Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar 7. október 2025 11:01 Ég lenti í dómsmáli fyrir nokkrum árum síðan. Í því lenti ég í margs konar uppákomum, sumum svo skringilegum og bera fulltrúum dómskerfisins svo slæma sögu að meira að segja er erfitt að segja frá því. Ein slík fer hér á eftir: Ekki er óalgengt í dómsmáli að það þurfi að fá sérfræðinga að málinu til þess að meta eitthvað eða rannsaka. Þegar um rannsókn er að ræða þarf stundum að framkvæma hana á rannsóknarstofu, jafnvel erlendis. Svo var í þessu tilfelli. Ein krafa hins aðilans í málinu af mörgum setti málið í það skringilega stöðu að það fór um langan tíma beinlínis á hliðina og kostaði mig mikið fé. Það gerðist vegna þess að dómarinn tók undir kröfuna og gerði að sinni. Nánar tiltekið samþykkti dómarinn kröfu hins aðilans um að gögnin sem rannsóknaraðilinn þurfti til rannsóknarinnar mættu ekki fara úr dómshúsinu. Þess vegna yrði rannsóknin að fara þar fram. Matsmaðurinn yrði að ferðast til landsins og einnig þyrfti að koma þeim tækjum sem þurfti til rannsóknarinnar í dómsal og setja þau þar upp. Þetta var náttúrulega galið. Minn lögmaður tjáði mér að dómarinn hefði ákveðið þetta án aðkomu hans. Ég hafði verið settur í þá stöðu að hafa fengið samþykkt dómara fyrir því að rannsóknin færi fram en í raun bann hans við því að hún gæti farið fram. Lengi vel virtist það kosta margar milljónir að fá tækin send og setja rannsóknarstofuna upp í dómsal. Við héldum um tíma að okkur hefði tekist gera hið ómögulega og halda kostnaðinum við eina milljón króna en á síðustu stundu reyndist það tálsýn. Þá ákvað dómarinn að liðka fyrir þannig að á endanum kom rannsóknarmaðurinn til landsins. Nokkrum klukkutímum eftir komuna gaf dómarinn hins vegar leyfi til þess að hann mætti taka rannsóknargögnin með sér úr landi og gera rannsóknina á sinni rannsóknarstofu. Ég var ekki viðstaddur þinghaldið þar sem ákvörðunin var tekin. Lögmaður minn tjáði mér að dómarinn hefði viðurkennt að í kröfunni hefði verið vísað til laga sem ekki áttu við í þessu máli. Ríkið varð ekki einu sinni skaðabótaskylt og mikið held ég að hafi verið hlegið í herbúðum hins aðilans hvernig þetta bragð heppnaðist, það er hvernig tókst að leika á dómarann. Ef að var þá þannig? Mér finnst að það hafi verið ótrúlega auðvelt. Ég sá einu sinni gamanmynd í bíó um mann sem þurfti að flytjast búferlum milli fylkja í landinu sem hann bjó í. Þegar hann var kominn á áfangastað var hann á þönum milli skrifstofa til þess að fá dvalarleyfi og vinnu til þess að framfæra sér. Hann fékk ekki dvalarleyfi vegna þess að hann hafði ekki vinnu og fékk ekki vinnu vegna þess að hann hafði ekki dvalarleyfi. Hann var að lokum dæmdur í fangelsi fyrir að skamma opinberan embættismann blóðugum skömmum. Það bjargaði honum að vísu frá algjöru svelti. Mér fannst ofangreind kvikmynd afskaplega fyndin þegar ég sá hana en núna sé ég hana í ljósi íslenska dómskerfisins. Þarna var um að ræða fulltrúa úr röðum almennings rétt eins og mig. Ég verð að segja að ég hef lent í ýmsu um ævina, stundum verið kallaður til þegar fyrirtæki hafa átt við ýmis konar rekstrarvanda að stríða en þó aldrei áður kynnst jafn mikilli endemis vitleysu og ég hef lýst hér á undan. Auðvitað þurfti ég að greiða matsmanninum fyrir ferðalagið til og frá Íslandi, veru hans hér og heilmikinn lögmannskostnað að auki þannig að ég varð ofan á allt saman eitthvað um einni milljón krónum fátækari. Nokkur ár eru síðan þannig að upphæðin væri töluvert hærri og í dag. Mér skilst á lögmönnum að svona uppákomur þekkist í dómskerfinu. Sá úr röðum almennings sem er að íhuga að fara í mál við sér sterkari aðila þarf að hafa það í huga að áhættan getur verið miklu meiri en virðist í fyrstu. Ótrúlega auðvelt er að bregða fyrir þig fæti. Þú veist yfirleitt aldrei hvort það er gert vegna mistaka eða af ásettu ráði og hverjir eigi þar hlut að máli. Þar fyrir utan eiga að mínu mati vinnubrögð innan dómskerfisins að vera þannig að álíka alvarleg mistök komi ekki oftar fyrir en möguleiki er á að vinna stóra vinninginn í happdrætti. Allt annað finnst mér bera vott um spillingu ekki síst þegar það virðist loða við að fólk úr röðum almennings verði skotspónninn. Spillingu sem dómsmálsráðherrann og fleiri ráðamenn virðast telja að ekki megi gagnrýna. Það finnst mér einnig bera vott um spillingu, að minnsta kosti í lýðræðisríki. Hvað finnst þér? Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég lenti í dómsmáli fyrir nokkrum árum síðan. Í því lenti ég í margs konar uppákomum, sumum svo skringilegum og bera fulltrúum dómskerfisins svo slæma sögu að meira að segja er erfitt að segja frá því. Ein slík fer hér á eftir: Ekki er óalgengt í dómsmáli að það þurfi að fá sérfræðinga að málinu til þess að meta eitthvað eða rannsaka. Þegar um rannsókn er að ræða þarf stundum að framkvæma hana á rannsóknarstofu, jafnvel erlendis. Svo var í þessu tilfelli. Ein krafa hins aðilans í málinu af mörgum setti málið í það skringilega stöðu að það fór um langan tíma beinlínis á hliðina og kostaði mig mikið fé. Það gerðist vegna þess að dómarinn tók undir kröfuna og gerði að sinni. Nánar tiltekið samþykkti dómarinn kröfu hins aðilans um að gögnin sem rannsóknaraðilinn þurfti til rannsóknarinnar mættu ekki fara úr dómshúsinu. Þess vegna yrði rannsóknin að fara þar fram. Matsmaðurinn yrði að ferðast til landsins og einnig þyrfti að koma þeim tækjum sem þurfti til rannsóknarinnar í dómsal og setja þau þar upp. Þetta var náttúrulega galið. Minn lögmaður tjáði mér að dómarinn hefði ákveðið þetta án aðkomu hans. Ég hafði verið settur í þá stöðu að hafa fengið samþykkt dómara fyrir því að rannsóknin færi fram en í raun bann hans við því að hún gæti farið fram. Lengi vel virtist það kosta margar milljónir að fá tækin send og setja rannsóknarstofuna upp í dómsal. Við héldum um tíma að okkur hefði tekist gera hið ómögulega og halda kostnaðinum við eina milljón króna en á síðustu stundu reyndist það tálsýn. Þá ákvað dómarinn að liðka fyrir þannig að á endanum kom rannsóknarmaðurinn til landsins. Nokkrum klukkutímum eftir komuna gaf dómarinn hins vegar leyfi til þess að hann mætti taka rannsóknargögnin með sér úr landi og gera rannsóknina á sinni rannsóknarstofu. Ég var ekki viðstaddur þinghaldið þar sem ákvörðunin var tekin. Lögmaður minn tjáði mér að dómarinn hefði viðurkennt að í kröfunni hefði verið vísað til laga sem ekki áttu við í þessu máli. Ríkið varð ekki einu sinni skaðabótaskylt og mikið held ég að hafi verið hlegið í herbúðum hins aðilans hvernig þetta bragð heppnaðist, það er hvernig tókst að leika á dómarann. Ef að var þá þannig? Mér finnst að það hafi verið ótrúlega auðvelt. Ég sá einu sinni gamanmynd í bíó um mann sem þurfti að flytjast búferlum milli fylkja í landinu sem hann bjó í. Þegar hann var kominn á áfangastað var hann á þönum milli skrifstofa til þess að fá dvalarleyfi og vinnu til þess að framfæra sér. Hann fékk ekki dvalarleyfi vegna þess að hann hafði ekki vinnu og fékk ekki vinnu vegna þess að hann hafði ekki dvalarleyfi. Hann var að lokum dæmdur í fangelsi fyrir að skamma opinberan embættismann blóðugum skömmum. Það bjargaði honum að vísu frá algjöru svelti. Mér fannst ofangreind kvikmynd afskaplega fyndin þegar ég sá hana en núna sé ég hana í ljósi íslenska dómskerfisins. Þarna var um að ræða fulltrúa úr röðum almennings rétt eins og mig. Ég verð að segja að ég hef lent í ýmsu um ævina, stundum verið kallaður til þegar fyrirtæki hafa átt við ýmis konar rekstrarvanda að stríða en þó aldrei áður kynnst jafn mikilli endemis vitleysu og ég hef lýst hér á undan. Auðvitað þurfti ég að greiða matsmanninum fyrir ferðalagið til og frá Íslandi, veru hans hér og heilmikinn lögmannskostnað að auki þannig að ég varð ofan á allt saman eitthvað um einni milljón krónum fátækari. Nokkur ár eru síðan þannig að upphæðin væri töluvert hærri og í dag. Mér skilst á lögmönnum að svona uppákomur þekkist í dómskerfinu. Sá úr röðum almennings sem er að íhuga að fara í mál við sér sterkari aðila þarf að hafa það í huga að áhættan getur verið miklu meiri en virðist í fyrstu. Ótrúlega auðvelt er að bregða fyrir þig fæti. Þú veist yfirleitt aldrei hvort það er gert vegna mistaka eða af ásettu ráði og hverjir eigi þar hlut að máli. Þar fyrir utan eiga að mínu mati vinnubrögð innan dómskerfisins að vera þannig að álíka alvarleg mistök komi ekki oftar fyrir en möguleiki er á að vinna stóra vinninginn í happdrætti. Allt annað finnst mér bera vott um spillingu ekki síst þegar það virðist loða við að fólk úr röðum almennings verði skotspónninn. Spillingu sem dómsmálsráðherrann og fleiri ráðamenn virðast telja að ekki megi gagnrýna. Það finnst mér einnig bera vott um spillingu, að minnsta kosti í lýðræðisríki. Hvað finnst þér? Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun