Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:56 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira