wildlife Awards

„Ég ætla að verða kóngur klááááár!“Bret Sallwaechter/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þessi drekafluga virtist hæstánægð með sinn nýjasta fund.Chris Stanley/Nikon Comedy Wildlife Awards

Íkorni að eiga vægast sagt hrottalegan hárdag.Christy Grinton/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þessi er klár á sýningarpallinn.David Fettes/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þessi er pottþétt búinn að horfa nokkrum sinnum á Karate Kid.David Rice/Nikon Comedy Wildlife Awards

Slakað á eftir erfiðan vinnudag.Diana Rebman/Nikon Comedy Wildlife Awards

Lendingarbúnaðurinn er klár og flappar eru niðri. Klár í lendingu.Erkko Badermann/Nikon Comedy Wildlife Awards

Dansað til að gleyma.Geoff Martin/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þessi mynd kallast „Skírn óviljugs trúskiptings“. Ég er hins vegar ekki frá því að ljósmyndarinn hafi fangað morð á filmu.Grayson Bell/Nikon Comedy Wildlife Awards

Búúúhh!Henry Szwinto/Nikon Comedy Wildlife Awards

„Ég er að segja það. Hann gerði þetta í alvörunni!“Hikkaduwa Liyanage/Nikon Comedy Wildlife Awards

„Kíkið í bæinn.“Jenny Stock/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þetta byrjaði sem slagur en það er óljóst hvernig þetta endaði.Jessica Emmett/Nikon Comedy Wildlife Awards

Önd í sólbaði.AP/John Speirs

Ákveðinn apasirkus að eiga sér stað.Kalin Botev/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þessi má greinilega ekki reykja inni hjá sér.Lars Beygang/Nikon Comedy Wildlife Awards

Davíð og Golíat mætast í náttúrunni.Laurent Nilles/Nikon Comedy Wildlife Awards

Nú veit ég ekki með ykkur en ef ég hefði tekið þessa mynd, hefði ég strax tekið til fótanna.Liliana Luca/Nikon Comedy Wildlife Awards

Spæta eða einhverskonar ör. Magnus Berggren/Nikon Comedy Wildlife Awards

Einum blautum skellt á barnið.Mark Meth-Cohn/Nikon Comedy Wildlife Awards

Gemmér fimmu!Mark Meth-Cohn/Nikon Comedy Wildlife Awards

Smá tillitsleysi í gangi.Massimo Felici/Nikon Comedy Wildlife Awards

Aaaargh!Meline Ellwanger/Nikon Comedy Wildlife Awards

„Hey sjóari. Langar þig að skemmta þér?“Michael Stavrakakis/Nikon Comedy Wildlife Awards

Hæja!Michael Lane Steller/Nikon Comedy Wildlife Awards

Hvað dettur vísindamönnum eiginlega í hug næst?Miles Astray/Nikon Comedy Wildlife Awards

„Áfram maðkur!“ Þetta er eins og einhver sena úr fyrri hluta Full metal jacket.Paula Rustemeier/Nikon Comedy Wildlife Awards

Alltaf gott að byrja daginn á góðum teygjuæfingum.Peter Reinold/Nikon Comedy Wildlife Awards

Áhugavert föruneyti hér á ferðinni.Ralph Robinson/Nikon Comedy Wildlife Awards

Þessi mætir öllum sínum vandamálum af mikilli hörku.Stefan Cruysberghs/Nikon Comedy Wildlife Awards

Það þarf einhver að kenna þessum að segja sís almennilega.Valtteri Mulkahainen/Nikon Comedy Wildlife Awards

„Nei, nú hættir þú!“Warren Price/Nikon Comedy Wildlife Awards

Hinn hárprúðasti nashyrningur.Yann Chauvette/Nikon Comedy Wildlife Awards

Hér má sjá svo sjá þrjár myndasyrpur sem eru tilnefndar til verðlauna.

Maggei Hoffman/Nikon Comedy Wildlife Awards

Maggei Hoffman/Nikon Comedy Wildlife Awards

Maggei Hoffman/Nikon Comedy Wildlife Awards

Maggei Hoffman/Nikon Comedy Wildlife Awards

Olivier Colle//Nikon Comedy Wildlife Awards

Olivier Colle//Nikon Comedy Wildlife Awards

Olivier Colle//Nikon Comedy Wildlife Awards

Olivier Colle//Nikon Comedy Wildlife Awards

Vicki Jauron//Nikon Comedy Wildlife Awards

Vicki Jauron//Nikon Comedy Wildlife Awards

Vicki Jauron//Nikon Comedy Wildlife Awards

Vicki Jauron//Nikon Comedy Wildlife Awards





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.