Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2025 19:31 Strætó vill tengja þessar tvær götur svo vagnar geti keyrt þar í gegn. Vísir/Anton Brink Íbúi í Fossvogi segir að strætóumferð í gegnum hverfið úr Kópavogi geri það að umferðareyju. Hann segir að sextán strætisvagnar muni keyra í gegnum hverfið á hverri klukkustund verði strætó að ósk sinni að opna þar leið á milli Kópavogs og Reykjavíkur. Strætó hefur óskað eftir því að opnað verði á akstursleið frá Kópavogi yfir til Reykjavíkur í gegnum Fossvoginn. Strætó segir að með þessu muni þjónusta við hverfin í kring aukast verulega en íbúar eru ósáttir og segja öryggi barna í hverfinu ógnað. Bréf frá strætó var lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar í síðustu viku. Þar er óskað eftir að Reykjavík og Kópavogur undirbúi byggingu vegar á milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar sem báðar eru botnlangagötur. Útbúin yrði einbreið akstursleið fyrir strætó og sett yrðu upp hlið til að tryggja að önnur umferð færi ekki um veginn. Sextán vagnar á klukkustund í gegnum hverfið Íbúi í Fossvogi er ósáttur og segir hugmyndina áður hafa verið lagða fram við dræmar undirtektir. Öryggi barna og heild hverfisins sé stefnt í hættu. „Þessi hugmynd hefur komið upp áður, hún hefur komið upp ítrekað og verið lögð fyrir og alltaf hlotið mjög neikvæðan hljómgrunn og öðrum hagaðilum í hverfinu. Þegar hún var lögð fram 2019 með þessa nákvæma útfærslu var það sú hugmynd sem fékk neikvæðustu viðbrögð af öllum í kynningu á nýju skipulagi vegna Borgarlínunnar,“ segir Karl Óskar Þráinsson sem býr í Reykjavíkurmegin við þá götu sem Strætó vill keyra í gegn. Rauðu línurnar sýna leiðina sem Strætó vill að vagnar sínir aki og þá sjást hliðin sem verða lokuð á milli þess sem strætó keyrir svo önnur umferð geti ekki keyrt á milli.Vísir Strætó segir að strax við opnun myndu tvær leiðir nýta sér leiðina en ein þegar nýtt leiðakerfi verður tekið í notkun þegar fyrsti áfangi Borgarlínu er lokið „Eins og tillagan lítar út núna þá er lagt til að tvær leiðir verði settar hér í gegn, allt að sextán vagnar á klukkustund sem þýðir að um það bil þrjár mínútur verða á milli vagna. Það er engan veginn ásættanlegt í miðju íbúahverfi að bjóða upp á svoleiðis umferð.“ Hverfið gert að umferðareyju Strætó heldur því fram að með breytingunni séu minni líkur á umferðartöfum vagna en Karl segir að beggja megin hverfisins séu flöskuhálsar sem framkvæmdi breyti engu um. Í bréfi strætó er sagt að leiðin myndi nýtast sem hjáleið vegna framkvæmda við Reykjanesbraut sem er austan við hverfið. Karl segir að nýlega hafi Vegagerðin lagt til færslu Reykjanesbrautar til vesturs nær íbúabyggðinni. „Nú kemur tillaga frá strætó um að flytja þunga umferð vestan megin við hverfið, til okkar í Blesugrófinni, og þar með gera hverfið að umferðareyju. Ég held það sé enginn borgarbúi eða bæjarbúi og enginn okkar kjörnu fulltrúa sem vill standa fyrir því að búa til umferðareyju í miðjum Fossvoginum.“ Fossvogurinn í Reykjavík.Vísir/Anton Brink Fossvogurinn er mikið útivistarsvæði og göngustígar þvera hverfið á nokkrum stöðum. „Hér liggja í gegn tvær slagæðar hjólandi samgangna um höfuðborgarsvæðið frá austri til vesturs sem þjónusta þúsundir manna á degi hverjum. Þessi framkvæmd mun þvera þessar slagæðar á tveimur stöðum, bæði hér fyrir ofan þar sem á að opna en ekki síður niðri í miðjum dalnum þar sem er mjög löng saga um mikla hjólaumferð ásamt mikilli ástund almenningsíþrótta,“ segir Karl. Hlið sem bila ítrekað og standa bilaðar mánuðum saman Samkvæmt framkvæmdaáætlun Eflu þyrfti að fjarlægja bílastæði beggja megin og þá væri ekki hægt að nýta götukanta Stjörnugrófar sem bílastæði líkt og oft er gert. „Þetta breytir griðarlega miklu máli, það eru lítil hús á litlum lóðum og gatan hér er í raun einu bílastæðin sem íbúar hafa fyrir aðra en nákvæmlega sjáfla sig. Þetta mun líka hafa áhrif á íþróttafélagið Víking þar sem gatan hefur verið mikilvægt bílastæði fyrir kappleiki og aðrar uppákomur.“ Kópavogsmegin er aðkoma bíla þröng og segir Karl að það sjái það hver maður að það svæði sé ófært um að sinna umferð stórra ökutækja mörgum sinnum á klukkustund. Hann segir strætó hafa viðurkennt fyrir íbúum að opnanir sem þessar, þar sem hlið eru notuð til að loka á aðra umferð, hafi ekki reynst vel annars staðar. Yfirlitsmynd yfir svæðið. Lengst til hægri á myndinn sést hvar áætlað er að strætó muni keyra af hringtorgi og inn á Fossvogsbrún og taki síðan hægri beygju í átt að Stjörnugróf.Vísir/Anton Brink „Þessar lausnir sem þau koma með hliðlausnir eða lokanir hafa bilað ítrekað og standa bilaðar mánuðum saman og þá er óheft umferð allra um viðeigandi götur sem er algjörlega ólíðandi.“ Hann segir hvorki Strætó né Reykjavíkurborg hafa haft samband við íbúa vegna málsins. „Ef svo ólíklega vildi til að borgar- og bæjaryfirvöld raunverulega íhuguð þennan kost þá hlýtur það að vera skýlaus hkrafa okkar íbúa og hagsmunaaðila á þessu svæði að samtalið verði tekið áður en nokkur ákvörðun eða vísir að ákvörðun veðri tekin.“ Samgöngur Reykjavík Kópavogur Strætó Vegagerð Skipulag Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Strætó hefur óskað eftir því að opnað verði á akstursleið frá Kópavogi yfir til Reykjavíkur í gegnum Fossvoginn. Strætó segir að með þessu muni þjónusta við hverfin í kring aukast verulega en íbúar eru ósáttir og segja öryggi barna í hverfinu ógnað. Bréf frá strætó var lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar í síðustu viku. Þar er óskað eftir að Reykjavík og Kópavogur undirbúi byggingu vegar á milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar sem báðar eru botnlangagötur. Útbúin yrði einbreið akstursleið fyrir strætó og sett yrðu upp hlið til að tryggja að önnur umferð færi ekki um veginn. Sextán vagnar á klukkustund í gegnum hverfið Íbúi í Fossvogi er ósáttur og segir hugmyndina áður hafa verið lagða fram við dræmar undirtektir. Öryggi barna og heild hverfisins sé stefnt í hættu. „Þessi hugmynd hefur komið upp áður, hún hefur komið upp ítrekað og verið lögð fyrir og alltaf hlotið mjög neikvæðan hljómgrunn og öðrum hagaðilum í hverfinu. Þegar hún var lögð fram 2019 með þessa nákvæma útfærslu var það sú hugmynd sem fékk neikvæðustu viðbrögð af öllum í kynningu á nýju skipulagi vegna Borgarlínunnar,“ segir Karl Óskar Þráinsson sem býr í Reykjavíkurmegin við þá götu sem Strætó vill keyra í gegn. Rauðu línurnar sýna leiðina sem Strætó vill að vagnar sínir aki og þá sjást hliðin sem verða lokuð á milli þess sem strætó keyrir svo önnur umferð geti ekki keyrt á milli.Vísir Strætó segir að strax við opnun myndu tvær leiðir nýta sér leiðina en ein þegar nýtt leiðakerfi verður tekið í notkun þegar fyrsti áfangi Borgarlínu er lokið „Eins og tillagan lítar út núna þá er lagt til að tvær leiðir verði settar hér í gegn, allt að sextán vagnar á klukkustund sem þýðir að um það bil þrjár mínútur verða á milli vagna. Það er engan veginn ásættanlegt í miðju íbúahverfi að bjóða upp á svoleiðis umferð.“ Hverfið gert að umferðareyju Strætó heldur því fram að með breytingunni séu minni líkur á umferðartöfum vagna en Karl segir að beggja megin hverfisins séu flöskuhálsar sem framkvæmdi breyti engu um. Í bréfi strætó er sagt að leiðin myndi nýtast sem hjáleið vegna framkvæmda við Reykjanesbraut sem er austan við hverfið. Karl segir að nýlega hafi Vegagerðin lagt til færslu Reykjanesbrautar til vesturs nær íbúabyggðinni. „Nú kemur tillaga frá strætó um að flytja þunga umferð vestan megin við hverfið, til okkar í Blesugrófinni, og þar með gera hverfið að umferðareyju. Ég held það sé enginn borgarbúi eða bæjarbúi og enginn okkar kjörnu fulltrúa sem vill standa fyrir því að búa til umferðareyju í miðjum Fossvoginum.“ Fossvogurinn í Reykjavík.Vísir/Anton Brink Fossvogurinn er mikið útivistarsvæði og göngustígar þvera hverfið á nokkrum stöðum. „Hér liggja í gegn tvær slagæðar hjólandi samgangna um höfuðborgarsvæðið frá austri til vesturs sem þjónusta þúsundir manna á degi hverjum. Þessi framkvæmd mun þvera þessar slagæðar á tveimur stöðum, bæði hér fyrir ofan þar sem á að opna en ekki síður niðri í miðjum dalnum þar sem er mjög löng saga um mikla hjólaumferð ásamt mikilli ástund almenningsíþrótta,“ segir Karl. Hlið sem bila ítrekað og standa bilaðar mánuðum saman Samkvæmt framkvæmdaáætlun Eflu þyrfti að fjarlægja bílastæði beggja megin og þá væri ekki hægt að nýta götukanta Stjörnugrófar sem bílastæði líkt og oft er gert. „Þetta breytir griðarlega miklu máli, það eru lítil hús á litlum lóðum og gatan hér er í raun einu bílastæðin sem íbúar hafa fyrir aðra en nákvæmlega sjáfla sig. Þetta mun líka hafa áhrif á íþróttafélagið Víking þar sem gatan hefur verið mikilvægt bílastæði fyrir kappleiki og aðrar uppákomur.“ Kópavogsmegin er aðkoma bíla þröng og segir Karl að það sjái það hver maður að það svæði sé ófært um að sinna umferð stórra ökutækja mörgum sinnum á klukkustund. Hann segir strætó hafa viðurkennt fyrir íbúum að opnanir sem þessar, þar sem hlið eru notuð til að loka á aðra umferð, hafi ekki reynst vel annars staðar. Yfirlitsmynd yfir svæðið. Lengst til hægri á myndinn sést hvar áætlað er að strætó muni keyra af hringtorgi og inn á Fossvogsbrún og taki síðan hægri beygju í átt að Stjörnugróf.Vísir/Anton Brink „Þessar lausnir sem þau koma með hliðlausnir eða lokanir hafa bilað ítrekað og standa bilaðar mánuðum saman og þá er óheft umferð allra um viðeigandi götur sem er algjörlega ólíðandi.“ Hann segir hvorki Strætó né Reykjavíkurborg hafa haft samband við íbúa vegna málsins. „Ef svo ólíklega vildi til að borgar- og bæjaryfirvöld raunverulega íhuguð þennan kost þá hlýtur það að vera skýlaus hkrafa okkar íbúa og hagsmunaaðila á þessu svæði að samtalið verði tekið áður en nokkur ákvörðun eða vísir að ákvörðun veðri tekin.“
Samgöngur Reykjavík Kópavogur Strætó Vegagerð Skipulag Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira