Betra að vera blankur nemi í New York Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. október 2025 07:03 Arnfríður Helgadóttir lét drauminn rætast og flutti til New York. Aðsend „Ég man þegar ég var lítil og sat tímunum saman að teikna hús og byggingar. Það er góð tilfinning að sjá drauminn verða að veruleika,“ segir hin 22 ára gamla Arnfríður Helgadóttir sem greip gæsina þegar hún gafst og flutti til New York í nám. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin vestanhafs. Arnfríður er að læra arkitektúr í stóra eplinu sem hefur verið draumur hjá henni lengi. Hér á Íslandi starfaði hún sem vinsæll barre þjálfari og segist hún stöðugt vera að leita að hinu fullkomna stúdíói úti. Arnfríður býr með kærasta sínum Kjartani Pétri í East Village á Manhattan. View this post on Instagram A post shared by Arnfríður Helgadóttir (@arnfridurhelga) Hvað varð til þess að þú fluttir til New York? Ég hef alltaf ætlað mér að flytja til Los Angeles í skóla, því það er uppáhaldsborgin mín. New York hefur þó líka alltaf verið í miklu uppáhald og ég hugsaði að það væri miklu betra að vera blankur nemi hér en í LA. Hér þarf maður ekki bíl, allt er í göngufæri eða bara ein lestaferð og það er alltaf eitthvað í gangi, sem er jafnvel ókeypis. Það er líka miklu auðveldara að kynnast fólki og mynda tengs, því borgin er svo þétt og full af lífi. Ég sótti um og var eiginlega ekkert að búast við að komast inn. Þegar ég fékk svo svarið að ég væri komin inn, þá var ég í smá sjokki. Ég fór líka til Mílanó, London og Kaupmannahafnar að skoða skóla en mér leist best á New School Parsons, sem er skólinn sem ég er í núna. Útsýnið úr skólanum hjá Arnfríði er rosalegt.Aðsend Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Nei, alls ekki! Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun. Ég fékk svar frá skólanum mjög seint að mínu mati, um miðjan júní og skólinn byrjar í ágúst. Ég varð svo stressuð að ég hugsaði í alvöru um að bíða í eitt ár og byrja næsta haust í staðinn. Þegar ég fékk styrk frá skólanum sem gilti bara ef ég færi strax út fannst mér það smá svona tákn frá alheiminum, þannig ég ákvað að taka sénsinn og kýla á það. Það var smá brjálæði á þeim tíma en klárlega eitt af bestu skrefum sem ég hef tekið. Arnfríður og Kjartan elska lífið í New York.Aðsend Hvað hefurðu búið þar lengi? Ég bý hérna með kærastanum mínum, sem er líka í skóla hér. Við erum búin að búa hér í rúmlega tvo mánuði núna. Hvað ertu að gera þar? Ég er í arkitektúrnámi, sem hefur verið draumurinn minn síðan ég var um tíu ára gömul. Það er ótrúlega spennandi að vera loksins að læra það sem ég hef alltaf haft brennandi áhuga á, að skapa rými og byggingar sem hafa áhrif á hvernig fólk upplifir umhverfið sitt. Arnfríður sækir mikinn innblástur í stórborgina.Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já. Ég hef búið bæði í London og Kaupmannahöfn áður. Það voru tvær mjög ólíkar en frábærar upplifanir, báðar borgirnar kenndu mér mikið og gerðu mig enn ákveðnari í að vilja búa og læra erlendis. Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Daglegt líf í stórborginni hefur verið yndislegt. Ég byrja í skólanum yfirleitt seinnipartinn, þannig að ég hef allan morguninn og fyrri daginn til að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Þar sem ég er enn að aðlagast og búa mér til rútínu er enginn dagur alveg eins en flestir dagar hafa snúist um eitt, að gera íbúðina okkar notalega og heimilislega. Það tók langan tíma að finna rétta íbúð, margar þeirra voru án gríns eins og litlar holur. Eftir mikla leit duttum við í algjöran lukkupott og fundum æðislega íbúð í East Village. Ég hef eytt flestum dögum mínum hérna í að skipuleggja, kaupa hluti, raða og skapa stemningu sem fær mig til að líða eins og ég sé heima. Ég myndi segja að það hafi eiginlega verið mitt uppáhalds verkefni hingað til. Þess á milli elska ég að fara á kaffihús til að læra eða vinna og ég er auðvitað á fullu að leita að hinu fullkomna barre stúdíó. Ég sakna þess svo mikið að kenna og fara í góða tíma. Arnfríður er búin að gera heimili þeirra úti mjög huggulegt.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Það sem mér finnst skemmtilegast við lífið hér úti er hversu mikið líf og orka er alls staðar. Það er alltaf eitthvað í gangi. Eins og um daginn þegar ég ætlaði bara að labba út í búð á þriðjudegi, þá var lítil hljómsveit í einhverri hliðargötu að spila live jazz. Ég endaði á því að setjast niður í hálftíma og fá fría jazz tónleika, sem gerði daginn minn. Það er svo auðvelt að finna eitthvað skemmtilegt að gera á hverjum degi hérna og það gerir hvern dag ótrúlega spennandi. Svo eru hverfin svo falleg, ég elska að fara í göngutúr og skoða mismunandi búðir, kaffihús og byggingar. Arnfríður rambaði inn á skemmtilega jazztónleika í borginni.Aðsend Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Já. Ég fann fyrir rosalegri heimþrá fyrst, sérstaklega áður en ég var búin að gera allt heimilislegt hér hjá okkur. Það tók smá tíma að finna fyrir ró og tilheyra á nýjum stað. Ég sakna líka sérstaklega þess að hafa engin dýr í íbúðinni minni. Núna er ég byrjuð að aðlagast mikið betur og finn varla lengur fyrir heimþrá, heldur meira tilhlökkun yfir öllu því nýja sem er framundan. View this post on Instagram A post shared by Arnfríður Helgadóttir (@arnfridurhelga) Hvað er framundan? Ég myndi segja að það sé að halda áfram að kynnast fólki og vaxa í þessu nýja umhverfi. Ég er nú þegar búin að kynnast ótrúlega skemmtilegu og skapandi fólki hérna, sem hefur stóra drauma og mikinn metnað. Það er mjög hvetjandi að vera umkringd fólki sem lætur draumana sína rætast, það minnir mig á það hvers vegna ég valdi að koma hingað. Ég hlakka til að búa hér lengur, kynnast borginni enn betur og verða hluti af henni. Ég finn hvernig hver dagur kennir mér eitthvað nýtt, bæði um sjálfa mig og um heiminn í kringum mig. Ég vil halda áfram að læra, skapa og finna mína eigin leið í gegnum þetta ferðalag. Þetta er bara byrjunin. View this post on Instagram A post shared by Arnfríður Helgadóttir (@arnfridurhelga) Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það eru svo ótrúlega margir alþjóðlegir í borginni, ekki bara Bandaríkjamenn og flestir sem ég er búin að kynnast eru ekki þaðan. Skólinn minn er líka með nemendur frá yfir hundrað löndum, sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt. Það er svo gaman að kynnast fólki alls staðar að úr heiminum og fá innblástur frá þeim í mismunandi verkefnum og hugmyndum. Arnfríður nýtur sín í botn í New York.Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Örugglega þegar ég keypti mér glænýtt hjól og læsti því fyrir utan íbúðina. Á Íslandi læsti ég eiginlega aldrei neinu og engu var stolið, en hér lærði ég fljótt að það virkar ekki eins. Hjólið hvarf áður en ég náði að hjóla á því einu sinni en lásinn stendur enn á sínum stað, eins og hann sé að hlæja að mér. Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ég held ég muni klárlega búa mikið erlendis í framtíðinni. Mig langar að vinna við eitthvað sem gerir mér kleift að ferðast um heiminn og hanna byggingar og rými á ólíkum stöðum. Það er einmitt ein ástæðan fyrir því að ég er hér, til að mynda tengsl og kynnast fólki alls staðar frá. Samt held ég að ég muni að lokum enda á Íslandi. Ég kann að meta Ísland meira og meira eftir því sem ég bý lengur erlendis. Arnfríður elskar ævintýrin í stórborginni en segist þó stöðugt kunna betur að meta Ísland.Aðsend Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Það sem stendur mest upp úr er að hugsa úti hvað litla ég hefði verið stolt. Ég man þegar ég var lítil og sat tímunum saman að teikna hús og byggingar. Núna er ég loksins að læra að gera það í alvörunni og það er góð tilfinning að sjá drauminn verða að veruleika. Þó að lífið hér sé fullt af nýjum áskorunum þá finn ég að ég er á réttri leið. Það er eitthvað við að vakna á morgnana, labba um borgina og vita að ég er að gera það sem mig hefur alltaf langað til. Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Sjá meira
Arnfríður er að læra arkitektúr í stóra eplinu sem hefur verið draumur hjá henni lengi. Hér á Íslandi starfaði hún sem vinsæll barre þjálfari og segist hún stöðugt vera að leita að hinu fullkomna stúdíói úti. Arnfríður býr með kærasta sínum Kjartani Pétri í East Village á Manhattan. View this post on Instagram A post shared by Arnfríður Helgadóttir (@arnfridurhelga) Hvað varð til þess að þú fluttir til New York? Ég hef alltaf ætlað mér að flytja til Los Angeles í skóla, því það er uppáhaldsborgin mín. New York hefur þó líka alltaf verið í miklu uppáhald og ég hugsaði að það væri miklu betra að vera blankur nemi hér en í LA. Hér þarf maður ekki bíl, allt er í göngufæri eða bara ein lestaferð og það er alltaf eitthvað í gangi, sem er jafnvel ókeypis. Það er líka miklu auðveldara að kynnast fólki og mynda tengs, því borgin er svo þétt og full af lífi. Ég sótti um og var eiginlega ekkert að búast við að komast inn. Þegar ég fékk svo svarið að ég væri komin inn, þá var ég í smá sjokki. Ég fór líka til Mílanó, London og Kaupmannahafnar að skoða skóla en mér leist best á New School Parsons, sem er skólinn sem ég er í núna. Útsýnið úr skólanum hjá Arnfríði er rosalegt.Aðsend Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Nei, alls ekki! Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun. Ég fékk svar frá skólanum mjög seint að mínu mati, um miðjan júní og skólinn byrjar í ágúst. Ég varð svo stressuð að ég hugsaði í alvöru um að bíða í eitt ár og byrja næsta haust í staðinn. Þegar ég fékk styrk frá skólanum sem gilti bara ef ég færi strax út fannst mér það smá svona tákn frá alheiminum, þannig ég ákvað að taka sénsinn og kýla á það. Það var smá brjálæði á þeim tíma en klárlega eitt af bestu skrefum sem ég hef tekið. Arnfríður og Kjartan elska lífið í New York.Aðsend Hvað hefurðu búið þar lengi? Ég bý hérna með kærastanum mínum, sem er líka í skóla hér. Við erum búin að búa hér í rúmlega tvo mánuði núna. Hvað ertu að gera þar? Ég er í arkitektúrnámi, sem hefur verið draumurinn minn síðan ég var um tíu ára gömul. Það er ótrúlega spennandi að vera loksins að læra það sem ég hef alltaf haft brennandi áhuga á, að skapa rými og byggingar sem hafa áhrif á hvernig fólk upplifir umhverfið sitt. Arnfríður sækir mikinn innblástur í stórborgina.Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já. Ég hef búið bæði í London og Kaupmannahöfn áður. Það voru tvær mjög ólíkar en frábærar upplifanir, báðar borgirnar kenndu mér mikið og gerðu mig enn ákveðnari í að vilja búa og læra erlendis. Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Daglegt líf í stórborginni hefur verið yndislegt. Ég byrja í skólanum yfirleitt seinnipartinn, þannig að ég hef allan morguninn og fyrri daginn til að gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Þar sem ég er enn að aðlagast og búa mér til rútínu er enginn dagur alveg eins en flestir dagar hafa snúist um eitt, að gera íbúðina okkar notalega og heimilislega. Það tók langan tíma að finna rétta íbúð, margar þeirra voru án gríns eins og litlar holur. Eftir mikla leit duttum við í algjöran lukkupott og fundum æðislega íbúð í East Village. Ég hef eytt flestum dögum mínum hérna í að skipuleggja, kaupa hluti, raða og skapa stemningu sem fær mig til að líða eins og ég sé heima. Ég myndi segja að það hafi eiginlega verið mitt uppáhalds verkefni hingað til. Þess á milli elska ég að fara á kaffihús til að læra eða vinna og ég er auðvitað á fullu að leita að hinu fullkomna barre stúdíó. Ég sakna þess svo mikið að kenna og fara í góða tíma. Arnfríður er búin að gera heimili þeirra úti mjög huggulegt.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Það sem mér finnst skemmtilegast við lífið hér úti er hversu mikið líf og orka er alls staðar. Það er alltaf eitthvað í gangi. Eins og um daginn þegar ég ætlaði bara að labba út í búð á þriðjudegi, þá var lítil hljómsveit í einhverri hliðargötu að spila live jazz. Ég endaði á því að setjast niður í hálftíma og fá fría jazz tónleika, sem gerði daginn minn. Það er svo auðvelt að finna eitthvað skemmtilegt að gera á hverjum degi hérna og það gerir hvern dag ótrúlega spennandi. Svo eru hverfin svo falleg, ég elska að fara í göngutúr og skoða mismunandi búðir, kaffihús og byggingar. Arnfríður rambaði inn á skemmtilega jazztónleika í borginni.Aðsend Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Já. Ég fann fyrir rosalegri heimþrá fyrst, sérstaklega áður en ég var búin að gera allt heimilislegt hér hjá okkur. Það tók smá tíma að finna fyrir ró og tilheyra á nýjum stað. Ég sakna líka sérstaklega þess að hafa engin dýr í íbúðinni minni. Núna er ég byrjuð að aðlagast mikið betur og finn varla lengur fyrir heimþrá, heldur meira tilhlökkun yfir öllu því nýja sem er framundan. View this post on Instagram A post shared by Arnfríður Helgadóttir (@arnfridurhelga) Hvað er framundan? Ég myndi segja að það sé að halda áfram að kynnast fólki og vaxa í þessu nýja umhverfi. Ég er nú þegar búin að kynnast ótrúlega skemmtilegu og skapandi fólki hérna, sem hefur stóra drauma og mikinn metnað. Það er mjög hvetjandi að vera umkringd fólki sem lætur draumana sína rætast, það minnir mig á það hvers vegna ég valdi að koma hingað. Ég hlakka til að búa hér lengur, kynnast borginni enn betur og verða hluti af henni. Ég finn hvernig hver dagur kennir mér eitthvað nýtt, bæði um sjálfa mig og um heiminn í kringum mig. Ég vil halda áfram að læra, skapa og finna mína eigin leið í gegnum þetta ferðalag. Þetta er bara byrjunin. View this post on Instagram A post shared by Arnfríður Helgadóttir (@arnfridurhelga) Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það eru svo ótrúlega margir alþjóðlegir í borginni, ekki bara Bandaríkjamenn og flestir sem ég er búin að kynnast eru ekki þaðan. Skólinn minn er líka með nemendur frá yfir hundrað löndum, sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt. Það er svo gaman að kynnast fólki alls staðar að úr heiminum og fá innblástur frá þeim í mismunandi verkefnum og hugmyndum. Arnfríður nýtur sín í botn í New York.Aðsend Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Örugglega þegar ég keypti mér glænýtt hjól og læsti því fyrir utan íbúðina. Á Íslandi læsti ég eiginlega aldrei neinu og engu var stolið, en hér lærði ég fljótt að það virkar ekki eins. Hjólið hvarf áður en ég náði að hjóla á því einu sinni en lásinn stendur enn á sínum stað, eins og hann sé að hlæja að mér. Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Ég held ég muni klárlega búa mikið erlendis í framtíðinni. Mig langar að vinna við eitthvað sem gerir mér kleift að ferðast um heiminn og hanna byggingar og rými á ólíkum stöðum. Það er einmitt ein ástæðan fyrir því að ég er hér, til að mynda tengsl og kynnast fólki alls staðar frá. Samt held ég að ég muni að lokum enda á Íslandi. Ég kann að meta Ísland meira og meira eftir því sem ég bý lengur erlendis. Arnfríður elskar ævintýrin í stórborginni en segist þó stöðugt kunna betur að meta Ísland.Aðsend Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Það sem stendur mest upp úr er að hugsa úti hvað litla ég hefði verið stolt. Ég man þegar ég var lítil og sat tímunum saman að teikna hús og byggingar. Núna er ég loksins að læra að gera það í alvörunni og það er góð tilfinning að sjá drauminn verða að veruleika. Þó að lífið hér sé fullt af nýjum áskorunum þá finn ég að ég er á réttri leið. Það er eitthvað við að vakna á morgnana, labba um borgina og vita að ég er að gera það sem mig hefur alltaf langað til.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Sjá meira