„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2025 13:45 Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira