Hafna aftur tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2025 11:07 Vladimír Pútin og Dmitrí Peskóv. AP/Grigory Sysoyev, Sputnik Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38
Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24
Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45