Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2025 12:43 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga. Hæstiréttur ógilti í gær einn lið skilmála óverðtryggra húsnæðislána á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka að því leyti að bankinn mátti ekki nota annað en stýrivexti til að hækka vextina. Bankinn hefur sent frá sér tilkynningu í Kauphöll um frummat á áhrifum dómsins og telur að hann muni kosta bankann innan við milljarð, fyrir skatta. Óljóst hvað dómurinn gildi um mörg lán Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir hins vegar að enn eigi eftir að fara yfir hvað dómurinn gildi um mörg lán. „Við gerum ekki ráð fyrir að þetta sé mikill fjöldi lána. Við birtum t.d. tilkynningu í morgun um að áhrifin á bankann sé undir milljarði. Þetta eru ekki háar upphæðir á einstaka lán,“ segir hann. Þessi niðurstaða liggi fyrir þrátt fyrir að fjöldi lána sé enn óljós. „ Við erum að skoða þetta og þetta hefur helst áhrif á eldri lán á bilinu 2017-2020. Fjöldi lánanna sem þetta gildur um liggur ekki endanlega fyrir. Það er flókið að fara yfir lánasamninga slíkra lána og getur tekið vikur eða jafnvel mánuði að skoða þá og endurreikna,“ segir Jón Guðni. Hann segir að bankinn muni hafa frumkvæði að því að láta viðskiptavini sem hafa ofgreitt samkvæmt dómnum vita. Það gæti verið gert með tölvupósti og símtali í framhaldinu. „Við munum sýna frumkvæði og upplýsa lántakendur þegar þetta liggur fyrir. Þá er verið að skoða hvort að bankinn muni greiða viðkomandi með því að leggja upphæðina inn á lánin eða inn á reikninga hjá þeim. En þetta eru ekki háar fjárhæðir,“ segir hann. Aðspurður hvort bankinn muni jafnvel kalla til þriðja aðila til að fara yfir lánasamningana til að auka traust svarar Jón Guðni: „Já það er eitthvað sem við getum skoðað.“ Arion banki segist öðruvísi Margir velta fyrir sér hvort dómurinn gildi um aðrar fjármálastofnanir. Arion banki hefur riðið á vaðið og sent frá sér tilkynningu um að skilmálar þeirra í slíkum lánum séu frábrugðnir því sem fjallað sé um í dómi Hæstaréttar og því erfitt að meta nákvæm áhrif hans. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu væru óveruleg. Íslandsbanki Arion banki Dómsmál Vaxtamálið Lánamál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Hæstiréttur ógilti í gær einn lið skilmála óverðtryggra húsnæðislána á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka að því leyti að bankinn mátti ekki nota annað en stýrivexti til að hækka vextina. Bankinn hefur sent frá sér tilkynningu í Kauphöll um frummat á áhrifum dómsins og telur að hann muni kosta bankann innan við milljarð, fyrir skatta. Óljóst hvað dómurinn gildi um mörg lán Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir hins vegar að enn eigi eftir að fara yfir hvað dómurinn gildi um mörg lán. „Við gerum ekki ráð fyrir að þetta sé mikill fjöldi lána. Við birtum t.d. tilkynningu í morgun um að áhrifin á bankann sé undir milljarði. Þetta eru ekki háar upphæðir á einstaka lán,“ segir hann. Þessi niðurstaða liggi fyrir þrátt fyrir að fjöldi lána sé enn óljós. „ Við erum að skoða þetta og þetta hefur helst áhrif á eldri lán á bilinu 2017-2020. Fjöldi lánanna sem þetta gildur um liggur ekki endanlega fyrir. Það er flókið að fara yfir lánasamninga slíkra lána og getur tekið vikur eða jafnvel mánuði að skoða þá og endurreikna,“ segir Jón Guðni. Hann segir að bankinn muni hafa frumkvæði að því að láta viðskiptavini sem hafa ofgreitt samkvæmt dómnum vita. Það gæti verið gert með tölvupósti og símtali í framhaldinu. „Við munum sýna frumkvæði og upplýsa lántakendur þegar þetta liggur fyrir. Þá er verið að skoða hvort að bankinn muni greiða viðkomandi með því að leggja upphæðina inn á lánin eða inn á reikninga hjá þeim. En þetta eru ekki háar fjárhæðir,“ segir hann. Aðspurður hvort bankinn muni jafnvel kalla til þriðja aðila til að fara yfir lánasamningana til að auka traust svarar Jón Guðni: „Já það er eitthvað sem við getum skoðað.“ Arion banki segist öðruvísi Margir velta fyrir sér hvort dómurinn gildi um aðrar fjármálastofnanir. Arion banki hefur riðið á vaðið og sent frá sér tilkynningu um að skilmálar þeirra í slíkum lánum séu frábrugðnir því sem fjallað sé um í dómi Hæstaréttar og því erfitt að meta nákvæm áhrif hans. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu væru óveruleg.
Íslandsbanki Arion banki Dómsmál Vaxtamálið Lánamál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira