Hvernig er best að byggja upp traust? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. október 2025 13:00 Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur segir traust undirstaða vellíðanar og heilsu. Traust er grunnurinn að heilbrigðum og farsælum samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldu, vini eða samstarfsfólk. Það skapar öryggi, dýpri tengsl og auðveldar að leysa ágreining. En hvernig er best að byggja upp traust? Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur og eigandi Auðnast, segir traust meginforsendu í samskiptum. Þegar traust brotnar er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að það mun taka tíma að byggja það upp aftur. „Traust er svo magnað fyrirbæri og verður ekki til á einni nóttu, og það verður ekki til í orðum. Það verður til í síendurteknum athöfnum yfir ákveðinn tíma. Það er þessi stöðugleiki í athöfnum sem byggir upp þráðinn sem kallast traust,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Besta leiðin er að við gerum okkur grein fyrir hversu mikils virði traust er, svo við brjótum það ekki. En stundum gerist það óhjákvæmilega, og þá þurfum við að átta okkur á því að þetta er langhlaup að byggja aftur upp traustið.“ Traust beintengt heilsu Að sögn Ragnhildar er traust undirstaða vellíðanar og heilsu: „Ég myndi alltaf segja að traust sé undirstaða raunverulegrar vellíðanar og heilsu. Við vitum t.d. að í vinnuumhverfi þar sem traust er brotið eykst streita og vanlíðan, og það hefur auðvitað bein áhrif á heilsu. Og við vitum líka að rannsóknir sýna að fólk sem er í sambandi þar sem ekki ríkir traust, er almennt ekki eins heilbrigt og það sem er í nánum samböndum þar sem ríkir fullt traust.“ Þrjár gagnlegar leiðir til að byggja upp traust 1. Sýndu stöðugleika Gerðu það sem þú segist ætla að gera og fylgdu hlutunum eftir. Ekki bara öðru hverju- heldur sem oftast. 2. Tileinkaðu þér heiðarleika Segðu hvernig þér líður, hvaða væntingar þú hefur, hvað þér finnst óþægilegt og ósanngjarnt og hvernig þú vilt hafa hlutina. 3. Sýndu samkennd Með því að hlusta og leggja sig fram við að skilja sjónarhorn annarra, skapast rými fyrir virðing og dýpri tengsl. View this post on Instagram A post shared by Auðnast (@audnast) Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast er í eigu Ragnhildar, og Hrefnu Hugosdóttur. Fyrirtækið byggir á tveimur grunnstoðum: Auðnast vinnuvernd og Auðnast klíník, þar sem þær ásamt starfsfólki sinna ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja. Heilsa Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira
Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingur og eigandi Auðnast, segir traust meginforsendu í samskiptum. Þegar traust brotnar er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að það mun taka tíma að byggja það upp aftur. „Traust er svo magnað fyrirbæri og verður ekki til á einni nóttu, og það verður ekki til í orðum. Það verður til í síendurteknum athöfnum yfir ákveðinn tíma. Það er þessi stöðugleiki í athöfnum sem byggir upp þráðinn sem kallast traust,“ segir Ragnhildur og bætir við: „Besta leiðin er að við gerum okkur grein fyrir hversu mikils virði traust er, svo við brjótum það ekki. En stundum gerist það óhjákvæmilega, og þá þurfum við að átta okkur á því að þetta er langhlaup að byggja aftur upp traustið.“ Traust beintengt heilsu Að sögn Ragnhildar er traust undirstaða vellíðanar og heilsu: „Ég myndi alltaf segja að traust sé undirstaða raunverulegrar vellíðanar og heilsu. Við vitum t.d. að í vinnuumhverfi þar sem traust er brotið eykst streita og vanlíðan, og það hefur auðvitað bein áhrif á heilsu. Og við vitum líka að rannsóknir sýna að fólk sem er í sambandi þar sem ekki ríkir traust, er almennt ekki eins heilbrigt og það sem er í nánum samböndum þar sem ríkir fullt traust.“ Þrjár gagnlegar leiðir til að byggja upp traust 1. Sýndu stöðugleika Gerðu það sem þú segist ætla að gera og fylgdu hlutunum eftir. Ekki bara öðru hverju- heldur sem oftast. 2. Tileinkaðu þér heiðarleika Segðu hvernig þér líður, hvaða væntingar þú hefur, hvað þér finnst óþægilegt og ósanngjarnt og hvernig þú vilt hafa hlutina. 3. Sýndu samkennd Með því að hlusta og leggja sig fram við að skilja sjónarhorn annarra, skapast rými fyrir virðing og dýpri tengsl. View this post on Instagram A post shared by Auðnast (@audnast) Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast er í eigu Ragnhildar, og Hrefnu Hugosdóttur. Fyrirtækið byggir á tveimur grunnstoðum: Auðnast vinnuvernd og Auðnast klíník, þar sem þær ásamt starfsfólki sinna ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja.
Heilsa Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira