Tónlist

Lofar hlust­endum já­kvæðri og skemmti­legri stemmingu

Boði Logason skrifar
Jóhanna Helga verður í loftinu alla virka daga á milli 10 og 14 á FM957.
Jóhanna Helga verður í loftinu alla virka daga á milli 10 og 14 á FM957. Sýn

Jóhanna Helga Jensdóttir hefur verið ráðin í nýtt og umfangsmeira hlutverk á útvarpsstöðinni FM957 og mun nú fylgja hlustendum alla virka daga á milli klukkan tíu og tvö.

Jóhanna Helga hefur stýrt útvarpsþáttum á stöðinni á sunnudögum en færir sig nú af helgunum yfir á virka daga. Hún hefur komið að ýmsum fjölmiðlaverkefnum, þar á meðal sjónvarpsþáttunum #Samstarf sem sýndir eru á Sýn+. Hún er með BS-gráðu í iðjuþjálfunarfræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku.

„Ég hef frá fyrsta degi haft virkilega gaman af því að vera í útvarpi og er því mjög spennt fyrir þessum nýja kafla. Ég hlakka mikið til að vera með hlustendum á hverjum degi í jákvæðri, léttri og skemmtilegri stemmingu,“ er haft eftir Jóhönnu Helgu í tilkynningu.

Í tilkynningunni er haft eftir Agli Ploder, dagskrárstjóra FM957, að nýi þáttur Jóhönnu muni gefa stöðinni meiri heildarbrag enda verði kynnt dagskrá nú alla daga frá 7 til 18. „Jóhanna kemur til með að vera með hlustendum í öllu amstri dagsins og ég veit að hún mun gera það gríðarlega vel“

Jóhanna mætir til leiks á FM957 á mánudaginn klukkan 10.

Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.