Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 11:27 Staðurinn þar sem banaslysið varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Gangandi kona sem ekið var á á Sæbraut þann 29. september 2024 lést samstundis. Hún varð fyrir bíl sem ekið var norður eftir Sæbrautinni á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en konan gekk yfir götuna þó gönguljósið hafi verið rautt. Engin hemlaför voru við bílinn þar sem honum var ekið á konuna og var bílnum keyrt um 660 metra áfram, áður en hann var stoppaður, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Þar kemur fram að ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð konuna, sem var 37 ára gömul, en slysið var tilkynnt til lögreglu ellefu mínútum eftir miðnætti þann 29. september. Samkvæmt útreikningum rannsakenda, sem byggja á myndbandi, var bílnum ekið eftir Sæbrautinni á um 132 kílómetra hraða. Gögn úr farsíma ökumannsins bentu til þess að ökuhraðinn hafi verið um 143 kílómetrar á klukkustund þegar slysið varð en hámarkshraði þar var sextíu. Hraði bílsins var því meiri en tvöfaldur hámarkshraði. Ekki var hægt að fá upplýsingar um áreksturinn úr loftpúðatölvu bílsins vegna þess hve gamall hann var en um var að ræða Audi, sem nýskráður var árið 2011. Myrkur var þegar slysið varð en kveikt á vegalýsingu með gulleitu ljósi, samkvæmt skýrslunni. Ljósastaurarnir voru á umferðareyju milli akbrauta og einn þeirra staðsettur við gönguleiðina yfir Sæbraut þar sem ekið var á konuna. Þá var vegurinn blautur þegar slysið varð en eins og áður segir voru engin bremsuför á vettvangi. Ekkert var að bílnum sem rannsóknarnefndin segir að mætti rekja orsakir slyssins til. Þá mældist engin lyf eða áfengi í blóði ökumannsins, sem var einn í bílnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Banaslys við Sæbraut Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Engin hemlaför voru við bílinn þar sem honum var ekið á konuna og var bílnum keyrt um 660 metra áfram, áður en hann var stoppaður, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Þar kemur fram að ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð konuna, sem var 37 ára gömul, en slysið var tilkynnt til lögreglu ellefu mínútum eftir miðnætti þann 29. september. Samkvæmt útreikningum rannsakenda, sem byggja á myndbandi, var bílnum ekið eftir Sæbrautinni á um 132 kílómetra hraða. Gögn úr farsíma ökumannsins bentu til þess að ökuhraðinn hafi verið um 143 kílómetrar á klukkustund þegar slysið varð en hámarkshraði þar var sextíu. Hraði bílsins var því meiri en tvöfaldur hámarkshraði. Ekki var hægt að fá upplýsingar um áreksturinn úr loftpúðatölvu bílsins vegna þess hve gamall hann var en um var að ræða Audi, sem nýskráður var árið 2011. Myrkur var þegar slysið varð en kveikt á vegalýsingu með gulleitu ljósi, samkvæmt skýrslunni. Ljósastaurarnir voru á umferðareyju milli akbrauta og einn þeirra staðsettur við gönguleiðina yfir Sæbraut þar sem ekið var á konuna. Þá var vegurinn blautur þegar slysið varð en eins og áður segir voru engin bremsuför á vettvangi. Ekkert var að bílnum sem rannsóknarnefndin segir að mætti rekja orsakir slyssins til. Þá mældist engin lyf eða áfengi í blóði ökumannsins, sem var einn í bílnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Banaslys við Sæbraut Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira