Innlent

Mætti með hníf í sund og var vísað út

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Um hvaða sundhöll ræðir er ekki tekið fram en hér er Sundhöll Reykjavíkur.
Um hvaða sundhöll ræðir er ekki tekið fram en hér er Sundhöll Reykjavíkur. Vísir/Egill

Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Þetta er á meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls eru 65 mál skráð í kerfinu frá klukkan fimm í morgun til fimm síðdegis og þrír eru vistaðir í fangageymslu.

Lögregla var einnig kölluð á vettvang í umdæmi lögreglustöðvar eitt við Hlemm vegna ölvaðs manns sem komst ekki inn heima hjá sér. Hann reyndi þá að sparka sér leið inn en var gert að láta af þessari háttsemi sinni í þágu næturróar.

Lögreglumenn á stöð fjögur sem sinnir verkefnum í austurhluta borgarinnar kærðu mann fyrir að hrækja í andlit á lögreglumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×