„Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2025 21:47 Jökull I. Elísabetarson tók það á sig að undirbúningur fyrir leik hafi ekki verið nægilega góður. Paweł/Vísir Fram og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í leik þar sem Stjarnan hefði með sigri getað tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og Evrópusæti þar af leiðandi. Úrslitaleikur um þriðja sætið er raunin gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildar karla. „Við hefðum mátt setja stífari atlögu að markinu þeirra. Við gerðum það undir lokin og fram að uppbótatíma. Mér fannst markið vera að koma en það var ekki nóg,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, eftir jafntefli við Fram í kvöld. Fram kom boltanum tvisvar í netið í fyrri hálfleik, mörk sem fengu þó ekki að standa. Stjörnumenn virtust ekki mæta alveg klárir til leiks í leik sem þessum, þar sem margar milljónir og Evrópusæti er í húfi. „Ég held að undirbúningurinn hafi bara ekki verið nógu góður, ég tek það á mig. Menn voru að reyna að gera rétta hluti en það var ekki að ganga. Það vantaði að finna lausnir en mér fannst það skána í seinni hálfleik.“ Stjarnan tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferð Bestu deildarinnar. Stjarnan má gera jafntefli og mega einnig tapa með einu marki. „Ég vona að menn finni hugrekki til þess að sækja til sigurs. Það er vinna okkar allra að festa það hugarfar í gegnum vikuna. Það er alltaf hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki. Við förum í þann leik til þess að vinna. Vonandi fáum við fullt af stuðningsfólki til þess að sigla þessu heim með okkur.“ Halldór Árnason var rekinn frá Breiðablik í dag eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Jökull var spurður hvort það yrði skrítið að geta ekki rifist við Halldór á hliðarlínunni í næsta leik. „Það verður leiðinlegt, það er alltaf gaman að rífast og hreyta einhverju yfir til hans. Það verður mikil eftirsjá eftir honum, hann hefur unnið frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Ég veit að hann gengur stoltur frá borði og verður eflaust ekki lengi að finna aðra vinnu.“ Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sjá meira
„Við hefðum mátt setja stífari atlögu að markinu þeirra. Við gerðum það undir lokin og fram að uppbótatíma. Mér fannst markið vera að koma en það var ekki nóg,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, eftir jafntefli við Fram í kvöld. Fram kom boltanum tvisvar í netið í fyrri hálfleik, mörk sem fengu þó ekki að standa. Stjörnumenn virtust ekki mæta alveg klárir til leiks í leik sem þessum, þar sem margar milljónir og Evrópusæti er í húfi. „Ég held að undirbúningurinn hafi bara ekki verið nógu góður, ég tek það á mig. Menn voru að reyna að gera rétta hluti en það var ekki að ganga. Það vantaði að finna lausnir en mér fannst það skána í seinni hálfleik.“ Stjarnan tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferð Bestu deildarinnar. Stjarnan má gera jafntefli og mega einnig tapa með einu marki. „Ég vona að menn finni hugrekki til þess að sækja til sigurs. Það er vinna okkar allra að festa það hugarfar í gegnum vikuna. Það er alltaf hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki. Við förum í þann leik til þess að vinna. Vonandi fáum við fullt af stuðningsfólki til þess að sigla þessu heim með okkur.“ Halldór Árnason var rekinn frá Breiðablik í dag eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Jökull var spurður hvort það yrði skrítið að geta ekki rifist við Halldór á hliðarlínunni í næsta leik. „Það verður leiðinlegt, það er alltaf gaman að rífast og hreyta einhverju yfir til hans. Það verður mikil eftirsjá eftir honum, hann hefur unnið frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Ég veit að hann gengur stoltur frá borði og verður eflaust ekki lengi að finna aðra vinnu.“
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sjá meira