Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar 10. október 2025 09:01 Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun