Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 19. október 2025 21:18 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands við undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Á blaðamannafundi eftir undirritun sagði Þorgerður Katrín yfirlýsinguna eðlilegt næsta skref fyrir Íslendinga. Íslendingar og Þjóðverjar hafi átt náið og gott samband áratugum saman og innan NATO. Það samband sé styrkt enn frekar með þessari yfirlýsingu. Hún segir Þjóðverja nú leiðandi afl innan Evrópu og í heiminum í varnarmálum. „Það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og Þýskalands en við ákváðum að formgera það og setja meiri þunga í þetta,“ segir Þorgerður Katrín um þessa yfirlýsingu og þetta samstarf. Það sé ljóst að Þýskaland hafi verið að sækja í sig veðrið þegar komi að öryggis- og varnarmálum og hafi, að hennar mati, tekið að sér leiðtogahlutverk í Evrópu í vörnum og fjárfestingum. „Enda eru þeir ekkert fjarri Rússlandi og þessum hættulega austurhluta.“ Hún segir þetta skipta verulegu máli fyrir Íslendinga. Þjóðverjar leggi, eins og við, mikla áherslu á Norður-Atlantshafið, öryggi í hafi og á norðurslóðum. Þeir fjárfesti miklu sem dæmi í kafbátum með Noregi. „Þetta samkomulag er einn liður í því að tryggja bæði öryggi okkar og varnir og um leið draga fram hvað við Íslendingar erum sterk á ákveðnum sviðum þegar kemur að þjónustu, uppbyggingu innviða, eins og til að mynda á Keflavíkurflugvelli og starfrækja íslenska loftrýmisgæslukerfið.“ Sinnum þjónustu við kafbáta og flugvélar Það sé það sem Ísland komi með að þessu samkomulagi. Það feli til dæmis í sér að hingað geti komið stórir kafbátar og flugvélar. Fyrir þetta þurfi að byggja ákveðna innviði eða styrkja þá sem þegar eru. „Við erum að sjá okkur koma sterk inn í þetta þjónustuhlutverk og ekki síður hitt að undirstrika landfræðilega legu okkar Íslendinga sem er gríðarlega mikilvæg, og náttúrulega stærsta framlag okkar til veru okkar í NATO. Þorgerður Katrín og Boris ræddu við fréttamenn að lokinni undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður segir ógnirnar færast nær okkur og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að vera tilbúin og að fræða í stað þess að hræða. Einn liður í því að styrkja stöðu Íslands sé að gera tvíhliða samkomulag og marghliða samkomulag. Nú sé búið að semja við Þjóðverja og Finna um tvíhliða samkomulag. „Þetta er allt gert til að styrkja stöðu okkar Íslendinga þannig það verði auðveldara fyrir okkur að byggja upp mannafla, þekkingu, tækni og aðstöðu og sýna fram á að við erum öflugir bandamenn þegar á reynir.“ Hún segist hafa séð að það skiptir máli að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Hún muni fylgjast með því hvernig aðrar norrænar þjóðir ætli að haga sínum vörnum í drónamálum. Hún segir NATO hafa verið að styrkja sig allt frá innrás Rússa í Úkraínu og að Evrópuríkin og Kanada séu sérstaklega að styrkja sig. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni að ofan. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Þýskaland Finnland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir undirritun sagði Þorgerður Katrín yfirlýsinguna eðlilegt næsta skref fyrir Íslendinga. Íslendingar og Þjóðverjar hafi átt náið og gott samband áratugum saman og innan NATO. Það samband sé styrkt enn frekar með þessari yfirlýsingu. Hún segir Þjóðverja nú leiðandi afl innan Evrópu og í heiminum í varnarmálum. „Það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og Þýskalands en við ákváðum að formgera það og setja meiri þunga í þetta,“ segir Þorgerður Katrín um þessa yfirlýsingu og þetta samstarf. Það sé ljóst að Þýskaland hafi verið að sækja í sig veðrið þegar komi að öryggis- og varnarmálum og hafi, að hennar mati, tekið að sér leiðtogahlutverk í Evrópu í vörnum og fjárfestingum. „Enda eru þeir ekkert fjarri Rússlandi og þessum hættulega austurhluta.“ Hún segir þetta skipta verulegu máli fyrir Íslendinga. Þjóðverjar leggi, eins og við, mikla áherslu á Norður-Atlantshafið, öryggi í hafi og á norðurslóðum. Þeir fjárfesti miklu sem dæmi í kafbátum með Noregi. „Þetta samkomulag er einn liður í því að tryggja bæði öryggi okkar og varnir og um leið draga fram hvað við Íslendingar erum sterk á ákveðnum sviðum þegar kemur að þjónustu, uppbyggingu innviða, eins og til að mynda á Keflavíkurflugvelli og starfrækja íslenska loftrýmisgæslukerfið.“ Sinnum þjónustu við kafbáta og flugvélar Það sé það sem Ísland komi með að þessu samkomulagi. Það feli til dæmis í sér að hingað geti komið stórir kafbátar og flugvélar. Fyrir þetta þurfi að byggja ákveðna innviði eða styrkja þá sem þegar eru. „Við erum að sjá okkur koma sterk inn í þetta þjónustuhlutverk og ekki síður hitt að undirstrika landfræðilega legu okkar Íslendinga sem er gríðarlega mikilvæg, og náttúrulega stærsta framlag okkar til veru okkar í NATO. Þorgerður Katrín og Boris ræddu við fréttamenn að lokinni undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður segir ógnirnar færast nær okkur og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að vera tilbúin og að fræða í stað þess að hræða. Einn liður í því að styrkja stöðu Íslands sé að gera tvíhliða samkomulag og marghliða samkomulag. Nú sé búið að semja við Þjóðverja og Finna um tvíhliða samkomulag. „Þetta er allt gert til að styrkja stöðu okkar Íslendinga þannig það verði auðveldara fyrir okkur að byggja upp mannafla, þekkingu, tækni og aðstöðu og sýna fram á að við erum öflugir bandamenn þegar á reynir.“ Hún segist hafa séð að það skiptir máli að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Hún muni fylgjast með því hvernig aðrar norrænar þjóðir ætli að haga sínum vörnum í drónamálum. Hún segir NATO hafa verið að styrkja sig allt frá innrás Rússa í Úkraínu og að Evrópuríkin og Kanada séu sérstaklega að styrkja sig. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni að ofan.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Þýskaland Finnland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent