„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2025 13:45 Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira